Lögmannablaðið - 01.03.2007, Síða 30

Lögmannablaðið - 01.03.2007, Síða 30
30 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2007 Námskeið til öflunar réttinda til að vera héraðs­ dómslögmaður stendur yfir og er þetta í áttunda sinn sem slíkt námskeið er haldið. Alls eru 49 þátttakendur skráðir á námskeiðið í ár, þar af 18, sem ekki luku námskeiðinu á síðasta ári með full­ nægjandi hætti. Ný prófnefnd samkvæmt 7. gr. lögmannalaga nr. 77/1998, tók til starfa í byrjun ársins, en hana skipa Þorsteinn Davíðsson, aðstoðarmað­ ur dómsmálaráðherra, skipaður af ráðherra án tilnefningar, Ingveldur Einarsdóttir, héraðs­ dómari, ti lnefnd af Dómarafélagi Íslands, og Þórunn Guðmundsdóttir, hrl., ti lnefnd af Lög­ mannafélagi Íslands. Varamenn eru Guðrún Margrét Baldursdóttir, lögfræðingur, Sigrún Guðmundsdóttur, héraðsdómari, og Stefán Geir Þórisson, hrl. Fyrir ti lstil l i Lögmannafélags Íslands hefur verið gerð breyting á reglugerð nr. 1095/2005 um próf ti l að öðlast réttindi ti l að vera héraðsdóms­ lögmaður, þar sem gert er ráð fyrir að þátttakandi sem ekki stenst einstök próf, geti sótt um það til prófnefndar að endurtaka þau einu sinni. Þessi breyting felur í sér mikið hagræði fyrir þátttak­ endur sem ekki ná að ljúka prófum þar sem þeir þurfa ekki lengur að bíða í heilt ár eftir því að fá að endurtaka prófin. Lögmanna- námskeið Talsvert er um að kennarar á námskeiðinu skipti þátttakendum upp í hópa og leggi fyrir þá raunhæf verkefni. Hér sjást nokkrir þátttakendur í slíku starfi. Suðurlandsbraut 24 • gutenberg.is • Sími 545 4400

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.