Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 22
þau réttarúrræði sem til staðar eru og þeim veitt lögfræðileg aðstoð strax í upphafi máls en ekki einungis við kæruferlið. Í lögunum er sérstaklega kveðið á um ákveðna lágmarksréttaraðstoð sem að mati greinarhöf- undar nær of skammt. Í eldri lögum voru engin slík ákvæði en í kjölfar þess að straumur flótta- fólks til Íslands jókst eftir 1998 var gerður samn- ingur milli Rauða kross Íslands og Dóms- og kirkjumálaráðurneytisins um lágmarksaðstoð sem eingöngu tók til kæru á synjunarúrskurðum Útlendingaeftirlits til ráðuneytisins. Samkvæmt nýju lögunum á útlendingur rétt á slíkri aðstoð við kæru til ráðuneytis hafi umsókn hans um hæli verið hafnað, en ekki hafi honum verið veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Eins og áður sagði er mikill munur á þessu tvennu og hafa hælisleitendur mikla hagsmuni af því að geta notið aðstoðar talsmanns við kærumeðferð án þess að þurfa greiða fyrir það sjálfir sbr. 25. gr. laganna, sem fæstir geta eðli málsins samkvæmt. Engin sérstök ákvæði eru um réttaraðstoð vegna barna. Vandamál tengd hælisbeiðnum barna eru vaxandi í Evrópu þó það hafi ekki enn komið upp hér á landi nema í tengslum við beiðnir frá fjölskyldum. Í 89. gr. reglugerðar nr. 53/2003 er gert ráð fyrir að fulltrúi barnaverndaryfirvalda sé við- staddur viðtal við barn en telja verður að í þessum tilfellum sé nauðsyn lögfræðilegrar aðstoðar vegna kröfu um þekkingu viðkomandi á alþjóða- samningum um börn og flóttamenn og öðrum þeim lögum og reglum sem á kann að reyna við meðferð málsins. Þannig tryggja nýju lögin, að mati greinarhöf- undar, hvorki slíka aðstoð í upphafi máls, t.d. við skýrslutökur, né að andmælarétti sé komið við vegna hugsanlegra viðurlaga verði ekki fallist á beiðni hælisleitanda. Þá skal á það bent að þegar skipa skal útlend- ingi talsmann, sbr. 2. mgr. 34. gr. laganna, vegna umsóknar um hæli þarf hann ekki að vera úr hópi lögmanna. Er það rökstutt með þeim hætti að við meðferð mála fyrir stjórnsýslu þyki það ekki nauðsynlegt. Slíkur rökstuðningur er að mati greinarhöfundar rýr þar sem mikilverð réttindi eru í húfi sem snerta mörg svið lögfræðinnar. Þótt þau séu í upphafi rekin á stjórnsýslustigi á það ekki að valda því að minni kröfur séu gerðar til kunnáttu talsmanna, t.d. í lögum. Þá kunna þessi mál að koma síðar til kasta dómstóla. Þau viðurlög sem jafnan er beitt er brottvísun úr landi ásamt endurkomubanni. Auk þess er við- komandi aðili skráður í Schengen-upplýsinga- kerfið sem veldur því að hann telst óæskilegur á landssvæðum allra Schengen-ríkjanna, oftast nær tímabundið í þrjú ár. Þessum viðurlögum hefur að mati greinarhöf- undar verið beitt í mun ríkari mæli en nauðsynlegt má telja auk þess sem þeim hefur nær undantekn- ingalaust verið beitt í þeim tilfellum þar sem ekki er tekið efnislega á hælisbeiðnum vegna ákvæða svokallaðs Dyflinnar-samnings, sbr. umfjöllun hér síðar, eða reglum norræna vegabréfaeftirlitssamn- ingsins. Það er mjög umdeilanlegt hvort beita eigi hæl- isbeiðendum svo alvarlegum viðurlögum þegar óvíst er hvort þeim verði veitt hæli sem flótta- mönnum af viðtökuríki eða ekki. Hefur þá við- tökuríkið mun betri og fyllri forsendur til að kveða á um slík viðurlög. Skömmu eftir að Schengen-samningurinn tók gildi á Íslandi, þann 25. mars 2001, gerðumst við aðilar að Dyflinnar-samningnum, er tók gildi þann 1. apríl 2001. Með þeim samningi Evrópusam- bandsríkjanna, sem er frá 15. júní 1990, eru lagðar línurnar um það hvaða ríki beri ábyrgð á umsókn um hæli þegar fleiri en eitt ríki koma til greina. Tilgangurinn er aðallega tvíþættur, annars vegar að tryggja að hælisbeiðendur séu ekki sendir milli landa (non-refoulment), án þess að fá efnislega niðurstöðu í málum sínum, og hins vegar að flóttamenn geti ekki ferðast milli landa og lagt fram umsóknir í öllum þeim ríkjum sem þeim þóknast. Í lögunum er ekki gert ráð fyrir réttaraðstoð við meðferð máls þar sem getur reynt á endursend- ingar vegna ákvæða samningsins en vissulega geta hælisleitendur haft ákveðnar ástæður fyrir því að sækja ekki um hæli í fyrsta griðlandi. Eftir að Ísland gerðist aðili að Schengen-samn- ingnum jókst flóttamannastraumurinn til landsins verulega. Fram að því höfðu að jafnaði 4 til 5 aðilar sótt um hæli árlega. Á árinu 1999 sóttu 17 um hæli, árið 2000 voru þeir orðnir 24, árið 2001 sóttu 52 um hæli og á árinu 2002 sóttu 117 um hæli. Þróunin hér á landi hefur verið sú að mun fleiri hælisleitendur hverfa af landi brott eða draga umsóknir sínar til baka væntanlega vegna vit- neskju um mögulega endursendingu á grundvelli Dyflinnar-samningsins og tilheyrandi viðurlaga án raunverulegrar efnismeðferðar. Þannig drógu 1 / 2 0 0 322

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.