Húnavaka - 01.05.2011, Blaðsíða 188
H Ú N A V A K A 186
fyrir alla suðurglugga á gamla fjósinu.
Kyrrt, frost 8 stig að morgni 15.
Hundslappadrífa og 1 stigs hiti 16.
Mildir 17.-18., hiti fór í 5 stig 18.
Aðfaranótt 19. var sem blíðasta
vornótt, tunglskin og logn. Ég vaknaði
kl. 3 þessa nótt, það var ferðahugur í
mér svo ég vissi að mér tækist ekki að
telja mig niður aftur. Suður í
Mosfellsbæ fór ég. Það er langt síðan
ég hef séð eins mikinn mun á
snjóalögum sunnan og norðan
Holtavörðuheiðar. Suður við Leirvog
var dagurinn vorblíður og fegursta
tunglskin um kvöldið, þó nokkuð
skýjað og úðadropar á suðurglugga.
Milt var syðra 20.-22. Meinhægt
veður 23.-25. Stinningsfrost um land
allt 27. nema þó þriggja stiga hiti í
Surtsey. Fyrsta sunnudag í aðventu
var 28 stiga frost í Möðrudal á Fjöllum.
Það gerði slabb í Mosfellsbæ 29.
Þíðviðri og regn 30.
Desember.
Hlýtt um allt land 1. Hiti 5 stig á
Blönduósi segir í veðurathugunum.
Stilltur sólskinsdagur í Mosfellsbæ 2.
Frost 10 stig á Blönduósi 3. Kaldast á
landinu 17 stig við Mývatn. Það gerði
hvítt í Mosfellsbæ 4. og frost 7 stig.
Hægviðri 5.-6. Frétti að komið væri
gott reiðfæri á Húnavatn 7. Tók að
draga úr frosti 8. Þíðviðri um land allt
9.-10., hiti 4 stig á Blönduósi 11.
Blíðviðri 12.-13. Góðviðri 14. Ég á
heimleið og sá tvær álftir á leirunum í
Hrútafirði. Hægviðri, kólnaði er leið á
dag 15., frost 7 stig um kvöldið. Sá til
sólar 16., frost 7 stig. Æðandi
norðanhríð 17., frost 3-5 stig. Gekk á
með snjóéljum 18. Dró úr frosti.
Regndropar á vesturglugga um
kvöldið, hiti við frostmark. Uppfenntir
og klammaðir gluggar 19., frost 3 stig.
Stillt og bjart í Skorradal 20. Fegursta
tunglskin um kvöldið. Sá tungl-
myrkvann vel út um glugga í Mos-
fellsbæ 21. Komin norður að
Kagaðarhóli um kvöldið sem farþegi
með Guðrúnu dóttur minni og
fjölskyldu. Heimreiðin hér ófær, full af
fönn. Fannfergi þótti umtalsvert víðar
hér um slóðir. Til Hóla fórum við 22.
og þar naut ég góðra hvítra jóla.
Snjódýpt hvað mest í Hjaltadal og
næsta jafnfallin. Gott veður á jóladag
og tók að draga úr frosti. Komin
asahláka 26. og ég fékk far hingað
heim um leið og þau fóru til að gefa
hrossum hér og mokuðu heimreiðina.
Hiti 3 stig 27. Aftur frysti 28. en
aðgerðalítið veður. Asahláka 30., hiti
6 stig. Stillt veður 31.og frost 10 stig
um kvöldið.
Sigríður Höskuldsdóttir.
FRÉTTIR FRÁ
BLÖNDUÓSBÆ.
Samkvæmt heimildum Hagstofu
Íslands var íbúafjöldi, 1. desember
2010, 900 manns sem er fjölgun um
21 íbúa frá árinu áður.
Framkvæmdir og viðhaldsverkefni.
Áfram var unnið að skipulagsmálum
á árinu og var lokið við nýtt aðalskipu-
lag og það auglýst. Margar athuga-
semdir bárust og lutu flestar að því að
ekki væri gert ráð fyrir Húnavallaleið
í skipulaginu. Athygli vakti að At-
vinnu þróunarfélag Eyjafjarðar beitti
sér mjög fyrir að sendar yrðu inn
athuga semdir og vakti máls á því með
aug lýsingum og áróðri í fjölmiðlum.
Bæjar stjórn féllst ekki á athuga semd-