Lögmannablaðið - 01.12.2001, Qupperneq 17
bandarískar fyrirmyndir. Uppbygg-
ing og samsetning hins hefð-
bundna laganáms hafi hins vegar
orðið til þess að lögfræðingar hafi
dottið úr stjórnunarstöðum. Hafi
hann og sjálfsagt fleiri sem ynnu á
vettvangi fjármálatengdrar lög-
fræði, þurft að nálgast þau fræði
með endurmenntun og sjálfs-
menntun.
Runólfur benti á að í þeirri um-
ræðu sem ætti sér stað um sam-
keppni í lagakennslu á háskólastigi
hefði Viðskiptaháskólinn á Bifröst
vissa sérstöðu, þar sem ekki væri
verið að útskrifa lögfræðinga held-
ur væri boðið upp á 3 ára BS nám,
þar sem áhersla væri lögð á að
mennta stjórnendur fyrir viðskipta-
lífið með áherslu á viðskiptalög-
fræði. Með því væri verið að mæta
þörfum atvinnulífsins og fylla í
eyður sem væru í þekkingu innan
fyrirtækja á sviði viðskiptalögfræði
og stjórnunar. Boðið væri upp á
þau réttarsvið sem lúta almennt að
rekstri fyrirtækja, svo sem rafræn
viðskipti, samningatækni, reglur
innri markaðar ESB, auk lobbýisma
og viðskiptasiðfræði, auk náms í
grunnþáttum hagfræði, stjórnunar
og reikningshalds með áherslu á
fjármál og alþjóðaviðskipti. Rekstr-
argrundvöllur skólans væri tryggð-
ur með verktakagreiðslum frá hinu
opinbera og skólagjöldum sem
nemendum væri gert að greiða, en
skólinn gæfi sig úr fyrir að vera lít-
ill góður og dýr háskóli með valinn
hóp vel launaðra kennara og
fræðimanna.
Páll Hreinsson, prófessor við
lagadeild Háskóla Íslands gerði
stuttlega grein fyrir þeim breyting-
um sem orðið hafa á laganámi frá
því Lagaskólinn tók til starfa árið
1908. Benti hann á að bæði hér á
landi og á hinum Norðurlöndunum
hafi hinn efnislegi kjarni laganáms-
ins lítið breyst, en hins vegar hafi
aðlögun að breyttu lagaumhverfi
endurspeglast í ýmsum nýjungum í
lagakennslu. Páll benti á að sam-
keppni í lagakennslu væri góð ef
hún skilaði betri nemendum út í
atvinnulífið. Hins vegar taldi Páll
að sú gagnrýni sem lagadeild hafi
orðið fyrir væri ómakleg og vísaði
m.a. í því sambandi til nýlegrar
greinar formanns LMFÍ í Morgun-
blaðinu, þar sem m.a. kæmi fram
að deildin hafi ekki undirbúið
laganema nægilega fyrir þarfir at-
vinnulífsins og að skilningur lög-
fræðinga þaðan sé takmarkaður á
klukkuverki viðskipta, skattamála
og bókhalds, sem háði bæði lög-
mönnum og dómurum í störfum
þeirra. Benti Páll á að umtalsverð-
ar breytingar hafi átt sér stað á
laganáminu síðustu ár og mætti
þannig nefna að í boði væri nám í
53 kjörgreinum á 4. og 5. ári, m.a.
í nýjum greinum sem breyttar kröf-
ur atvinnulífsins kölluðu á. Tók
hann sem dæmi kauphallarrétt,
reglur um rafbréf og önnur við-
skiptabréf, verðbréfamarkaðsrétt,
fjölmiðlarétt og og upplýsinga-
tæknirétt. Jafnframt stæði laganem-
um sem áhuga hefðu á viðskipta-
lögfræði til boða að taka 30 ein-
inga fjármálanám við viðskipta- og
hagfræðideild í stað kjörgreina eða
greinar í lagadeildum erlendra há-
skóla á grundvelli stúdentaskipta á
vegum Erasmus og Nordplus. Aðr-
ir möguleikar væru nemendum
einnig opnir, t.d. að stunda nám
tvö misseri við lagadeildir annarra
háskóla, auk þess sem meta mætti
próf frá öðrum lagadeildum að
ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Páll benti á að auk breytinga á
eiginlegu laganámi færðist í vöxt
hjá nágrannalöndum okkar að lög-
fræði væri kennd sem hluti af öðru
námi. Þannig lærðu t.d. búfræðing-
ar í Danmörku mikið í stjórnsýslu-
rétti þar sem bændur, sem ekki
kunna á styrkjakerfið og þurfa að
sækja um allar mögulegar undan-
þágur, eigi erfitt uppdráttar. Hins
vegar væri grundvallarmunur á því
að kenna lögfræði sem hluta af
öðru námi og því að útskrifa lög-
fræðinga og ef fleiri en Háskóli
Íslands færu að bjóða lögfræðinám
þyrfti að svara ýmsum álitamálum.
Þannig þyrfti að svara því hvað
læra þurfi mikið í lögfræði þannig
að réttlætanlegt sé gagnvart al-
menningi (neytendum) að hlutað-
eigandi geti kallað sig lögfræðing,
án þess að villa á sér heimildir og
því hvaða lágmarks námsefni
menn þurfi að að læra og standast
próf í, til að geta útskrifast með
embættispróf í lögfræði. Ef framan-
greindum spurningum yrði ekki
svarað á skynsamlegan hátt af þar
til bærum yfirvöldum, væri hætt
við því að niðurstaðan yrði gengis-
17Lögmannablaðið
. . . taldi Páll að sú
gagnrýni sem lagadeild
hafi orðið fyrir væri
ómakleg. . .
Það nám sem boðið væri
upp á á Bifröst styddist
bæði við evrópskar og
bandarískar fyrirmyndir.
Þórður S. Gunnarsson hrl., Páll Hreinsson prófessor, Runólfur Ágústsson
rektor og Ásgeir Thoroddsen hrl., form. LMFÍ sitja fyrir svörum.