Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1906, Blaðsíða 30
24
í hagfræðisskýrslnm er andvanafætt barn fremur skoðað eins og mis-
heppnuð fæðing, en sem maður, sem hefur fæðst og dáið, og á líftöflur t. d. hafa
þau engin áhrif, því það getur ekki komið fyrir, að líf barns, sem fæðist andvana
sje tryggt.
4. Sjálfsmorð og slysfarir (sjá töflu Vþ) eru skýrslur um sjerstaka dauð-
daga, þegar menn deyja fyrir timann, og án þess að sjúkdómur valdi dauðanum.
— í skýrslum prestanna er dauðdagi af slysförum greindur meira í sundur en hjer
er gjört, þar hefur verið dálkur fyrir myrt fólk, en 1891—1904 hefur ein einasta
kona verið myrt. Þar var dálkur fyrir menn. sem brunnu inni, en öll þessi ár hefur
einn karlmaður og einn kvennmaður brunnið inni. Þar hefur verið dálkur fyrir menn,
sem liafa verið drepnir af eldingu, en einn einasti maður hefur farist af eldingu öll
árin. Þessum mönnum hefur þess vegna verið bætt inn í dálkinn í töflunni »dánir
af öðrum slysförum«.
Aðal-slysfarirnar hjer á landi eru drukknanir:
1891 —1904 fórust af slysförum á landinu alls 1160 manns
Af þeim drukknuðu (konur 37) 902
Úli urðu ( - 15) 83
Dóu af öðrum slysförum ( - 17) 88
Veittu sjer bana sjálfir ( - 15) (= 84) 87 H60 —
Þegar 100 manns farasl af slysförum eru 92.8 karlmenn eða 7.2 kvennmenn af
þeim, sem fyrir því verða. Af þessum dauðdögum eru drukknanir . 77.7 af lmdr.
úti verða.............................................................. 7.1
af öðrum slysförum deyja............................................. 7.6
sjálfsbanar ........................................................... 7.6 _ iQO.O
Drukknanirnar eru meira en 3/* hlutar af öllum slysförunum, og versl er að það
er óvíst að þær hafi minnkað á þessum 14 árum, þrátt fyrir það, þótt útvegurinn
hafi breyzt að miklu meira leyti í þilskipaútveg.
1891—95 drukknuðu að meðaltali árlega ......
1896—00 ..................................
1901—04 ............. ....................................... 53,6 —
^^2 karlm. ^
75^6
Þetta var á öllu landinu, en hve margt af þessum mönnum hefur druknað í ám og
vötnum, og hve margt af þilskipum, það vcit maður ekki. Eins er það óvíst hve
margir karlmenn hafi stundað fiskiveiðar livert tímabilið, en það er ólíklegt að
flestir liafi stundað þær 1896—00.
Sjálfsmorð fara heldur minnkandi á tímabilinu. Menn veittu sjer sjálfum
bana.
1891—95 meðaltal
1896—00 ------
1901—04 ------...
6.6 manns
5.6 —
5,2 —
Meðaltalan lækkar allt af þótt landsmönnum eflaust Qölgi.