Lögmannablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 26
2 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2007
Þjónustuviðskipti
innan Evrópska
Efnahagssvæðisins
Stærsti hluti þeirra starfa sem unnin
eru í EES löndunum, þ.m.t. á
Íslandi, telst til þjónustuviðskipta.
Þjónustuviðskipti nema þó einungis
um 20% af þeim viðskiptum sem eiga
sér stað á milli landa EES. Ástæðan er
sú að þjónustufyrirtæki mæta hindr-
unum í öðrum aðildarríkjum, sér í
lagi í formi skilyrðisbindinga og leyf-
isveitinga af hálfu þess ríkis þar sem
fyrirtækin hyggjast bjóða þjónustu.
Til þess að bæta þessa stöðu var, eftir
mikla þrautagöngu, tilskipun nr.
123/2006/EC um þjónustu samþykkt
innan Evrópusambandsins. Hér á eftir
verður farið yfir helstu meginreglur til-
skipunarinnar eins og hún lítur út í
dag og skoðað hvernig hún getur varð-
að lögmannsþjónustu hér á landi.
Gildissvið þjónustu-
tilskipunarinnar
Tilskipunin gildir almennt um þjón-
ustu sem veitt er af aðilum með stað-
festu í aðildarríki og tekur bæði til
þjónustu við viðskiptalífið og neyt-
endur, þar á meðal lögfræðiþjónustu,
skatta- og fasteignaráðgjöf. Sú þjón-
usta sem ekki er sérstaklega undanskil-
in gildissviði tilskipunarinnar fellur
undir hana, en undanskilin er m.a.
þjónusta í almannaþágu sem ekki er
rekin í hagnaðarskyni, fjármálaþjón-
usta, rafræn fjarskiptaþjónusta, þjón-
usta á sviði samgangna, starfsmanna-
leigur, heilbrigðis- og félagsleg þjón-
usta. Þjónustutilskipunin inniheldur
almennar reglur enda er tekið fram í
henni að ef í evrópusambandslöggjöf-
inni séu ákvæði sem fjalli um aðgengi
eða framkvæmd þjónustu í ákveðn-
um geirum, gangi sú löggjöf framar
beri ákvæðum ekki saman. Ber hér að
nefna að sérstakar evrópureglur eru í
gildi um lögmenn, sjá hér á eftir.
Einföldun stjórnsýslu
Í tilskipuninni er fjallað um aðgerð-
ir aðildarríkjanna til þess að auðvelda
aðgengi þjónustuaðila frá öðru aðild-
arríki. Þar kemur m.a. fram að stjórn-
völdum beri að yfirfara löggjöf sína
til þess að einfalda verklagsreglur og
formsatriði. Aðildarríki skulu sjá til þess
að ákveðnar upplýsingar séu aðgengi-
legar bæði seljendum og kaupendum
þjónustunnar, einkum verklagsreglur
og formsatriði sem þjónustuveitendur
þurfa að uppfylla. Þá ber stjórnvöld-
um að sjá til þess að þjónustuveitanda
sé mögulegt að ganga frá öllum forms-
atriðum á einum og sama stað.
Upplýsingar um verð
Seljendum þjónustu ber að hafa til-
teknar lágmarksupplýsingar um sig
og þá þjónustu sem þeir hyggjast veita
aðgengilegar. Þá ber að tryggja greið-
an aðgang þjónustukaupenda að upp-
lýsingum um aðgengi og framkvæmd
þjónustunnar í öðrum aðildarríkjum.
Nefna má að í þjónustutilskipuninni
er tekið fram að þjónustuveitandi þurfi
að framvísa upplýsingum um verð
fyrir þjónustuna (grein 22, f-liður) að
öðrum kosti er skylt að kynna þá aðferð
sem notuð er við verðútreikning.
Stjórnsýsluleg samvinna
Kveðið er á um stjórnsýslulega sam-
vinnu og upplýsingaflæði milli þeirra
stofnana aðildarríkjanna sem ábyrgar
eru fyrir eftirfylgni með innleiðingu
tilskipunarinnar. Eru þær stofnanir
skyldugar til samvinnu, upplýsinga-
miðlunar og gagnkvæmrar aðstoðar.
Frelsi veitanda þjónustu
til að staðfesta sig í öðru
aðildarríki
Reglur um veitingu leyfis fyrir stað-
festu eru endurbættar og ástæður sem
heimila að sérstakrar leyfisveitingar sé
þörf, eru takmarkaðar að mun, auk
þess sem að umrædd leyfisveiting þarf
að vera nauðsynleg og ferlið hvorki
fela í sér mismunun né ganga lengra
en nauðsyn krefur.
Í gildi er tilskipun 98/5/EB „um að
auðvelda lögmönnum að starfa til fram-
búðar í öðru aðildarríki en þar sem þeir
hlutu starfsmenntun sína og hæfi“ og
er tilgangur hennar m.a. sá að auð-
velda lögmönnum að fá starfsheiti í
gistiaðildarríkinu. Til eru fjölmargir
dómar Evrópudómstólsins sem lúta að
þessu, sbr. t.d. dóm í máli C-193/05.
Sigrún H. Kristjánsdóttir,
lögfræðingur Evrópuskrifstofu Samtaka atvinnulífsins
i Brussel
Þjónustutilskipunin og
áhrif hennar á lögmenn