Lögmannablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 11
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 > 11 Mjög alvarleg þróun á sér stað á Íslandi nú um stundir varðandi aðgengi almennings að dómstólum. