Bridge - 12.12.1957, Blaðsíða 29

Bridge - 12.12.1957, Blaðsíða 29
BRIDGE 27 var að minnsta kosti skipaður 20 sveitum eða meir. Fjölgun bridge félaga hér í Reykjavfk á eflaust þátt í þvi hve þátttaka hefir minnk að á síðustu tveimur árum í mótum hjá Bridgefól. Reykjavíkur — þó hins vegar verði ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd, að léleg stjórn á félaginu á þar líka ein hvem hlut að máli. Mótinu lauk þriðjudaginn 26. nóvember með sigri sveitar Ólafs Þorsteinssonar eftir harða keppni við sveit Magnúsar Sigurðssonar. Hlutu báðar sveitirnar 12 stig. Sveit Ólafs tapaði í fyrstu umferð fyrir sveit Þorsteins Bergmanns með fimm stigum (fjögur stig jafn tefli), en vann eftir það alla leik ina. Fyrir síðustu umferð voru að eins þessar sveitir öruggar um að komast í meistaraflokk, en ekiki færri en fimm sveitir háðu bar áttu um næstu tvö sætin. — Það voru sveit Sveins Helgasonar með 6 stig, sveitir Ragnars Halldórs sonar, Leifs Jóhannssonar og Guð mundar Sigurðssonar með 5 stig og sveit Þorsteins Bergmanns með 4 stig. Fjórar af þessum sveitum mættust innbyrðis í síðustu um- ferðinni og fóru leikar þannig, að Sveinn vann Ragnar og hlaut því 8 stig, og Þorsteinn vann Guðmund og hlaut 6 stig. Sveit Leifs tapaði fyrir sveit Magnúsar og sveit Ól- afs vann sveit Þorsteins Thorlac iusar. Úrslit í mótinu urðu því þessi: 1. Ólafur 12 stig. 2. Magnús 12 stig 3. Sveinn 8 stig. 4. Þorsteinn Berg mann 6 stig. 5. Guðmundur 5 st. 6. Leifur 5 st. E. Ragnar 5 st. og Þorsteinn Thorlacius 3 st. í sveit Ólafs spiluðu auk hans, Agnar Jörgensson, Árni Guð- mundsson, Hallur Símonarson, Símon Símonarson og Þorgeir Sig urðsson. í sveit Magnúsar spiluðu auk hans Árni M. Jónsson, Geir Þorsteinsson, Ingólfur Isebarn og Örn Guðmundsson. V Bridgefélag Hafnarfjarðar. Nýlega var háð bæjarkeppni milli Akurnesinga og Hafnfirð- inga. Spilað var á fimm borðum og varð jafntefli. Á 1. borði sigr- aði sveit Óla Arnar Ólafssonar, Ak, sveit Péturs Auðunssonar, Hf. Á 2. borði varð jafntefli, á þriðja og fimmta borði sigruðu Hafnfirð ingar, en Akurnesingar á fjórða. Spilað var í Hafnarfirði. V Tafl- og bridgeklúbburinn. Að undanförnu hefir staðið yfir sveitakeppni í 1. fl. hjá klúbbn- um, en keppninni var ekki að fullu lokið, er þetta blað fór í prentun. Sýnt var þó, að sveit Zóphóníasar Benediktssonar myndi bera sigur úr býtum. Fjórar aðrar sveitir munu færast upp í meistaraflokk, en sveitakeppni meistaraflokks mun hefjast um 10. janúar. í þeiri’i fceppni taka þátt tíu sveitir. Þátttaka í sveitakeppni 1. flokks var mikil eins og í öðrum mótum Tafl- og bridgeklúbbsins á þessum vetri. Spilað er í Sjómannaskólan um á hverjum fimmtudegi og ann an hvern mánudag.

x

Bridge

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bridge
https://timarit.is/publication/1131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.