Lögmannablaðið - 01.03.2007, Side 18

Lögmannablaðið - 01.03.2007, Side 18
1 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2007 7 Aldursdreifing og starfsaldur Fjórir af hverjum tíu lögmönnum eru á aldrinum 25-39 ára og tæplega þrír af hverjum tíu eru 40-49 ára. Konurnar eru mun yngri en rúmur helmingur þeirra eru undir fertugu á meðan þriðjungur karla er á þeim aldri. Mjög fáar konur eru aftur á móti í aldurshópnum 60 ára og eldri. Aldursdreifingin endurspeglast einnig í starfsaldri lögmanna. Nálægt helmingur svarenda er með 10 ára eða styttri starfsaldur og nálægt þrír af hverjum 10 yfir 20 ára starfsreynslu. Starfsaldur kvennanna er einnig styttri en karlanna. Þetta endur speglar fjölgun kvenna sem lokið hafa laganámi. Á árunum 2001 til 2005 útskrifuðust svo dæmis é tekið 210 lögfræðingar með embættistpróf frá Háskóla Íslands. Af þeim voru 113 konur eða 53,8%. Konur voru 23,3% þeirra sem svöruðu könnuninni en það hlutfall svarar til hlutfalls kvenna í LMFÍ. Aldur lögmanna 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 25-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60 ára eða eldri Karlar Konur Allir lögmenn Kannanir sænsku og norskru lögmannafélaganna Samsvarandi kannanir hafa verið gerðar með nokkurra ára millibili í Noregi og Svíþjóð en þær eru þó mun ítarlegri en könnun Lögmannablaðsins. Þar er einnig spurt um heildarveltu lögmannsstofa, kostnað, námskeiðssókn lögmanna, tölvuvæðingu, samkeppni og fleira. Samkvæmt sænskri lögmannakönnun frá 2003 er þriðjungur lögmanna einyrkjar og næstum helmingur allra sænskra lögmanna starfar á mjög litlum lögmannstofum þar sem eru í mesta lagi þrír lögmenn. Nokkru fleiri starfa hins vegar á stóru stofunum með tíu eða fleiri lögmenn en á svokölluðum meðalstórum stofum. Þetta er í meginatriðum ekki Fáar stórar stofur en eð mjög marga lögmenn í Noregi Könnun af þessu tagi var gerð í Noregi 2004 og endurtekin 2006. Þrjár af hverjum fjórum lögman sstofum eru reknar sem einstaklingsfyrirtæki og þar starfar þriðjungur lögmanna. Tveir þriðju þessara stofa hefur sameiginlegt skrifstofuhald (regnhlíf ) með öðrum. en hjá lögmönnum sem veittu aðallega einstaklingum þjónustu sem skýrist af hærra verði útseldrar vinnu í fyr- irtækjaþjónustu. Meðalverð útseldra tíma var 1.060 norskar krónur án virð- isaukaskatts. Verðið er mismunandi eftir landshlutum og stærð fyrirtækja. Erlendir viðskiptavinir greiða einnig að jafnaði hærra gjald. Hlutfall kvenna meðal lögmanna í Noregi er 27%. Helmingur þeirra eru fulltrúar en aðeins 12% meðeigend- ur. Meðalaldur þeirra lögmanna sem svöruðu könnuninni var rúmlega 45 ár hjá körlum og 39 ár hjá konum. Norskir lögmenn vinna að meðaltali 42 klst. á viku, karlar meira en konur. Fjórðungur karla vinnur meira en 50 klst. á viku og einn af hverjum tíu meira en 53 klst. Samsvarandi tölur fyrir konur eru 44 klst. og 49 klst. Hlutfall útseldra tíma er hærra í stóru fyrirtækjunum, allt að 75% á stofum með 50 lögmenn, en 60% hjá einyrkj- um sem getur skýrst af því að þeir þurfi frekar að sjá um skrifstofuvinnuna. Aðeins 3% norskra lögmannsstofa eru með tíu eða fleiri lögmönnum en þar starfa hins vegar meira en 40% allra norskra lögmanna. Þróunin mun vera svipuð að þessu leyti í Danmörku. Árið 2005 voru meðaltekj r allra lög- manna og fulltrúa 948.600 norskar krónur. Lögmaður í fyrirtækjaþjónustu hafði að meðaltali 1.146.000 norskar krónur í árstekjur sem var 67% hærra

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.