Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 26
26 1 / 2 0 0 3 Námskeið fyrir lögmenn á vorönn Árshátíð LMFÍ Laugardagskvöldið 22. mars verður hin árlega árshátið félagsins og er búist við mikilli þátttöku eins og síðustu ár. Heimateiti lögmanna verða um borg og bæ og hefjast kl. 17:30. Heiðursgestur að þessu sinni verður Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, en Valborg Snævarr verður veislustjóri. Skemmtiatriði verða í höndum Jóhannesar Kristjánssonar sem mun væntanlega gera „alvarlega“ úttekt á lands- málum eins og honum einum er lagið. Steindór Andersen, sem hlaut menningarverðlaun DV á dögunum ásamt Sigur rós og Hilmari Hilmars- syni, mun svo kveða rímur. Ein vinsælasta hljómsveit landsins um þessar mundir, Í svört- um fötum, mun leika fyrir dansi. Þess má geta að hún fékk titilinn „besta ballhljómsveit árs- ins“ fyrir stuttu svo allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Námskeið vorannar Félagsdeild stendur fyrir 12 námskeiðum á vormánuðum og hefur skráning á þau verið mjög góð. Auk faglegra námskeiða var brugðið út af vananum og boðið upp á námskeið í ítalskri matargerð, golfi og flugukasti. Ítalska matargerðarnámskeiðið var haldið 5. mars sl. og sló rækilega í gegn en meistarar La Primavera sáu um kennsluna. Ákveðið hefur verið að bæta a.m.k. einu námskeiði við. Auk þessara námskeiða hafa eftirtalin námskeið verði haldin: Undirbún- ingur hluthafafunda og fundarstjórn, lög um fjöleignarhús (Stríð og friður í fjöleignarhúsum) en samkeppnis- réttarnámskeið sem vera átti 13. mars sl. var frestað. Í febrúar voru haldin tvö stutt tölvunámskeið, annars vegar upp- rifjun í word og tölvupósti og hins vegar í excel. Þessi námskeið voru ætluð fyrir þá sem eru vanir að nota forritin en vildu skerpa á þekkingu sinni. Óhætt er að full- yrða að vel hafi tekist til og flestir þátttakendur fóru heim margs vísari. Þau námskeið sem á eftir að halda eru: Stofun félaga – reglur og hagnýt atriði 25. mars, Vitna- og aðilaskýrslur fyrir dómi 3. apríl, Áfrýjun og flutningur einkamáls fyrir Hæsta- rétti 6. maí og golfnámskeið sem verður í maí. Lögmenn eru hvattir til að hafa samband við undirritaða ef þeir hafa einhverjar sérstakar óskir varðandi námskeið. LMFÍ er sem fyrr í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Þar er boðið upp á rekstrar- og stjórnunarnám auk styttri námskeiða: Greiðslu- stöðvun og nauðasamningar 7.-9. apríl, Skipta- stjórn þrotabúa 10. apríl og Skipti á dánarbúum 24. til 26. mars. Lokið er námskeiðum í Evrópu- rétti og Höfundarrétti og hugverkasamningum. Fréttir frá félagsdeild Eyrún Ingadóttir Skipti á dánarbúum Fjallað verður um ferlið við skipti dánarbúa, allt frá skyldum skiptastjóra til endanlegra skipta og skýrslu skiptastjóra. Leiðbeinendur: Steinunn Guðbjartsdóttir hdl., Eyrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri í sifja- og skipta- deild hjá Sýslumanninum í Reykjavík, Kristján Gunnar Valdimarsson, lögfræðingur hjá Búnaðar- bankanum Verðbréfum Staður: Háskólinn í Reykjavík. Tími: 24. til 26. mars 2003. Verð: kr. 24.000 Frekari upplýsingar veitir: Þór Clausen sími: 510 6288 thorc@ru.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.