Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Side 17
FRÉTTIR 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR 17 Það var ekki endilega lík- amlega ofbeldið sem var verst heldur ótt- inn sem fylgdi því. Hræðslan við að verða laminn, niðurlægður og gerður að fífli. nakinn fyrir framan allar stelpurnar. Á einhvern undraverðan hátt tókst kennaranum að sannfæra mig um að fara aftur í skólann. Þegar ég var aftur mættur í skólann ákvað hann að halda stutta ræðu yfir krökkunum um að svona mætti ekki gera. Þetta væri ljótt og að mér liði mjög illa yfir þessu. Stelpurnar flissuðu og strák- arnir hvísluðu eitthvað stríðnislegt á milli sín. Niðurlæging mín var full- komin.“ Kýldur og hrækt í andlit „Þegar ég var 11-12 ára lenti ég í slagsmálum eins og algengt var alla mína grunnskólaævi. Í þetta sinn var það ekki einn af aðal „stríðnis- púkunum“ sem réðst á mig, held- ur svokallaður fylgihnöttur. Þessi drengur var reyndar ekki alslæmur, reyndar kunni ég afskaplega vel við hann flest grunnskólaárin, en hann átti það til að vera leiðinlegur þeg- ar hann reyndi að komast inn í „vin- sæla“ hópinn. Ég man ekki lengur nákvæma ástæðu fyrir því hvers vegna þessi tilteknu slagsmál hófust. Ástæð- an var alltaf svipuð. Einhver kallaði mig lúða, aumingja, fávita eða Sigga slef og stundum gat ég ekki setið á mér og bað fólk vinsamlegast um að hætta þessu. Sagði jafnvel: Þeg- iðu, láttu mig í friði. Það má því kannski segja að slagsmálin hafi verið mér að kenna stundum. Ég hefði átt að vera búinn að læra að halda kjafti. Hvað sem ástæðum líður þá réðst þessi drengur á mig í einu af portum skólans. Fljótlega lág- um við í götunni í því sem manni fannst þá vera hörkuslagsmál. Ég var hræddur, dauðhræddur. Frá því ég man eftir mér hef ég verið viðkvæmur. Því byrjaði ég fljót- lega að gráta og gerði mér auðvit- að strax grein fyrir því að það var ekkert sérlega „karlmannlegt“ af mér. Á einhvern hátt tókst mér að koma árásarmanninum ofan af mér og standa upp. Ég tók strax til fótanna og reyndi að flýja. Ég komst ekki langt því aðalgaur- inn stoppaði mig af og kýldi mig í andlitið. Ég hljóp af stað grát- andi, blóðugur og hræddur út af skólalóðinni og í átt að heim- ili mínu. Þegar ég var kominn út fyrir skólalóðina og úr augsýn krakkanna heyrði ég kunnug- lega stelpu rödd hrópa á eftir mér: „Siggi, Siggi! Bíddu aðeins, ég þarf að tala við þig.“ Ég stoppaði og sneri við og sá þar hvar ein bekkj- arsystir mín hljóp á eftir mér. Mér fannst hún alltaf sæt. Ég beið og reyndi að herða mig upp og þerra tárin, og hugsaði að það væri fátt eins asnalegt og að grenja fyrir framan sæta stelpu. Ég man ekki margt frá grunn- skólaævi minni, en þessu man ég eftir eins og það hefði gerst í gær. Þegar hún nálgaðist mig hætti hún að hlaupa og gekk rólega að mér, alvarleg á svip. Hún gekk al- veg upp að mér og sagði lágri en ákveðinni röddu: „Siggi, þú ert aumingi!“ og síðan hrækti hún framan i mig. Ég fór aftur að gráta og gekk niðurbrotinn heim á leið.“ Bugaður í búningsklefanum „Verstu minningar mínar úr skóla eru eflaust úr leikfimistímum. Kannski ekki beint úr tímunum sjálfum, heldur frekar úr búnings- klefunum. Ég kveið alltaf þessum tímum. Allir áttu að mæta tíman- lega í búningsklefana til að klæða sig í íþróttafötin. Síðan þurftum við að bíða róleg þangað til leik- fimiskennarinn opnaði dyrnar að salnum. Þangað til vorum við ein og án eftirlits. Þetta var oft heillangur tími sem sumir nýttu vel til að pína samnemendur sína. Stundum var þetta rólegt og maður fékk bara að heyra þetta venjulega. Hvað mað- ur var leiðinlegur, ljótur, mikill lúði og asnalegur. Mér eru minn- isstæð þau skipti sem nokkrum bekkjarfélögum mínum datt í hug að taka okkur lúðana og troða okkur ofan í klósettið, því virtist fylgja ómæld ánægja. Einnig hef ég óljósar minningar frá því þeg- ar reynt var að þrýsta andliti mínu ofan í skítugt ræsi sem var á miðju gólfinu. Ef maður barði nógu vel frá sér létu þeir nægja að nota föt- in manns eða eitthvað annað sem maður átti. Hvernig getur svona athæfi farið fram hjá kennurum og yf- irstjórn skólans? kann einhver að spyrja. Svarið í mínu tilfelli er að það gerði það ekki. Leikfimis- kennarinn minn vissi hvað var að gerast inni í búningsklefunum, bæði vegna þess að honum hafði verið sagt frá því og vegna þess að hann varð stundum vitni að því sjálfur. Ég man vel eftir einu skipti þar sem nokkrir bekkjarfélag- ar mínir höfðu dregið mig fram á gólf, héldu mér niðri og voru að pína mig. Ég öskraði af öllum lífs og sálar kröftum með þeim afleiðingum að leikfimiskennar- inn opnaði annars læstar dyrnar að búningsklefanum og kíkti inn. Viðbrögð hans voru sérstaklega eftirminnileg. Hann hló og lokaði hurðinni aftur. Það þarf því ekki að koma á óvart að ég mætti oft ekki í leikfimi. Ég skrópaði iðulega eða gerði mér upp veikindi.