Húnavaka - 01.05.2011, Blaðsíða 187
185H Ú N A V A K A
20., ég kláraði að taka upp mínar
kartöflur í 7 stiga hita og góðviðri.
Regnslúð í byggð, gránaði í fjöll
aðfaranótt 21. en náði 7 stiga hita um
hádaginn. Góðviðri 22.-25., hiti 5, 8,
10 og 12 stig. Roksteytingur 26. en hiti
12 stig. Blíðviðri 27., hiti 16 stig. Góð-
viðri 28. og hiti 14 stig, skyggni til ystu
Stranda. Allhvöss sunnan gola 29. og
hiti 14 stig. Sama hitastig 30., óvið-
jafnanlegt sólarlag við Vatnsnesfjall kl.
18.45. Laxárvatn eins og spegill.
Október.
Það vottaði fyrir hélu eftir nóttina
1., suðvestan andvari og hiti fór í 14
stig. Góðviðri 2.-3. með 15 stiga hita,
fiðrilda- og flugnasveimur. Hagsældin
hélst 4.-5., hiti 11 og 10 stig. Þungbúinn
suddadagur 6. Óskaveður 7., stillilogn,
þurrt og hiti 10 stig. Gott vinnuveður
8., hiti 10 stig. Sólskin og logn 9. og
hiti 11 stig. Fagur haustdagur 10.
Þokuslæður aðeins til yndis, hiti 10
stig. Lognværð, skýjað 11., hiti 12 stig.
Mildir og lognværir 12.-13. Blámóða
huldi fjallasýn hér vestur undan og
eitthvað rigndi en hiti komst í 12 og
10 stig. Nokkuð hvasst og rigndi drjúgt
síðdegis 14., hiti 9 stig. Svipað veður,
þó lygnara 15.-16. og hiti 10 og 9 stig.
Þoka heim að bæ að morgni 17. og
hiti 6 stig. Gránaði í fjöll aðfaranótt
18., hiti við frostmark, norðaustan
andvari og 4 stiga frost um kvöldið.
Svöl tunglskinsnótt aðfaranótt 19. en
sólar naut og hiti 4 stig um hádaginn.
Það birti og sá vel til Stranda, þar
hafði snjóað meira í fjöllin en hér.
Stilltur og svalur 20. Komið hem á
Hafratjörnina. Smá snjóél að morgni
21., sólar naut um stund svo snjófölið
tók upp. Fjögurra stiga frost um kvöld-
ið. Frost 8 stig að morgni 22. og 5
stiga frost að morgni 23. sem var
stilltur og svalur, hiti komst þó í 1 stig
um hádaginn. Þannig heilsaði vetur.
Stilltur og bjartur var 24., sumarfæri á
Holtavörðuheiði en 7 stiga frost á há-
heiðinni. Minn áfangastaður var
Mosfellsbær. Þar gerði grátt í rót 25.
Góðviðri 26. og götur auðar og regn-
votar. Norður fór ég 27. Þá var rok og
rigning mest á Nöfunum við Fiskilæk
og undir Hafnarfjalli. Komið skaplegt
veður hér heima síðdegis og hiti fór í
4 stig. Góðviðri var 28. og 29., hiti 4
og 3 stig. Norðan stormsteytingur 30.,
hiti 2 stig að morgni. Stillt og bjart 31.
og frost 3 stig.
Nóvember.
Grátt í rót og sleit hvítt úr lofti að
morgni 1., leiðinda slydduhríð síðdeg-
is. Norðaustan stormur og skóf um
kvöldið. Hitastig í frostmarki. Norðan
hríðargarg og snjókoma 2. Hvöss
norðanhríð og frost 5 stig og iðulaus
skafhríð um kvöldið. Hávaðarok og
skafhríð að morgni 3. Frost 4 stig. Það
slotaði heldur er birti af degi. Hæg-
viðri, úrkomulaust 4., frost 1-3 stig.
Laxárvatn lagt. Þessir hríðardagar í
byrjun nóvember skildu víða eftir sig
skurði fulla af snjó og stóra skafla og
ófær varð heimreiðin að Kagaðarhóli.
Stilltur bjartur 5., frost 11 stig. Allstinn
sunnan gola 6., mildara, hiti 2 stig.
Mildur 7., hiti 4 stig. Stilltur og fagur
vetrardagur 8. Sólar naut sem unnt er
á þessum árstíma. Frost 3 stig um
kvöldið. Bjartir og stilltir dagar 9.-10.
og frost fór í 10-11 stig. Skaplegt veður
að morgni 11., frost 3 stig. Norðaustan
hríð um kvöldið, ofankoma og skefur.
Hríðarjag í allan dag 12. Frost 6 stig.
Sá ekki til næstu bæja. Hamslaus
norðanhríð að morgni 13. Frost 3 stig,
lægði heldur undir kvöld. Logn og
úrkomulaust 14. og frost 9 stig. Fennt