Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 12
1 / 2 0 0 3 Í LOK síðasta árs samþykkti Alþingi ný lög umfjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sem er heildar- löggjöf yfir starfsemi viðskiptabanka, sparisjóða, lánafyrirtækja, rafeyris- og verðbréfafyrirtækja, verðbréfamiðlana og rekstrarfélaga verðbréfa- sjóða, en áður höfðu fjölmörg sérlög gilt um þessa starfsemi. Þann 23. janúar sl. hélt LMFÍ, ásamt Félagi lögfræðinga fjármálafyrirtækja, morgunverðar- fund um inntak og þýðingu þessara nýju laga á íslenskt fjármálaumhverfi. Framsögumenn voru þeir Guðjón Rúnarsson hdl, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, og Hrafn- kell Óskarsson deildarsérfræðingur í Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Guðjón Rúnarsson sagði að hin nýju lög væru fyrir margra hluta sakir merkileg. Lögin væru einn lagabálkur í stað margra áður, í þeim væru skýrari refsiákvæði, víðari starfsheimildir rekstrarfélaga verðbréfasjóða, samrunaferli félaga væri ein- faldað, sjálfstæði Fjármálaeftirlitsins væri aukið og þau framsækin í alþjóðlegu tilliti. Markmið bankalaganefndar hefði verið að samræma lög um fjármálafyrirtæki og gera þau einföld og skýr. Lögin ættu að tryggja öryggi og trúverðugleika í starfsemi fjármálafyritækja og samkeppnishæfni fjármálamarkaðar almennt. Guðjón taldi að nefnd- inni hefði tekist að mestu að ná þessum mark- miðum sínum. Sá möguleiki var skoðaður af bankalaganefnd að fella lög um tryggingastarfsemi einnig undir lög um fjármálafyrirtæki en niðurstaðan var að sú fæðing þyrfti lengri meðgöngu. Ljóst væri þó að félög í tryggingastarfsemi féllu sannarlega vel undir yfirheitið fjármálafyrirtæki sem nú hefur verið formlega lögfest. Að óbreyttu væri hins vegar mikilvægt að ráðuneytið tryggði sem best samræmi milli laga um fjármálafyrirtæki og laga um vátryggingastarfsemi. Hrafnkell Óskarsson sagði að með nýju lög- unum hafi verið tekin út ýmis boð og bönn sem voru börn síns tíma. Með nýju lögunum myndu fjármálafyrirtækin því lúta sömu leikreglum og annar atvinnurekstur, eftir því sem mögulegt væri. Hrafnkell vakti athygli á því að þótt nýju lögin sameinuðu nokkra lagabálka giltu áfram ýmis sér- lög um markaðinn og benti á að í sjálfu sér mætti deila um hvað teldist til starfsemi á fjármálamark- aði og skilgreiningu á fjármálafyrirtæki, t.d. hvort rétt væri að flokka starfsemi vátryggingafélaga eða lífeyrissjóða þar undir. Sá kafli laganna sem hefur fengið hvað mesta athygli fjallar um hert skilyrði um virka eignar- hluti í sparisjóðum. Ávallt hafa gilt sérreglur um eigendaskipti á stofnfjárhlutum í sparisjóðum, enda er hér um að ræða réttindi sérstaks eðlis. Smám saman hefur þó verið opnað fyrir viðskipti með þessi réttindi en eldri reglur um þetta voru almennt túlkaðar svo að eigendaskipti af hvaða ástæðu sem er færu aðeins fram á endurmetnu stofnverði; stofnfjárhlutir væru ekki framseljan- legir á yfirverði; enda má ráða af lögskýringar- gögnum að sú hafi ekki verið ætlun löggjafans. Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins í máli “fimm- menninganna” svokölluðu sl. sumar breytti þessu og því var skerpt á meginreglu laganna um dreifða eignaraðild með því að setja skilyrði fyrir því að einstakir aðilar gætu öðlast virkan eignarhlut (10% stofnfjár eða meira). Í stuttu máli sagt kemur myndun slíks virks eignarhlutar aðeins til greina ef um er að ræða nauðsynlegan þátt í fjár- Frummælendur fundarins ásamt fundarstjóra. F.v. Hrafnkell Óskarsson, Aðalsteinn E. Jónasson og Guðjón Rúnarsson. Morgunverðarfundur um fjármálafyrirtæki 12

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.