Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 24
Námskeið fyrir lögmenn á vorönn 24 1 / 2 0 0 3 ÞANN 5. mars sl. fóru lögmenn í Hús-stjórnarskóla Reykjavíkur, Sólvalla- götu 12, á námskeið í ítalskri matargerð sem listakokkar La Primavera héldu fyrir félagsmenn LMFÍ. Mikil aðsókn var að námskeiðinu sem heppnaðist mjög vel og er fyrirhugað að halda annað innan skamms. Meistarar La Primavera kenna listina að elda! Að lokum var sest að snæðingi. Leifur Kolbeinsson kokkur með sýnikennslu. Ívar Bragason þjónn hellir víni í glös. Einbeitning skín úr hverju andliti. Greiðslustöðvun og nauðasamningar Fjallað verður um öll stig greiðslustöðvunar og nauðasamninga, allt frá skilyrðum heimildar til greiðslustöðvunar, réttaráhrifum og lokum greiðslu- stöðvunar. Einnig verður fjallað um nauðasamninga, almennn ákvæði og réttaráhrif þeirra. Þá verður fjallað um heimild til að leita nauðasamninga og fleira því tengt. Leiðbeinandi: Kristinn Bjarnason hrl. Staður: Háskólinn í Reykjavík. Tími: 7.-9. apríl. Verð: kr. 21.000 Frekari upplýsingar veitir: Þór Clausen Sími: 510 6288 thorc@ru.is Skiptastjórn þrotabúa Fjallað verður um ferlið við skipti þrotabúa, allt frá skyldum skiptastjóra til endanlegra skipta og skýrslu skiptastjóra. Leiðbeinandi: Auglýstur síðar Staður: Háskólinn í Reykjavík Tími: 10. apríl 2003. Verð: kr. 18.000 Frekari upplýsingar veitir: Þór Clausen Sími: 510 6288 thorc@ru.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.