Lögmannablaðið - 01.03.2007, Síða 16

Lögmannablaðið - 01.03.2007, Síða 16
1 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2007 að rekstrarkostnaður lögmannsstofa er mjög misjafn og mestur á stóru stof- unum sem eru í fyrirtækjaráðgjöf. Hlutfall útseldra tíma Spurt var í könnuninni hvert hlutfall útseldra tíma væri af heildarvinnu- stundum. 26% lögmanna telur það að jafnaði vera 80-100% en 37% teljur hlutfallið vera 60-80%. Aðrir nefna lægra hlutfall. Það mætti ætla að yngri lögmenn gætu að jafnaði selt út færri tíma en reynslumeiri lögmenn þar sem þeir þyrftu að lesa sig meira til og það væri tími sem þeir gætu ekki rukkað skjólstæðinga fyrir. Það kemur hins vegar í ljós að þeir lögmenn sem eru með minni starfsreynslu telja sig selja út fleiri tíma en þeir sem lengri starfs- reynslu hafa. Það er einnig áhugavert að sjá að konur telja sig selja út fleiri tíma en karlar. Hagsmunatengd þóknun 41% lögmanna taka hagsmunatengda þóknun í einhverjum málaflokkum en í könnuninni voru innheimtur undanskildar. Eldri lögmenn og þeir sem hafa yfir 20 ára starfsreynslu eru greinilega meira í því að taka hags- munatengda þóknun heldur en yngri lögmenn. Helstu málaflokkar sem lög- menn taka hagsmunatengda þóknun í eru bótamál og fasteignaviðskipti. Markaðssetning og sérhæfing Minni hluti lögmanna markaðssetur sig eða lögmannsstofu sína gagnvart ákveðnum markhópum. Yngri lög- menn með minni starfsreynslu huga mun meira að markaðssetningu enda má draga þá ályktun að þeir séu síður komnir með fastan hóp viðskiptavina en þeir sem eru eldri og reynslumeiri. Á meðan 60% þeirra sem eru með innan við fimm ára starfsreynslu markaðs- setja sig gera það einungis 24% þeirra sem eru með yfir 20 ára starfsreynslu. Könnunin sýnir að meiri hluti lög- manna sérhæfir sig í ákveðnum mála- flokkum, eða 66%. 82% kvenna sér- hæfa sig en 50% karla en þær stunda einnig meiri markaðssetningu. Vinnutími lögmanna Helmingur lögmanna á lögmannsstof- um vinnur 40 til 50 tíma vinnuviku en þrír af hverjum tíu vinna meira en 50 tíma á viku. Lögmenn sem eru yngri en 50 ára og fleiri karlar en konur vinna mikið. Lögmenn sem eru 60 ára eða eldri skera sig úr þar sem þeir eru greinilega margir hverjir byrjaðir að draga talsvert úr vinnu. Um það bil níu af tíu lögmönnum yngri en 40 ára vinna meira en 40 tíma á viku. Aldursdreifing og starfs- aldur Fjórir af hverjum tíu lögmönnum eru á aldrinum 25-39 ára og tæplega þrír af hverjum tíu eru 40-49 ára. Konurnar Þóknun lögmanna 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% Yfir 20 ára starfsreynsla 10-20 ára starfsreynsla 5-10 ára starfsreynsla Innan við 5 ára starfsreynsla 60 ára eða eldri 50-59 ára 40-49 ára 25-39 ára Karlar Konur Allir lögmenn 6.000-7.900 8.000-9.900 10.000-13.900 14.000-17.900 18.000-21.900 yfir 22.000 Annað 5 Hlutfall útseldra tíma 0% 20% 40% 60% 80% 100% Yfir 20 ára starfsreynsla 10-20 ára starfsreynsla 5-10 ára starfsreynsla Innan við 5 ára starfsreynsla 60 ára eða eldri 50-59 ára 40-49 ára 25-39 ára Karlar Konur Allir lögmenn minna en 50% 50-60% 60%-80% 80%-100% Hagsmunatengd þóknun 41% lögmanna taka hagsmunatengda þóknun í einhverjum málaflokkum en í könnuninni voru innheimtur undanskildar. Eldri lögmenn og þeir sem hafa yfir 20 ára starfsreynslu eru greinilega meira í því að taka hagsmunatengda þóknun heldur en yngri lögmenn. Helstu málaflokkar sem lögmenn taka hagsmunatengda þóknun í eru bótamál og fasteignaviðskipti. Markaðssetning og sérhæfing Minni hluti lögmanna markaðssetur sig eða lögmannsstofu sína gagnvart ákveðnum markhópum. Yngri lögmenn með minni starfsreynslu huga mun meira að markaðssetningu enda má draga þá ályktun að þeir séu síður komnir með fastan hóp viðskiptavina en þeir sem eru eldri og reynslumeiri. Á meðan 60% þeirra sem eru með innan við fimm ára starfsreynslu markaðssetja sig gerir einungis 24% þeirra sem eru með yfir 20 ára starfsreynslu. Könnunin sýnir að meiri hluti lögmanna sérhæfir sig í ákveðnum málaflokkum, eða 66%. 82% kvenna sérhæfa sig en 50% karla en þær stunda einnig meiri markaðssetningu. Helmingur lögmanna vinnur 40 til 50 tíma á viku.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.