Lögmannablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 16
16 I. GUÐMUNDARBIKARINN & ÓLA AXELS-BIKARINN. Fyrsta golfmót sumarsins á vegum golf- nefndar LMFÍ var minningarmót um Guð- mund Markússon hrl. og Ólaf Axelsson hrl. Mótið var haldið á Hvaleyrarvelli í Hafnar- firði 23. maí sl. og tóku 33 keppendur þátt sem mun vera met. Mótshöldurum til mikillar ánægju voru faðir og sonur Guðmundar Markússonar meðal keppenda; þeir Markús Guðmundsson, fyrrverandi skipstjóri, og Davíð Guðmundsson, lögfræðingur hjá Deloitte & Touche. Úrslit urðu eftirfarandi: A. Í keppni um Guðmundarbikarinn (án forgjafar): 1. Björgvin Þorsteinsson hrl., 73 högg 2. Peter Möllerup lögmaður, 79 högg 3. Rúnar Guðmundsson hdl., 83 högg Bernhard Bogason hdl., 83 högg B. Í keppni um Óla Axels bikarinn (punktakeppni með forgjöf): 1. Karl Ó. Karlsson hdl., 35 punktar (betra skor á seinni 9 holum) 2. Björgvin Þorsteinsson hrl., 35 punktar 3. Rúnar Guðmundsson hdl., 34 punktar 3 / 2 0 0 3 ÚRSLIT GOLFMÓTA LÖGMANNA SUMARIÐ 2003 Fyrsta golfmót sumarsins var haldið til minningar um Ólaf Axelsson hrl., og Guðmund Markússon hrl. F.v. Davíð Guðmundsson lögfræðingur, Karl Ó. Karlsson hdl., Markús Guðmundsson frv. skip- stjóri, Rúnar Guðmundsson hdl., og Björgvin Þorsteins- son hrl. Þessar myndir tók sérlegur hirðljósmyndari golfklúbbs LMFÍ, Helgi Bragason hdl., á Opna Lundamótinu í Vestmannaeyjum í sumar. Veður var einstakt og völlurinn frábær en Íslandsmót í golfi var í Eyjum nokkrum dögum fyrir mót. Hér er lokahollið slá inná 18. grín, ef vel er skoðað má sjá bolta lenda í vatninu, þegar þetta er skrifað er ekki vitað hver á það högg.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.