Lögmannablaðið - 01.03.2007, Síða 30
30 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2007
Námskeið til öflunar réttinda til að vera héraðs
dómslögmaður stendur yfir og er þetta í áttunda
sinn sem slíkt námskeið er haldið. Alls eru 49
þátttakendur skráðir á námskeiðið í ár, þar af 18,
sem ekki luku námskeiðinu á síðasta ári með full
nægjandi hætti.
Ný prófnefnd samkvæmt 7. gr. lögmannalaga
nr. 77/1998, tók til starfa í byrjun ársins, en
hana skipa Þorsteinn Davíðsson, aðstoðarmað
ur dómsmálaráðherra, skipaður af ráðherra án
tilnefningar, Ingveldur Einarsdóttir, héraðs
dómari, ti lnefnd af Dómarafélagi Íslands, og
Þórunn Guðmundsdóttir, hrl., ti lnefnd af Lög
mannafélagi Íslands. Varamenn eru Guðrún
Margrét Baldursdóttir, lögfræðingur, Sigrún
Guðmundsdóttur, héraðsdómari, og Stefán Geir
Þórisson, hrl.
Fyrir ti lstil l i Lögmannafélags Íslands hefur verið
gerð breyting á reglugerð nr. 1095/2005 um próf
ti l að öðlast réttindi ti l að vera héraðsdóms
lögmaður, þar sem gert er ráð fyrir að þátttakandi
sem ekki stenst einstök próf, geti sótt um það til
prófnefndar að endurtaka þau einu sinni. Þessi
breyting felur í sér mikið hagræði fyrir þátttak
endur sem ekki ná að ljúka prófum þar sem þeir
þurfa ekki lengur að bíða í heilt ár eftir því að fá
að endurtaka prófin.
Lögmanna-
námskeið
Talsvert er um að kennarar á
námskeiðinu skipti þátttakendum
upp í hópa og leggi fyrir þá
raunhæf verkefni. Hér sjást nokkrir
þátttakendur í slíku starfi.
Suðurlandsbraut 24 • gutenberg.is • Sími 545 4400