Lögmannablaðið - 01.03.2007, Síða 25
LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2007 > 2
Af Merði lögmanni
Mörður er í mikilli andlegri krísu um þessar mundir eins og aðrir framsóknarmenn. Hann er nefnilega búinn
að finna það út að hann er illa haldinn af margvíslegum sjúkdómum og þar af eru sumir banvænir.
Til að mynda finnst Merði brennivín gott en það telst sjúkdómur. Mörður er einnig vel yfir kjörþyngd og því
offitusjúklingur. Merði finnst auk þess gaman að horfa á berrassaðar stelpur og telst því klámfíkill. Sá sjúk-
dómur er að vísu í rénum með aldrinum og auknu náttúruleysi. Þá er Mörður mikill spilasjúklingur. Hann
á miða í öllum stóru happdrættunum, spilar í getraunum og lottói. Hann á það líka til að henda klinki í
spilakassa í eigu Rauða krossins og Háskóla Íslands sem mun vera merki þess að sjúkdómurinn sé á lokastigi.
Mörður er hins vegar laus við þann sjúkdóm sem er nánast orðinn að faraldri og kallast kaupæði enda virðist
sá sjúkdómur eingöngu leggjast á kvenfólk.
Merði finnst hann mæta verulegu skilningsleysi í samfélaginu vegna veikinda sinna og finnst stjórnvöld gera
lítið sem ekkert til að hefta útbreiðslu á þessum sjúkdómum og gott ef það er ekki þeim að kenna að fólk eins
og Mörður sýkist. Nú hefur Mörður hins vegar ákveðið að skera upp herör gegn þessum veikindum sem herja
á hann og annan landslýð og leggur fram tillögur um hvernig koma má alfarið í veg fyrir útbreiðslu þeirra.
Jafnframt skorar Mörður á eitthvað af þessum nýju stjórnmálahreyfingum sem bjóða fram til kosninga í vor
að gera þessi nýju baráttumál hans að sínum.
Til að byrja með þarf að banna sölu á öllu áfengi (það sjá allir árangurinn af því að banna fíkniefni) og taka
upp skömmtun sem nemur því magni sem heilsugúrúar telja hollt. Svo þarf að setja kvóta á matarinnkaup
hvers og eins og banna allan óhollan mat. Mildari leið í byrjun væri að allir fengju sendan dagsskammt af
mat frá Lýðheilsustofnun sem greiddur væri af skattfé. Það myndi líka jafna kjör fólksins í landinu sem að
mati Marðar er löngu tímabært.
Auðvelt er að koma í veg fyrir spilasjúkdóminn með því að banna einfaldlega alla spilakassa, fjárhættuspil og
veðmál. Til að afnema ekki alveg hagnaðarvon meðaljóna eins og Marðar væri hægt að hafa eitt ríkishapp-
drætti og mætti hver þegn, kominn á fjárræðisaldur, eiga einn miða. Með því væri komið í veg fyrir að börn og
unglingar ánetjuðust spilafíkn. Þetta gæti hins vegar leitt til þess að fleiri færu að gambla á hlutbréfamarkaði-
num en þar sem það telst víst ekki sjúkdómur hefur Mörður ekki miklar áhyggjur.
Kaupæðið má síðan laga með því að setja kvóta á öll innkaup og banna allt framsal á honum. Í byrjun, og
til að milda áhrif sjúkdómsmeðferðarinnar, gæti verið upplagt að banna útsölur en við slíkar aðstæður blossar
sjúkdómurinn upp, verður bráðsmitandi og kaupæðið gjörsamlega stjórnlaust.
Klámsjúkdómurinn er erfiðastur viðureignar en hann er algengastur hjá körlum. Hann virðist ná hámarki
á unglingsárum en fjara smátt og smátt út með aldrinum, án þess að sérstakrar meðferðar sé þörf. Ekki eru
allir sammála um að þetta sé sjúkdómur því sumar kerlingar telja þetta alvarlegan ofbeldisglæp gegn konum.
Lausnin gæti því verið að setja alla klámfíkla í fangelsi þar til sjúkdómseinkennin eru horfin. Enda hljóta
allir að sjá að það er glæpur að kaupa klámblað og verulega óheilbrigt að hafa gaman að slíku efni.
Gangi þetta eftir sér Mörður fyrir sér yndislegt samfélag. Leyfilegt verður að drekka eitt vínglas með matnum
sem þykir hollt. Allir neyta sömu fæðu sem er nákvæmlega útpæld eftir nýjustu hollustusjónarmiðum og þannig
hverfur allt matarsukk og ofneysla. Þetta mun einnig hafa í för með sér þau jákvæðu hliðaráhrif að nánast
allt einelti mun hverfa. Bruðl með peninga verður ekki lengur mögulegt og ójöfnuður minnkar því verulega.
Enginn lætur hvarfla að sér að hugsa um klám og nákvæmar reglur um samlífi, hvað má sjást og ekki, hvað
má gera og ekki, verða settar. Mörður telur þessar tillögur svo nauðsynlegar að rétt væri að setja þær í stjórnar-
skrána ásamt því að kveða á um að jafnt kynjahlutfall skuli vera í stétt grunnskólakennara og hjúkrunar-
fræðinga.