“ Mikilvægt er að koma á óháðu teymi sérfræðinga í eineltismálum sem hef- ur það hlutverk að koma þeim 4.500 börnum til bjargar sem upplifa einelti í grunnskólum. Þetta er mat þeirra sérfræðinga sem DV leitaði til í kjölfar rannsóknar sem sýnir algengi eineltis í skólum. Að mati sérfræðinganna ber skól- anum að tryggja öryggi nemenda í hvívetna. Þeir telja að flestir skólar reyni að sinna skyldu sinni en of mörg tilfelli séu þar sem skólarnir hafa hvorki getað stöðvað einelti né sinnt því að nokkru leyti. Slíkt getur að mati þeirra sérfræðinga sem DV leitaði til eyðilagt börnin til lífstíðar og í versta falli leitt til sjálfsvíga þolenda eineltis. Vaxandi vitund Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur telur brýnt að koma á fót slíku sér- fræðingateymi sem geti hjálpað skól- um að leysa erfið mál. „Því fyrr sem tekst að stöðva eineltið, því meiri líkur eru á að hægt sé að hjálpa þol- andanum að ná aftur fyrri sjálfsstyrk og öryggi. Ég vil búa til sérsveit fyrir skólana. Það er tímabært að horfa af fullri alvöru á þá staðreynd að enda þótt flestir skólar fylgi eineltisáætl- un, sumum hverjum þaulrannsök- uðum og vel útfærðum, þá ráða ekki allir skólar við að leysa úr þyngstu eineltismálunum sem upp koma,“ segir Kolbrún. Sjöfn Þórðardóttir, formaður samtakanna Heimilis og skóla, tek- ur í sama streng. Hún biður foreldra um að vera vakandi yfir því hvort skólar barna þeirra hafi eineltis- áætlun og hvort hún sé bæði sýnileg og virk. „Því miður er það stundum þannig að áætlunin er meira í orði en á borði. Það eru margir skólar sem standa sig vel en því miður eru líka aðrir sem gera það ekki. Mér líst mjög vel á þá tillögu að koma á sér- sveit í skólana sem skipuð yrði óháð- um sérfræðingum eineltismála,“ seg- ir Sjöfn. Sjálfstæði tryggt Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri fyrir Þjóð gegn þunglyndi hjá Land- læknisembættinu, er sammála og deilir þeim áhyggjum að þrátt fyr- ir að margir skólar séu komnir með áætlun gegn einelti séu þær meira í orði en á borði. „Aftur á móti held ég að meðvitund um einelti og alvar- leika þess hafi vaxið á undanförnum árum. Ég held að það væri mjög góð hugmynd að koma á fót sérfræðinga- teymi sem er óháð skólunum. Það getur verið erfitt fyrir skólastjórn- endur að taka á málunum því þeir eru oft tengdir börnunum og vinnu- félögunum nánum böndum,“ segir Salbjörg. Aðspurð leggur Kolbrún áherslu á að slík sérsveit væri hvorki til þess fallin að ógna sjálfstæði skólastjórn- enda né taka af þeim ábyrgð. Hún telur slíka sveit til þess fallna að uppræta einelti með árangursríkum hætti. „Með einföldum hætti er hægt að búa til úrræði í formi sérstaks fag- teymis. Teymi sem þetta verður að hafa fullt sjálfstæði í vinnubrögð- um og með hvaða hætti það velur að vinna í málum enda sérhvert mál sérstakt og útheimtir þar af leiðandi mismunandi útfærslur. Teymið er fyrst og fremst hugsað sem úrræði í þeim eineltismálum sem stjórnend- ur og kennarar skóla hafa ekki náð að leysa,“ segir Kolbrún. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Sérfræðingar í eineltismálum sem DV leitaði til telja mikilvægt að koma á fót óháðu teymi sérfræðinga til að hjálpa skólum að leysa úr erfiðum eineltismálum. Þrátt fyrir áætlanir gegn einelti í mörgum skólum telja sérfræðingarnir að þær virki ekki alltaf. Það getur verið erfitt fyrir skóla- stjórnendur að taka á málunum því þeir eru oft tengdir börnunum og vinnufélögunum nánum böndum. SÉRSVEIT Í SKÓLANA Þúsundir þjást Nýleg íslensk rannsókn sýnir að 4.500 íslensk börn þjást vegna eineltis. Sé horft til þess hvort börn hafi upplifað eineltishegðun af einhverju tagi hækkar talan upp í 8.000 börn. Engin ógnun Kolbrún leggur áherslu á að slík sérsveit sérfræðinga sé hvorki hugsuð til að ógna sjálfstæði skólastjórn- enda né taka af þeim ábyrgð. Óháð sveit Að mati sérfræðinga DV er mikilvægt að virkja sérsveit fyrir grunnskólana þannig að sérfræðingar geti leyst eineltismál sem upp koma á hlutlausan hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.