Lögmannablaðið - 01.12.2001, Page 16

Lögmannablaðið - 01.12.2001, Page 16
Þann 18. október s.l. stóðLögmannafélagið fyrir morg-unverðarfundi á Grand hótel, til að ræða áhrif aukinnar samkeppni í lagakennslu, en ný- lega kynnti Háskólinn í Reykjavík áform um að hefja lagakennslu, auk þess sem Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur sett á stofn sérstaka lögfræðideild innan skólans, þaðan sem hægt verður að ljúka BS gráðu í viðskiptalögfræði og stjórnun. Til að ræða hvaða áhrif þetta aukna framboð og um leið samkeppni kunni að hafa á lagakennslu, sam- setningu laganáms og starfssvið lögfræðinga hér á landi í framtíð- inni fékk félagið þá Þórð S. Gunn- arsson, hrl., frá Háskólanum í Reykjavík, Runólfur Ágústsson, hdl., rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst og Páll Hreinsson, prófess- or við lagadeild Háskóla Íslands til að halda framsögu og ræða þau sjónarmið sem uppi eru. Í framsögu sinni kynnti Þórður S. Gunnarsson áform Háskólans í Reykjavík um stofnun lagadeildar sem tæki til starfa haustið 2002, þar sem gert væri ráð fyrir 90 eininga námi til fyrstu háskólagráðu, þ.e. BA prófs og í framhaldi af því tveggja ára framhaldsnámi til meistaragráðu. Með þjónustusamn- ingi sem Háskólinn í Reykjavík hafi gert við menntamálaráðuneytið, um kennslu á háskólastigi, væri búið að tryggja fjárhagslegan grundvöll deildarinnar, en jafn- framt væri gert ráð fyrir að nem- endur greiddu skólagjöld, sem ætlað væri að tryggja enn frekar rekstrargrundvöll deildarinnar. Fram kom í máli Þórðar að við skipulagningu námsins yrði tekið mið af þörfum íslensks atvinnulífs fyrir lögfræðimenntaða stjórnendur og ráðgjafa, en deildin myndi jafn- framt mennta nemendur til hefð- bundinna lögfræðistarfa á sviði málflutnings og dómstarfa. Tók Þórður sérstaklega fram að Háskól- inn í Reykjavík myndi aldrei sætta sig við einkarétt kandídata frá laga- deild Háskóla Íslands að því er málflutningsréttindi varðar og taldi ástæðu til að endurskoða núgild- andi ákvæði laga um lögmenn og dómstóla til að gera þau hlutlaus að því er háskóla varðar. Jafnframt þyrfti að íhuga hvort ekki væri ástæða til að binda réttindi af þessu tagi við fyrsta háskólapróf í lögfræði eða viðskiptalögfræði frekar en kandídatspróf eða meistaragráðu eða sambærilega gráðu aðra. Taldi Þórður að gera mætti ráð fyrir því að stofnun nýrrar laga- deildar skapaði aukin tækifæri fyir þá sem vilja sinna lagakennslu, auk þess sem samkeppni um góða kennara og einnig góða nemendur myndi aukast. Aukin samkeppni kæmi einnig til með að endur- speglast í vaxandi rannsóknum á sviði lögfræði og bættri samkeppn- isstöðu lögfræðinga við aðrar stétt- ir, einkum gagnvart endurskoð- endum og viðskiptafræðingum Í því námi sem Háskólinn í Reykja- vík væri að setja á laggirnar yrði boðið uppá námsleiðir þar sem nemendum gefst kostur á að sam- tvinna lögfræði, viðskiptafræði, tölvunarfræði og aðrar greinar sem að gagni koma við störf í atvinnu- lífinu. Jafnframt yrði boðið uppá námsleiðir sem nefna mætti við- skiptalögfræði t.d. nám sambæri- legt við „cand.merc.-jur.“ nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmanna- höfn og nám í viðskiptalögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Taldi Þórður einsýnt að námsá- fangar t.d. frá lagadeild Háskóla Ís- lands eða lagadeild Viðskiptahá- skólans á Bifröst yrðu metnir til eininga við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Slíkt yrði þó væntanlega háð mati hverju sinni og þá eink- um horft til lýsingar á námsgrein og einingavægi einstakra greina. Þá mætti gera ráð fyrir að fyrsta há- skólapróf í öðrum greinum en lög- fræði t.d. í viðskiptafræði opnaði leið inn í meistaranám í lögfræði við lagadeild Háskólans í Reykja- vík og öfugt. Í máli Runólfs Ágústssonar, rektors Viðskiptaháskólans á Bif- röst, kom fram að hann fagnaði samkeppni í lagakennslu, enda kæmi slík samkeppni til með að bæta lagadeild Háskóla Íslands. Benti Runólfur á að hið hefð- bundna embættispróf væri í raun deyjandi fyrirbrigði, þar sem í dag væri háskólanám víðast hvar byggt á 3 ára BS eða BA námi og 2 ára mastersnámi í framhaldi af því. Það nám sem boðið væri upp á á Bif- röst væri byggt á þessum grunni og styddist bæði við evrópskar og 16 Lögmannablaðið . . .að Háskólinn í Reykja- vík myndi aldrei sætta sig við einkarétt kandídata frá lagadeild Háskóla Íslands að því er mál- flutningsréttindi varðar. . . Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri LMFÍ Morgunverðarfundur LMFÍ um aukna samkeppni í lagakennslu – áherslur og áhrif Ingimar Ingason

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.