Lögmannablaðið - 01.03.2003, Side 14

Lögmannablaðið - 01.03.2003, Side 14
14 1 / 2 0 0 3 TÍMINN líður hratt á gervihnattaöld, sunguPálmi, Eiríkur og Helga í Bergen, sællar minningar. Í þann tíð ætluðum við, og reyndar oft síðan, að sigra Evróvisjón. Nú sættumst við á að lagið okkar sé ekki stolið, en erum ekki alveg viss. Enda þótt lögmenn vilji veg laganna sem mestan eiga þau lög sem lögmenn fjalla mest um ekkert erindi í söngvakeppni, þar eiga annarskonar lög að ráða. En tíminn líður enn hratt. Þessi pistill er sá fjórði sem ég skrifa í Lögmannablaðið sem formaður og sá síðasti á starfsári þeirrar stjórnar sem nú situr. Ég vonast hins vegar til þess að fá tækifæri til þess að skrifa fleiri formannspistla í blaðið, gef með öðrum orðum kost á mér til formennsku félagsins að nýju. Eitt ár er nefnilega skelfing skammur tími á gervi- hnattaöld og fráleitt nægur til þess að koma því í verk innan stjórnar Lögmannafélagsins sem hugurinn stendur til. Drjúgur hluti tíma stjórnar fer í afgreiðslur alls kyns erinda, sem ekki verður komist hjá að afgreiða, en varða aðra en þá sem þær snúast um sjaldnast miklu. Þá ber stjórninni, samkvæmt samþykktum félagsins að koma fram fyrir þess hönd. Undir þann lið í störfum stjórnar fellur ýmislegt, en það sem varðar mestu eru sam- skipti við dómsmálaráðuneyti, dómstólaráð og dómarafélagið, m. a. með reglulegum fundum. Á þessum fundum er vitaskuld leitast við að halda fram hagsmunum félagsmanna, auk þess sem má verða til þess að stuðla að framþróun réttarins og réttaröryggis eins og kveðið er á um í tilgangsákvæði samþykkta félagsins. Stjórn félagsins heldur líka uppi erlendum samskiptum fyrir þess hönd. Þar skipta mestu samskipti okkar við systurfélög annars staðar á Norður- löndunum og starf okkar innan CCBE. Föst verkefni stjórnar eru því all mikil vöxtum og væri í sjálfu sér hægt að láta við það sitja að sinna þeim einum. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það væri ekki mjög gefandi að taka þátt í starfi stjórnar, sem ekki vildi eiga frumkvæði að einhverju sem hún telur mega til framfara horfa. Í fyrri pistlum hef ég haldið því fram að lögmenn eigi að vera íhaldssamir og ekki breyta breytinganna vegna eða taka ákvarðanir byggðar á dægursveiflum þjóðmálaumræðunnar. En íhalds- semin má ekki koma í veg fyrir að menn haldi vöku sinni. Í upphafi þess stjórnarárs sem senn er liðið, var ákveðið að huga sérstaklega að tveimur málefnum sem varða félagsmenn og skjólstæð- inga þeirra miklu. Annars vegar end- urmenntun lögmanna og hins því sem á enskri tungu hefur verið kallað access to justice, sem er í raun spurn- ingin um rétt almennings til lög- mannsþjónustu. Hugtakið hljómar vel á ensku og gælir við sjálfsmynd lögmanna; réttlætið sjálft sé samtvinnað tilveru þeirra. Þessi verkefni eru bæði stærri en svo að afgreidd verði í skyndingu. Hins vegar hefur talsverð undirbúningsvinna farið fram um hvorttveggja. Félagið hefur viðað að sér upplýsingum um það hver þróun og staða endurmenntunar lög- manna sé í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Tvímælalaust virðist að þró- unin sé í átt til endurmenntunarskyldu. Ég hygg að óumdeilt sé að allir hafi gott af upprifjun fræðanna öðru hverju. Endurmenntun er líka mikilsvert ímyndarmál fyrir lögmenn. Stjórn félagsins telur mikilsvert að félagið eigi sjálft frumkvæði að því að koma á reglum um skyldu félagsmanna til endurmenntunar og mun því leggja til við aðalfund félagsins að stjórn verði falinn undirbúningur þess að koma slíkri skyldu á. Með því yrði væntanlega tryggt að félagið réði einhverju um það með hvaða hætti mætti fullnægja slíkri skyldu. Eigi félagið ekki frum- kvæðið sjálft, kynnu aðrir að taka frumkvæðið af því og koma slíkri skyldu á og ákveða inntak hennar, hvort sem Lögmannafélaginu eða félagsmönnum þess líkar betur eða verr. P I S T I L L F O R M A N N S : Gunnar Jónsson hrl.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.