Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 21
21L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
ÞANN 1. janúar síðastliðinn tóku ígildi ný lög um útlendinga, nr.
96/2002, og féllu þá úr gildi lög nr.
45/1965 með síðari breytingum. Ný
löggjöf um þetta efni var sannarlega
tímabær enda hafa orðið miklar breyt-
ingar á alþjóðlegum vettvangi á síð-
ustu árum og eldri löggjöf orðin ófull-
komin. Þar hafa aðallega komið til
breytingar á „innri-landamærum“
hinna svokölluðu Schengen-ríkja og
því að flóttamenn sækja í æ ríkari mæli
til Evrópu í leit að hæli.
Við meðferð málsins á Alþingi
komu fram margar athugasemdir við
frumvarpið. Sumar þeirra náðu fram að ganga og
aðrar ekki. Til dæmis var ekki tekið tillit til
athugasemda sem varða hinar rúmu heimildir ráð-
herra til að setja reglur um fjölmörg atriði sem
ættu að koma fram í lögunum að mati greinarhöf-
undar. Mikilvægt er að lögin kveði á um atriði
sem útlendingum er ætlað að fullnægja til að
hljóta nánar tilgreind réttindi en ekki setja slíkar
reglur með reglugerð. Hin viðamikla reglugerð,
nr. 53/2003, hefur hins vegar verið gefin út með
stoð í lögunum og að mati greinarhöfundar getur
það verið ósamrýmanlegt 2. mgr. 66. gr. stjórnar-
skrárinnar að hafa þennan háttinn á varðandi sum
atriði hennar. Þar má t.d. nefna atriði þar sem
kveðið er á um rétt útlendinga
til að koma til landsins, dvelj-
ast hér og hverjar séu brottvís-
unarástæður. Þá er og
gagnrýniverð sú tilhögun, sem
fram kemur í reglugerð, að
Útlendingastofnun sé ætlað að
setja nánari reglur um ýmsa
framkvæmd reglugerðarinnar,
sem kunna að vera óaðgengi-
legar.
Í eldri lögum var einungis
eitt ákvæði er tók til hælisleit-
enda en það var í 4. mgr. 10. gr.
laganna og kvað á um bann við
að vísa þeim úr landi, sem óskuðu
eftir hæli, teldist framburðurinn
sennilegur. Landamæraverðir áttu að
meta það en þetta ákvæði hefur nú
blessunarlega verið fellt niður. Kæmi
ekki til brottvísunar tók Útlendinga-
eftirlit við málinu og úrskurðaði um
það hvort veita ætti hæli eður ei.
Úrskurði var svo hægt að skjóta til
Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.
Engin ákvæði voru um réttaraðstoð.
Með nýjum lögum eru mun ítar-
legri ákvæði um flóttamenn og þá sem
óska hælis sbr. VII. kafli laganna. Er
flóttamaður sá útlendingur sem fellur
undir A-lið 1.gr. alþjóðasamnings um
stöðu flóttamanna frá 28. júlí 1951 sbr. viðauka
við samninginn frá 31. janúar 1967.
Í 11. gr laganna er kveðið á um veitingu dval-
arleyfis af mannúðarástæðum eða vegna sérstakra
tengsla útlendings við landið. Þetta er nýmæli í
útlendingalöggjöfinni hér en þó hafa stjórnvöld á
grundvelli óljósrar venju veitt dvalarleyfi í örfá
skipti með vísan til aðstæðna sem kenna má við
mannúð. Hafa slíkar leyfisveitingar verið tilvilj-
anakenndar og ekki alltaf vel skilgreindar eða rök-
studdar.
Þess má geta að í úrlausnum Útlendingastofn-
unar (áður Útlendingaeftirlitsins) hefur nær und-
antekningalaust verið tekin
afstaða til veitingu dvalarleyfis
af mannúðarástæðum hafi skil-
yrðum um hæli ekki verið talin
fullnægt. Gríðarlegur munur
kann að vera á þessum tveimur
úrræðum þar sem flótta-
mönnum er tryggð ákveðin
lágmarksréttindi skv. flótta-
mannasamningnum eða öðrum
þjóðréttarsamningum um
flóttamenn sbr. 47. gr. laganna
meðan hinum eru ekki tryggð
slík réttindi. Því er mikilvægt
að hælisleitendum séu veittar
sem gleggstar upplýsingar um
Hælisleitendur – réttaraðstoð
Hilmar
Magnússon
hdl.
Sumar þeirra náðu fram
að ganga og aðrar
ekki. Til dæmis var ekki
tekið tillit til athuga-
semda sem varða hinar
rúmu heimildir ráðherra
til að setja reglur um fjöl-
mörg atriði sem ættu að
koma fram í lögunum að
mati greinarhöfundar.