Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 18
18 UM SÍÐUSTU áramót tóku gildi nýlög um útlendinga nr. 96/2002 og í janúar sl. reglugerð nr. 53/2003 sem sett er á grundvelli þeirra laga. Með gildistöku nýrra laga um útlendinga má segja að veruleg breyt- ing hafi orðið á réttarstöðu útlendinga hér á landi við komu þeirra, dvöl og brottför. Lögin marka stjórnsýslunni skýrari reglur og heimildir allt til sam- ræmis við þá réttarþróun er orðið hefur á undanförnum áratugum. Reglugerðin, líkt og lögin, hefur að geyma ýmsar reglur sem bæta og skýra réttarstöðu útlendinga til mikilla muna frá eldri reglum. Þannig er í reglugerðinni að finna ákvæði um málsmeðferð, t.d. leyfis- og hælisum- sókn svo og atriði sem snúa að skyldu til að kalla til túlk og talsmann, en eldri reglur höfðu fá eða engin ákvæði um slík atriði. Réttarstaðan á þessu sviði er því til mikilla muna skýrari en áður. Það verður ekki litið framhjá þeirri staðreynd að á Íslandi er orðið til fjölþjóðlegt samfélag og sú þróun heldur áfram. Fjöldi erlendra og íslenskra ríkisborgara, sem eru af erlendu bergi brotnir, er hlutfallslega sambærilegur og jafnvel hærri hér en í nærliggjandi löndum þar sem samfélögin eru talin fjölþjóðleg. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að hlutfall erlendra ríkisborgara af heildar- íbúafjölda er nú rétt tæp 4%, en hlutfall þeirra sem fæddir eru erlendis er 6,6%. Þessar stærð- ir eru mjög sambærilegar við önnur Evrópuríki. Þróunin hér hefur átt sér stað á fáum árum og á mun skemmri tíma en í nágrannalöndum okkar. Það má því segja að í þessum mála- flokki séum við enn þó nokkuð á eftir nágrönnum okkar og á það við um flest öll svið mála- flokksins, bæði þá þætti er kunna að teljast jákvæðir og neikvæðir. Útlendingar búsettir á Íslandi eiga sér ekki ýkja marga talsmenn. Engu að síður eru þeir samt nokkrir og sumir hverjir býsna háværir. Það kann að vera spurning hvort þeir talsmenn útlendinga sem mest verður vart við séu í raun þeir réttu til að gæta hags- muna þeirra og lífsgæða. Þjóðfélagsumræða um útlendinga- mál er afar skammt á veg komin hér á landi. Flestir Íslendingar hafa skoðun á þessum málum, en virðast af ein- hverjum ástæðum ekki vilja láta hana opinberlega í ljós, hver svo sem ástæðan er. Þegar betur er að gáð vakna óneitan- lega grunsemdir um að vankunnátta á mála- flokknum ráði þar nokkru um. Lögmenn og lög- fræðingar hafa almennt litla sem enga þekkingu á útlendingarétti. Útlendingaréttur er fræðigrein sem ekki er kennd hér á landi, (ekki einu sinni við Háskólann í Reykjavík), en hefur hins vegar verið kennd við lagadeildir nágrannalanda okkar um langt árabil. Þessi staðreynd breytir þó ekki því að lögmenn geta auðveldlega sett sig inn í þennan málaflokk ef þeir kæra sig um. Útlendingastofnun starfar mjög náið með öðrum útlendingastofnunum á Norðurlöndum. Án þess að hafa nokkra tölfræði til að styðjast við er engu að síður óhætt að fullyrða að aðkoma lögmanna að málum útlendinga sem eru til meðferðar þar er mun meiri en tíðkast hér á landi. Eitt af þeim nýmælum sem lög nr. 96/2002 fela í sér og ætlað er að tryggja réttarstöðu útlendinga eru ákvæði í 34. gr. laganna um skipun talsmanns við meðferð mála fyrir dómi og við meðferð tiltekinna mála á stjórnsýslustigi. Óhætt er að fullyrða að nauðsynlegt er að 1 / 2 0 0 3 Útlendingar á Íslandi Hagsmunir þeirra gagnvart stjórnvöldum og aðkoma lögmanna að þeim málum Georg Kr. Lárusson forstjóri Útlendingastofnunar Fjöldi erlendra og íslenskra ríkisborgara, sem eru af erlendu bergi brotnir, er hlutfalls- lega sambærilegur og jafnvel hærri hér en í nærliggjandi löndum þar sem samfélögin eru talin fjölþjóðleg.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.