Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 8
Árshátíð Margir bíða spenntir eftir að vita hvort barátta kynjanna haldi áfram frá síðustu árshátíð en árshátíðarnefnd þorði ekki fyrir sitt litla líf að hafa aftur karl sem veislustjóra, nema ást ráði. Heyrst hefur að ákveðnir lögmenn séu enn í hefndarhug síðan í fyrra en aðrir hlakki til af sömu ástæðu. Svo er aldrei að vita hvað finnst í anddyrinu. Gróa Groa@leiti.is 8 Af félagsmönnum eru 503 (490) karlar, þar af eru 198 (194) hæstaréttarlögmenn. 299 (295) karlar eru sjálfstætt starfandi og 41 (41) starfar sem fulltrúi sjálfstætt starfandi lögmanna. 128 (120) karlar starfa hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum, þar af 46 (52) hjá ríki eða sveitarfé- lögum og 82 (68) hjá fyrirtækjum eða félagasam- tökum. 1 / 2 0 0 3 Sjálfstætt starfandi 60% Fulltrúar 8% Fyrirtæki & félagasamtök 14% Ríki og sveitarfélög 11% Hættir störfum 7% Sjálfstætt starfandi 38% Fulltrúar 19% Fyrirtæki & félagasamtök 21% Ríki og sveitarfélög 22% Hættir störfum 0% Lögmannsstofa skrifstofuherbergi til leigu Á skrifstofu minni að Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði er laust skrifstofuherbergi til útleigu. Góð aðstaða á vel búinni skrifstofu með aðgangi að símavörslu/ritara og innan- húss-tölvuneti með IL+ o.fl. Bjarni Lárusson hdl. Sími: 565 3222 Fax: 565 3244 Netfang: bla@isgatt.is Skipting (%) karla innan LMFÍ eftir því hvar þeir starfa. Af félagsmönnum eru 126 (115) konur, þar af eru 14 (14) hæstaréttarlögmenn. 45 (44) konur eru sjálfstætt starfandi og 27 (22) konur eru fulltrúar sjálfstætt starfandi lögmanna. 54 (49) konur starfa hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum, þar af 25 (25) hjá ríki eða sveitarfélögum og 29 hjá fyrir- tækjum og félagasamtökum (þar af 14 (13) hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum). Skipting (%) kvenna innan LMFÍ eftir því hvar þær starfa.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.