Lögmannablaðið - 01.12.2001, Qupperneq 13

Lögmannablaðið - 01.12.2001, Qupperneq 13
Breytt starfsumhverfi kallar á nýja þekkingu.Starfsvettvangur margra lögfræðinga kallar áaukna þekkingu á viðskiptafræðum og fyrir- tækjaumhverfi. Þess vegna býður Háskólinn í Reykja- vík, í samstarfi við fagfélög lögfræðinga upp á heild- stætt 78 klst. rekstrarnám sem tekur til stjórnunar, fjár- mála, upplýsingatækni og markaðsmála. Námið hefst 8. janúar 2002 og skiptist í 5 hluta: I. hluti - Liðsheildin - 6 klst. Árangur fyrirtækja byggir oftar en ekki á áhrifaríkum liðsheildum sem starfa að markmiðum með samstilltu átaki. Markmiðið er að þátttakendur skilji betur sína eigin hæfileika og geti greint hverskonar samstarfsfólk þeir þurfa í lið sitt til að tryggja hæfni á sem breiðust- um vettvangi. Gerð verður grein fyrir; Liðstjórnunar- hjólinu, (TMS), sem er árangursríkt tæki til sjálfsskoð- unar og sjálfsmats. Tekið er sérstakt próf og farið sam- eiginlega yfir niðurstöður. II. hluti - Fjármál - 21 klst. Kynning á rekstrarhagfræði og fjármálafræði og þýð- ingu fræðanna í efnahags- og atvinnulífi. Farið verður í helstu hugtök svo sem kennitölur úr ársreikningi, túlkun þeirra og notkun, kennitölur á hlutabréfamark- aði, framboð og eftirspurn, hegðun neytenda á mark- aði svo og framleiðslu, kostnaðar og hagnaðarhlutföll. Einnig verður fjallað um fjármögnun fyrirtækja, fjár- hagsáætlanir og verðbréfaviðskipti. III. hluti – Upplýsingatækni - 18 klst. Farið verður yfir skilgreiningu á gagnagrunnum, sögu gagnasafnsfræðinnar og skoðað hvernig framtíð- in kann að líta út. Rætt verður um hagnýtingu rafrænna upplýsinga og notagildi gangagrunna á sviði lögfræð- innar á innlendum og erlendum vettvangi. IV. hluti - Stjórnun - 21 klst. Fjallað verður um um starfsmannastjórnun; ráðningar og starfsmannaval, eðli og orsakir frammistöðu í starfi, vinnuvilja, starfsánægju, hvatningu og lágmörkun starfsmannaveltu. Einnig verður fjallað um samninga- tækni, hæfni til miðlunar upplýsinga, skrif fréttatil- kynninga og framkomu í fjölmiðlum. Í þessum hluta er rík áhersla lögð á verklegar æfingar. V. hluti - Markaðurinn - 12 klst. Farið verður í hugmyndafræði markaðsfræðinnar, hlut- verk og mikilvægi í viðskiptaumhverfi nútímans og notagildi helstu hugtaka skoðuð. Einnig verður komið inn á þætti er varða samkeppnisumhverfi fyrirtækja, vörumerkjastjórnun og þjónustustjórnun. Í lok II. - V. hluta verða verkefni lögð fyrir þátttak- endur. Náminu lýkur með útskriftarathöfn þar sem þátttakendum verða afhent viðurkenningarskjöl. Smellu hér til að sjá stundaskrá. Umsóknarfrestur er til 17. desember 2001. Verð: 195.000 kr. Hægt er að nálgast umsóknareyðublað á netinu á slóðinni: www.ru.is/simennt/logfr_rekstrarnam.asp 13Lögmannablaðið Rekstar- og stjórnunarnám fyrir lögfræðinga hjá Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Lögfræðingafélag Íslands og Dómarafélag Íslands Þann 24. október síðastliðinn stóð félagsdeildfyrir námskeiðinu „Samskipti lögmanna ogtryggingafélaga“. Yfir 30 lögmenn sóttu námskeiðið en Birgir G. Magnússon, hdl. hjá VÍS fór yfir helstu atriði sem snúa að samskiptum lög- manna við tryggingafélög. Samskipti lögmanna og tryggingafélaga

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.