Bridge - 12.12.1957, Blaðsíða 24

Bridge - 12.12.1957, Blaðsíða 24
22 brldge 4 tígla, er Vestur gert erfitt fyrir um sögn. 5. Parakeppni, báðir á hættu. Norður Austur Suður Vestur 1V pass 2 ♦ pass 2 V pass ? Þú, Suður, átt AKG9 VG4 ♦ÁKDG97 *63 Hvað segir þú? 3 grönd: Nú þetta er nú bara út í loftið, segir kannske einhver, og má það vera, ef aðeins er horft á þessa sögn, en ekki sagnir, sem áður eru komnar og styrk spiia. Við sögðum 2 tígla í þeirri merk- ingu að fá upplýsingar frá félaga, hvernig opnun hann ætti, og þar sem hann segir 2 hjörtu í annarri umferð er okkur óhætt að slá því föstu að slemma er ekki í spilinu, en game höfum við ekki leyfi til að missa, þar sem við tókum for ystuna í spilinu með fyrstu sögn. Félagi hefir ekki opnað á minna en 13 púnta+15 hjá okkur eru 28 púntar, sem er meira en nægi legt í game og aðeins er ein leið til svo spilið tapast, en það er að A-V fái 5 slagi á lauf, en heldur vil ég eiga það á hættu en segja spilið á þennan hátt: 1 hjarta — 3 tígla; 3 hjörtu — 3 spaða, sem er alltof stór sögn en hvaða sögn er til?. — 4 tígla — ? Ég vildi ekki vera í þessari stöðu. 6. Sveitakeppni A-V á hættu. Suður Vestur Norður Austur pass 1* dobl redobl ? Þú, suður, átt ADG9765 y7 ♦ G1074 *65 Hvað segir þú? 1 hjarta: Þetta er að stela lit frá andstæðingunum og yfirleitt gefur það topp út úr spili. Það er ekki nein hætta að gefa þessa sögn, þar sem við eigum spaðalitinn þetta góðan og eigum alltaf flótta í hann, ef félagi skyldi styðja hjartað í gamesögn. Nú segir einhver hvað skeður ef allir segja pass? Þá spilum við spilið og eftir því sem við fáum færri slagi græðum við meira, þvi andstæðingarnir geta aldrei fengið meira en 350, sem er minna en game. Annars sannast þetta bezt með því að þið reynið að gera þetta næst þegar þið fáið tækifæri til þess og sjá hvernig fer. Steinsen: — 1 spaði. Bluffsögn, óttast hjartasögn, segi 4 spaða ef félagi doblar 4 hjörtu. — Með öðrum orðum þarna vantar aðeins herzlumuninn að Steinsen steli sögninni. 3 spaðar hjá sérfræðingunum er hindrunarsögn, sem er góð, en ekki eins góð.

x

Bridge

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bridge
https://timarit.is/publication/1131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.