Húnavaka - 01.05.2011, Blaðsíða 82
H Ú N A V A K A 80
sá kýrnar þar úti á beit sagði hún: „Þarna eru þær þá, blessaðar mínar“ og
tárin glitruðu í augum hennar. Hluti af hennar daglegu störfum hafði verið
meðal annars að þvo mjólkurílátin. Hún sá einnig um að gefa hænum, hund-
um og köttum og þvoði flest gólfin í Hvammi.
Abba prjónaði alltaf mikið, henni féll aldrei verk úr hendi og ef stund gafst
þá var hún að stoppa í sokka eða prjóna sokka eða vettlinga. Ennþá, liðlega
20 árum eftir lát Öbbu, eiga þær Hvammssystur, Valgerður og Theodóra,
sokka og vettlinga sem Abba prjónaði.
Þegar Theodóra Reynisdóttir dvaldi á heimili Möggu, móðursystur sinnar,
í Reykjavík, meðan hún var í námi, minnist hún þess er sambýlismaður
hennar, Sigþór R. Steingrímsson sem ættaður var frá Blönduósi, dró upp
ullarleista fyrir hesthúsferð og sagði: „Sko það er ekki nema von að mér þyki
vænt um kerlinguna, þetta prjónaði hún nú á mig“. Abba hafði þá gefið hon-
um leistana.
Til Reykjavíkur kom Abba fyrst þegar hún var liðlega 60 ára, hún þurfti að
leita sér hjálpar hjá tannlækni og einnig að fá hjálp við umhirðu fóta sinna sem
voru illa farnir sökum kulda og raka eftir margra ára göngu hennar til verka
sinna í stígvélum og öðrum skófatnaði þess tíma. Abba stoppaði í Reykjavík
liðlega viku og dvaldi þá hjá Katrínu, systurdóttur sinni, sem aðstoðaði hana
með að komast það sem hún þurfti. Þegar Abba var ekki að leita sér hjálpar
gekk hún oft um gólf, sagði á sinn kómíska hátt frá lífinu í sveitinni og prjónaði
og þá geymdi hún alltaf hnykilinn undir hendinni. Katrín minnist þess að
Abba hafði ríka kímnigáfu og hló innilega og þurrkaði sér þá um nefið með
handarjaðrinum. Hún sagði skemmtilega frá, þá lifnaði andlit hennar upp og
blik kom í augun, hún fylgdist vel með því sem var að gerast, bæði hjá
mönnum og málleysingjum.
Heimilisfólk í Hvammi um 1943. Talið frá vinstri: Steingrímur Ingvarsson, Abba,
Kristófer Kolbeinsson, Ingvar Steingrímsson, Theódóra Hallgrímsdóttir, Sigurlaug
Steingrímsdóttir og Reynir Steingrímsson. Fyrir framan hópinn eru Jón Arnalds og Ragnar
Arnalds en þeir voru mörg ár í sveit í Hvammi.