Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 4
4 1 / 2 0 0 3
FRÁ RITSTJÓRN
VORBOÐINN LJÚFI í lífi lögmannsins er
að sjálfsögðu aðalfundur félagsins, haldinn
síðari hluta marsmánaðar. Eða er það
kannski árshátíðin sem haldin er um svipað
leyti? Báðar þessar árlegu samkundur eru
mikilvægar þó með misjöfnum hætti sé.
Lögmannablaðið styður að sjálfsögðu sitj-
andi formann sem gefur kost á sér annað
kjörtímabil. Tekið er undir það sem fram
kemur í pistli hans að eitt ár er stuttur tími
fyrir stjórn sem setja vill mark sitt á félagið
og þróun þess. Formaðurinn nefnir tvö
atriði öðrum fremur sem stjórnin vill vinna
að. Endurmenntun lögmanna og rétt al-
mennings til lögmannsþjónustu. Bæði þessi
atriði eru góðra gjalda verð og mikilvægt að
félagsmenn taki þátt í að móta stefnu. Það
gerist meðal annars á aðalfundi félagsins.
Það er líka skylda stjórnar að leita eftir
skoðunum félagsmanna þar fyrir utan. Eina
mikilvæga ábendingu er að finna í grein
Hilmars Gunnlaugssonar hdl. Notkun fjar-
fundabúnaðar hlýtur að vera ein lykilfor-
senda fyrir því að endurmenntun verði gerð
að skyldu. Getum við jafnvel átt fjarfunda-
samskipti við útlönd og aukið þar með enn
fjölbreytni í laganámi á Íslandi? Endur-
menntun er sjálfsagður hluti af þeim gæða-
kröfum sem lögmenn gera til sín. Endur-
menntunarskylda er hins vegar vandmeð-
farin. Er þar með gæðastjórnun tryggð? Því
ber að fagna að formaður félagsins vill eiga
frumkvæði að umræðu um þetta mál og
skorað er á lögmenn að láta það til sín taka.
Meðal annars er Lögmannablaðið kjörinn
vettvangur þeirrar umræðu. Einnig eru
fundir félagsins, um nýmæli í löggjöfinni,
mikilsverðir eins og sá sem haldinn var í
janúar um fjármálafyrirtæki og greint er frá
í blaðinu. Varðandi aðgang almennings að
lögmönnum eru athyglisverðar þær upp-
lýsingar sem fram koma í blaðinu um stór-
aukna aðsókn á Lögmannavaktina. Þær
styrkja það markmið formannsins að taka
til umfjöllunar á vettvangi félagsins rétt
allra til lögmannsþjónustu.
Í þessu fyrsta tölublaði ársins er vakin
sérstök athygli á réttarstöðu útlendinga á
Íslandi og er tilefnið ný lög þar um. Georg
Kr. Lárusson, forstjóri Útlendingastofn-
unar, og Hilmar Magnússon hdl. fjalla um
þessi mál, frá sitthvoru sjónarhorninu.
Georg bendir á að útlendingaréttur er ekki
kenndur hér á landi, þar er eitt endurmennt-
unarverkefnið komið. Hann bendir líka á þá
staðreynd að á Íslandi er orðið til fjölþjóð-
legt samfélag. Hafa ber í huga að allir
þegnar samfélagsins, hverrar þjóðar sem
þeir eru, kunna að hafa þörf fyrir þjónustu
lögmanns. Hilmar bendir á rúmar vald-
heimildir stjórnvalda í þessum málaflokki
sem geti jafnvel verið ósamrýmanlegar
stjórnarskránni. Hann telur einnig æskilegt,
með tilliti til réttaröryggis, að úrskurðir
Útlendingastofnunar verði birtir. Sú stefna
hefur verið mörkuð af stjórnvöldum að
stjórnvaldsúrskurðir skuli almennt birtir án
endurgjalds á netinu (www.rettarheim-
ild.is). Allar undantekningar frá henni
verður að rökstyðja vel þótt í mörgum til-
vikum verði að gæta persónuverndar.
Lögmannablaðið treystir því að félags-
menn geri sér grein fyrir hinu ötula starfi
sem ritstjórn þess vinnur með dyggri aðstoð
starfsmanna LMFÍ. Björn Bergsson hrl.,
fyrrum ritstjóri og ritnefndarmaður, hefur
verið þar lengst allra í forystu og gegnt
veigamiklu hlutverki. Hann hefur nú
ákveðið að yfirgefa búðir ritstjórnarinnar.
Lögmannablaðið þakkar Birni samfylgdina
og störf hans öll. Sem betur fer er hann þó
enn almennur félagsmaður í LMFÍ og mun
væntanlega sem slíkur, líkt og aðrir félags-
menn, keppast við að senda blaðinu stuttar
greinar um áhugaverð málefni.
Þórður Bogason ritstjóri.