Lögmannablaðið - 01.10.2006, Síða 14

Lögmannablaðið - 01.10.2006, Síða 14
 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2006 kom að verðmæti þess „pro bono“ framlags sem öll útibú Morgan Lewis inna af hendi sé metið á um 10 millj- ónir dollara á ári. Þetta samsvarar því að hver eigandi leggi fram um eina og hálfa milljón íslenskra króna árlega í þessu skyni. Í heimsókn okkar til San Francisco Bar Association síðar um dag- inn kom fram að vissulega væri erf- iðara að fá stærri lögmannsstofurnar til að vinna „pro bono“ vinnu en þær smærri en jafnframt upplýstu lögmenn Morgan Lewis að talsverð pressa væri á að fá lögmenn stærri stofanna til að taka að sér slík verkefni, svo sem varnir í dauðarefsingamálum. Slíku verkefni fylgir mikil vinna enda tekur iðulega mörg ár að fylgja dauðarefsingamáli eftir á þeim mörgu dómsstigum sem málið fer gegnum áður en yfir lýkur og kostnaður getur verið um tvær millj- ónir dollara. Greinarhöfundur, Erla S. Árnadóttir, ásamt Jóhannesi Albert Sævarssyni og Ingimar Ingasyni. Einnig sést í Gísla M. Auðbergsson. Gestgjafar hjá Morgan Lewis: f.v. Caryn S. Schreiber, James N. Penrod og Joan M. Haratani. Í samtali við Joan M. Haratani og reyndar einnig í samtali við starfs- mann San Francisco Bar Association síðar um daginn kom fram að talsvert brottfall væri af yngri lögmönnum úr stéttinni, sér í lagi meðal kvenna, og að félagið stæði fyrir námskeiðum þar sem tekið væri fyrir hvernig samræma mætti vinnu og einkalíf. Við tókum eftir því að fundarher- bergin á þeirri hæð húsakynna stof- unnar sem hýsir móttökuna voru að öllu leyti stúkuð af frá ganginum með gleri þannig að fundarmenn blöstu við hverjum þeim sem leið átti hjá. Að sögn Joan er talið heppilegt að hafa þetta fyrirkomulag en fyrir nokkrum árum kom fyrir að einhver fundarmað- ur hóf að skjóta af byssu á nærstadda inni í fundarherbergi. Við höfðum einnig tekið eftir því að í anddyri húss- ins var þess vandlega gætt að enginn

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.