Húnavaka - 01.05.2011, Blaðsíða 186
H Ú N A V A K A 184
norður, sólskin 9.-10., hiti 22 og 16
stig. Sólskin enn og góðviðri 11.-12.
og hiti komst í 19 stig báða dagana.
Suðvestan átt, skúrir 13., hiti 16 stig.
Fagur morgunn, góðviðri 14., hiti 17
stig. Rigndi drjúgt 15. og hiti 17 stig.
Fagur sólskinsdagur 16., hiti 21 stig.
Lognværð, þokubakki hylur Strandir
um kvöldið. Þoka heim að bæ 17., hiti
12 stig, regn um kvöldið. Góðviðri,
þurrt 18., hiti 16 stig. Sólbjartur
þurrkdagur 19. og hiti 21 stig. Bakki
hylur Strandir 20., hiti 10 stig, mátti
heita norðan rok um miðjan daginn,
suddaregn í norðan gjólu um kvöldið
og hiti þá 5 stig. Þokugráir 21.-22.,
hiti 8 og 7 stig. Köld norðaustan
regnnótt aðfaranótt 22. Það sást, er
birti til, að gránað hafði í fjöll. Sólskin,
svalt 23., hiti fór þó í 10 stig og eins
24. en þá féll í 4 stig um kvöldið. Ekki
sáust þó merki um frost eftir nóttina
og fagrir sólskinsdagar voru 25.-26.,
hiti 16 og 10 stig. Lognvær unaðsdagur
eftir tunglskinsbjarta nótt var 27. og
hiti 10 stig. Aðfaranótt 28. rigndi, hiti
fór í 16 stig um hádaginn, féll í 2 stig
um kvöldið. Þá sá ögn á kartöflugrösum
eftir nóttina. Skúradagar 29.-30., hiti
þó 12 stig. Mildur 31. og hiti 14 stig,
suddaði.
September.
Með blíðviðri og sólskini heilsaði
1., hiti 18 stig. Skyggni til ystu Stranda,
logn og unaðslegt kvöld. Blíðir haust-
dagar 2.-3. og hiti 20 og 18 stig.
Undur hlýir og fagrir dagar 4.-5. og
hiti 22 og 20 stig. Góðviðri, rigndi
drjúgt síðdegis 6., hiti 12 stig. Sólskin,
þurrt 7., hiti 21 stig, mikið mistur. Enn
góðviðri og sólskin 8.-9., hiti 12 og 18
stig. Hellirigndi síðdegis 9. með 9 stiga
hita. Blíðviðrið hélst 10.-11., skúra-
veður, hiti 18 og 12 stig. Góðviðri með
skúrum 12. og hiti féll í 1 stig að
morgni 13. en sá þó varla á kartöflu-
grösum, hiti fór í 12 stig um hádaginn
í sólskini. Rok og rigning 14., hiti 6
stig. Hráslagalegt og þokuruðningur
með fjöllum 15. og hiti 3 stig. Sólskin
og lognværð 16.-17., hitahámark 9 og
8 stig. Fór í 0 stig um nóttina. Sól-
skinsdagur 18., hiti 12 stig. Frost, 2
stig að morgni 19. en náði þó 12 stiga
hita í sólskini hádagsins. Héla á jörð
Bjartur og fagur nóvemberdagur. Ljósm.: Ólafía Lár.