Lögmannablaðið - 01.12.2001, Síða 10

Lögmannablaðið - 01.12.2001, Síða 10
dómsmálaráðherra varð ljóst, hver hugur mikils meirihluta félags- manna var, hafði hann hátt hyggins manns sem hans var von og vísa og breytti afstöðu sinni. Í framhaldi af þessu var frumvarpinu gjörbreytt í meðförum Allsherjarnefndar Alþingis, þótt meginvinnan hafi, eins og tíðkazt, verið unnin annarsstaðar. Gekk Allsherjarnefnd undir formennsku Sólveigar Pétursdóttur, núverandi dómsmála- ráðherra, ötullega til verks og voru lögin samþykkt á Alþingi 2. júní 1998 og tóku gildi 1. janúar 1999. Reynslan af lögunum Sjónarmið þau sem hér verða sett fram, mótazt mjög af því að sá sem þetta ritar gegndi starfi formanns LMFÍ frá aðalfundi 1998 til aðal- fundar 2000, og var í stjórn frá aðalfundi 1996, það er á undir- búngstíma og þegar lögin komu til framkvæmda, en þá þurfti stjórn Lögmannafélagsins að taka á ýmsum álitaefnum, sem þau varða. Hér verður ekki fjallað um þær breytingar, sem urðu á öflun mál- flutningsréttinda fyrir Hæstarétti samkvæmt 9. gr. laganna, það er sérstök prófnefnd metur hvort mál sem sótt er um teljist tæk sem próf- mál í stað Hæstaréttar áður, skilyrði að umsækjandi hafi haft réttindi sem héraðsdómslögmaður í fimm ár í stað þriggja ára áður og hafi flutt a.m.k. 30 mál munnlega fyrir héraðsdómi eða sérdómstóli. Þó verður að geta þess, að um þessar breytingar eru deildar meiningar, en til þess að fjalla um þær þyrfti sérstaka grein í blaðinu. 12. gr. lögmannalaga Með þessari grein var ákveðið skýrlega, að lögmanni væri skylt að hafa skrifstofu opna almenn- ingi, auk annarra skilyrða. Lög- maður getur sótt um undanþágu frá meginskilyrðinu, (1) gegni hann föstu starfi hjá opinberri stofnun eða einkaaðila, (2) sé full- trúi annars lögmanns, eða (3) gegni föstu starfi hjá félagasamtök- um. Til þess að undanþágu megi veita samkvæmt fyrsta og þriðja skilyrðinu, þarf að fylgja staðfest- ing vinnuveitanda um að þjónusta sé ekki veitt í ríkari mæli en greint er í töluliðunum. Í 15. gr. laganna er ákveðið, að taki lögmaður við opinberu starfi, sem dómsmálaráð- herra telur ósamrýmanlegt hand- höfn lögmannsréttinda, skal fella réttindin niður. Opinberir starfsmenn Í gildistökukafla laganna eru ákvæði, sem veittu opinberum starfsmönnum svigrúm til þess að afla sér réttinda til málflutnings fyrir héraðsdómi án þess að gang- ast undir námskeið innan tiltekinna tímamarka, mismunandi eftir stöðu á gildistökudegi laganna. Þessi ákvæði leiddu til þess að mikill fjöldi opinberra starfsmanna fékk útgefin réttindi og hluti þess hóps taldi sig síðan geta haldið réttind- um, þótt þeir gegndu áfram störf- um hjá hinum opinberu aðilum og sinntu ekki lögmannsþjónustu fyrir viðkomandi stofnun. Dómsmála- ráðuneytið reyndist ófáanlegt til þess að hlutast til um, að réttindi þessa hóps yrðu felld niður og er nokkur fjöldi opinberra starfs- manna enn með lögmannsréttindi, þótt ekki verði séð, að þeir sinni lögmannsstörfum, hvorki fyrir stofnun sína né aðra. Innanhússlögmenn Eins og getið var í upphafi leggja lögin, í 1. og 3. tölulið 2. mgr. 12. gr., grundvöll fyrir störfum svokall- aðra innanhússlögmanna. Var mik- il þörf á að setja reglur um þann glæsta hóp, sem veitir ýmsum fyrirtækjum og félagasamtökum þjónustu sem starfsmenn þeirra. Með lögunum var, eins og lög- mönnum er kunnugt, úrskurðar- vald í málefnum lögmanna fært frá stjórn LMFÍ til sérstakrar úrskurðar- nefndar lögmanna. Við það, að stjórnin hefur ekki lengur í sínum höndum þennan hluta agavaldsins, var orðið tímabært að hinn stóri hópur innanhússlögmanna ætti raunverulega aðild að stjórn félags- ins. Á aðalfundi 2000 var einn þeir- ra kjörinn í varastjórn félagsins og á aðalfundi 2001 í aðalstjórn. Geta má þess, að í sumum lönd- um, t.d. Svíþjóð, geta þeir einir orðið félagar í lögmannafélögum sem starfa sjálfstætt, innanhússlög- menn og fulltrúar eru þá ekki í fé- laginu. Í fleiri löndum hafa staðið deilur um stöðu slíkra launþega- lögmanna. Nefnt var fyrr, að fyrir- komulag laganna miðast fyrst og fremst við sjálfstætt starfandi lög- menn sem veita almenningi þjón- ustu. Þrátt fyrir þetta eru veigamik- il rök fyrir því, að innanhússlög- menn, og fulltrúar, séu einnig félagar í sama lögmannafélagi og sjálfstætt starfandi lögmenn. Rökin eru einkum smæð stéttarinnar. Hins verður að gæta, að sjálfstætt starfandi lögmenn hafa skyldum að gegna við skjólstæðinga sína, sem eru allt annars eðlis en þeirra lög- manna sem hafa bara einn skjól- stæðing, vinnuveitanda sinn. Brýnt er, að lögmenn allir geri sér grein fyrir þessum mun. 19. gr. lögmannalaga Í lögum 61/1942, og eins og þeim var síðar breytt, voru engin ákvæði um eignarhald á lögmannsstofum. Slík ákvæði voru ekki heldur í upphaflegu frumvarpi til lög- mannalaga. Sýnist það hafa stafað af þeirri grillu eins nefndarmanna, að slík ákvæði brytu gegn reglum félagaréttar, eða Evrópuréttar eða guð má vita hvaða réttar. Var þetta því undarlegra sem víðast hvar í Evrópu, auk annarra landa, eru ákvæði sem banna öðrum en lög- mönnum að eiga hlut í lögmanns- stofum. Stafar þetta af þeim brýnu og sérstöku trúnaðarskyldum, sem lögmenn bera gagnvart skjólstæð- ingum sínum, en benda verður á, að mikil umræða hefur verið víða um rýmkun lögmanna til samstarfs við aðrar starfsgreinar, svokallað „fjölgreinasamstarf“ (Multi-Dis- ciplinary Practices). Fyrir tilstuðlan Lögmannafélags- ins voru sett inn í frumvarpið í meðförum Alþingis ákvæði núver- andi 19. gr. laganna. Eru þau að 10 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.