Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1906, Blaðsíða 24
18
/if þessari skýrslu, sem nær yfir 14 ár má sjá, að karlmenn giptast að sjö-
tugu og jafnvel yfir sjötugt, en i 14 ár hefur það ekki borið við, að eldri kona en
65 ára gipti sig. Konur yfir fimmtugt giptast ekki eins opt og karlmenn yfir
sextugt.
III. Fœðingar.
1. Frá 1891 til 1904 hafa í'æðst alls 33111 börn, þar af voru 1093 andvana;
lifandi börn liafa verið 32018.
Fæddir alls Andvana Lifandi fæddir
1891 — 00 meðaltal 2388 80 2308 3,1 %
1901... 2253 74 2179 2,8 -
1902 2290 70 2220 2,8 -
1903... 2331 87 2244 2,8 -
1904 2360 67 2293 3,0 —
Siðasti dálkurinn táknar bve tíðar fæðingar lifandi barna eru i i 100 manns, eða á
1000 manns sje komman tekin burtu. 1901—’04 fæðast færri börn en 1891—'00.
1904 fjölgar fæðingum aptur tiltölulega nokkuð. Vera má að það komi af betra
árferði til sveita, og af hærra verðlagi á landvöru. í útreikningnum á fæddum af
hundraði eru að eins talin lifandi börn.
2. Börn, sem fœddust lifandi skiptast þannig niður í skilgetin og óskil-
getin :
Skilgetin Óskilgetin Samtals
sveinar meyjar sveinar meyjar sveinar meyjar
1891—1900 981 944 193 191 1174 1135
1901 ... 959 893 164 163 1123 1056
1902 ... 951 942 177 150 1128 1092
1903 1044 938 137 175 1181 1063
1904 ... 1047 916 168 162 1215 1078
Börn, sem fæddust lifandi frá 1891- -1900 voru
Skilgetin .. ... ... ... • • • . • • ... 19251
Óskilgetin . . . . 3831
frá 1901—’04 skilgetin ... 7690
óskilgetin ... 1246
alls 5077 26941 = 32018
Af hverjum 1000 börnum sem fæddust voru:
1891—1900 .............................
1901—1904 ...........................
1904 .................................
Skilgetin Óskilgetin
834 166
861 139
856 144
Tala óskilgetinna barna er tiltölulega miklu lægri eptir aldamótin, en 10 siðustu ár
19. aldarinnar. 1904 bækkar hún aptur nokkuð, en er þó langt fyrir neðan meðal-
talið 1891—'00.
1904 fæddust á landinu 6—7 börn á hverjum sólarhring, eða eitt barn fjórðu
bverja klukkustund, eða skemmri tíma, en einn maður dó á hverjum 7—8 klukku-
stundum eða 3—4 á sólarhring. Fjölgunin frá fæðingum var hjer um bil 3 menn
á sólarhring á öllu landinu.
S
IV. Manndauði:
i. Meðalœfin (eða dánarkvótinn). 1891—1904 dóu alls 18323 manns, auk
þess fæddust andvana 1093. Síðustu ár 19. aldarinnar fór meðalæfin hækkandi ár
frá ári (sbr. Landshagsskýrslur 1902 I. bls. 169—’82), og þar er tekið fram, að með-
alæfin hafi lengst um 19 ár síðari helming aldarinnar. 1851—60 var meðalæfin 34,1