Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 16
16 FYRIR stuttu barst mér í hendurútreikningur á rekstrarkostnaði meðal einyrkja í lögmennsku. Mikið var ég feginn, því mér hefur þótt vanta faglega umræðu um rekstur lögmanns- stofa, hvað teljist eðlilegt og hvað ekki. Þegar ég stofnaði lögmannsstofu, ásamt þremur öðrum lögmönnum árið 1998, þá hefði ég viljað hafa aðgang að gögnum sem þessum, reynslusögum annarra sem hefði getað stýrt okkur félögunum þar sem þess þurfti. Þessi útreikningur féll ekki alveg að mínum rekstri en er afar gagnlegur sem viðmið. Regula - lögmannsstofa. Húsavík - Egilsstaðir - Höfn. Einyrkjarekstur höfðar ekki til mín þó ég hafi verið slíkur í nokkur ár. Því er ég afar spenntur fyrir hinni nýju lögmannsstofu sem undirritaður hefur stofnað ásamt Sigríði Kristinsdóttur á Höfn og Berglindi Svavarsdóttur á Húsavík. Rekstur lögmannsstofu með fjóra lögfræðinga á þremur stöðum, þar sem minnsta fjarlægð er 240 km á milli starfsstöðva, er spennandi og krefjandi verk- efni. Starfsemin hjá okkur hófst 03.03.03 og með aðstoð nýjustu upplýsingatækni tekst okkur að sameina þessar þrjár skrifstofur sem eina. Sameig- inlegt tölvukerfi (Terminal Client) og sameiginleg símstöð (Centrex) gera það að verkum að fyrir- tækið er með eitt stórt hjarta. Með því vonumst við til að komast hjá þeim ókostum sem fylgja rekstri í dreifbýli en nýta kosti þess. Námskeið til að öðlast réttindi sem héraðsdóms- lögmaður. Það eru þó ekki allir sem nýta tæknina til fulls. Hjá mér hefur starfað lögfræðingur sem vill verða héraðsdómslög- maður. Á Austurlandi voru þau reyndar fjögur í sömu sporum, þ.e. nýlega útskrifaðir lögfræð- ingar sem vildu fá réttindin. Ég hélt að það yrði nú auðsótt að sækja námið héðan, annað hvort með því að losna við mætingaskyldu eða með notkun fjar- fundarbúnaðar. Sjálfur hef ég sótt heilsársnám með þessum hætti og starfsfólk mitt hefur numið rekstrar- fræði og fasteignasölu með báðum þessum aðferðum. En lögmennskan skal vera öðruvísi. Ég verð að nota þetta tækifæri og lýsa yfir depurð minni á þeirri staðreynd að uppsetn- ing starfstengds náms skuli vera með slíkum hætti á upplýsingaöld að ill- mögulegt er fyrir þá sem búa utan 2 klst. akstursradíusar frá Reykjavík að sækja námið. Því skal þó haldið til haga að nefndin breytti uppsetningu námsins til þess að koma til móts við þarfir landsbyggðarfólksins en betur má ef duga skal. Rökin gegn því að notast við fjar- fundarbúnað voru þau hversu dýrt það væri að setja hann upp í þeirri kennslustofu sem nota ætti! Ég er e.t.v. að einfalda hlutina um of en var ekki hægt að notast við aðra kennslustofu með þessum búnaði? Mér skilst að uppsetning námskeiðsins sé í sífelldri endurskoðun og vil því skora á þá sem þessu stýra að gæta jafnræðis. Aðgangur að fræðunum. Einn ókosta þess að stunda starfsemina á Egils- stöðum er skortur á lögfræðilegu bókasafni. Sem betur fer fyrir okkur lögmenn, og þá ekki síst fyrir okkur sem í dreifbýlinu erum, hefur internetvæð- ingin breytt aðstöðunni verulega. Aðgangur að gagnasöfnum hefur gjörbreytt starfseminni á þeim stutta tíma sem ég hef verið í lögmennsku. Sem dæmi má nefna aðgang að UfR og Karnov sem eru gagnlegir grunnar eins og íslenskir lög- menn vita. Fyrir nokkrum mánuðum kom upp sú hug- mynd að LMFÍ fengi aðgang að UfR og Karnov, og lögmenn félagsins gætu síðan komið á bókasafnið og notað aðganginn að vild. Mjög góð hugmynd. En góðar hugmyndir mega ekki skekkja samkeppnisstöðu okkar lögmanna og því skora 1 / 2 0 0 3 Rekstur lögmannsstofu á landsbyggðinni. Hilmar Gunnlaugsson hdl. Við hljótum að sjá fram á frekari þróun í stækkunarátt lögmanns- stofa á næstu árum. Að mínu mati skiptir þar miklu að okkur verði gert kleift að ná fjármagni inn í reksturinn.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.