Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1906, Blaðsíða 174
1(58
F. Suðurströnd íslands.
frá Eystrahorni að Dyrhólaey
1879 — 1903.
1879—1903 I. II. III. IV. V. VI. Samtals
Gufuskip ... . . . . . . . . .
Seglskip 1 1 2 2 6
Fiskigufuskip 1 4 5
Seglfiskiskip 1 7 1 1 ... 2 12
Samtals 3 12 1 1 2 4 23
Hjer er sett samandregið yfirlit yfir skipströnd á svæðinu frá Eystrahorni
að Dyrhólaey á tímabilinu 1879—1903.
Ströndin eru alls 23 og er það 10% af öllum skipströndum við ísland á
nefndu 25 ára tímabili.
Eptir tegund skipanna skiptast ströndin þannig niður: Gufuskip 0%,
seglskip 26%, fiskigufuskip 22% og seglfiskiskip 52%.
Ad. I. Þessum ströndum haí'a valdið stormar og straumar i sameiningu.
Ad II. Þessum ströndum hefur valdið þoka, dimmviðri og næturmyrkur. Afþess-
um 12 skipsströndum, hafa 10 skip (nr. 13—22) strandað í Meðallandí.
Þar er strandlendið flatt og sjest ekki af skipunum, koma þau því opt of
nærri landi án þess að hafa hugmynd um það, eða að þau hafi sjeð land.
Fiskiskip, sem venjulega fara með litlum hraða, geta þá auðveldlega bor-
ist af straumi inn í brimgarðinn og kastast á land. — Aðfaranólt hins 20.
janúar 1903 strandaði fiskigufuskipið »Friedrich Albert« frá Geestemúnde
á Svínafellsfjöru á Skeiðarársandi í náttmyrkri og stormi. Skipshöfnin,
12 manns, komst öll klakklaust 'í land, en voru í 11 daga að hrekjast um
sandana, þar til þeir fundu bæinn Ormsstaði, voru þeir þá orðnir svo
skemmdir af kali, að taka varð af þeiin flestum limi, og 3 af skipverjum
urðu úti á söndunum (nr. 12). Hið frakkneska fiskiskip »Jeanne« strand-
aði á Skálafjöru í snjókomu hinn 18. apríl 1895. Af skipsliöfninni, 19
manns, drukknuðu 3 við sjálft strandið (nr. 17).
Ad VI. Hvaða orsakir eru til þessara 4 stranda vita menn ekki; ástæða er til
sjerstaldega að nefna strand skipsins »Jenima« frá Flekkefjord, sem fannst
á Slýjafjöru 22. maí 1890. Af skipshöfninni, 4 manns, fundust 2 lík í fjöru-
máli uppundan skipinu og lík hinna tveggja ráku í land litlu síðar (nr. 16).
Tala skipbrotsmanna hefur verið hjer um bil 271; þar af hafa 5 menn
drukknað við strandið og aðrir 5 liafa farist eptir að í land var koinið.
Mannskaðar liafa þannig verið 3,7%.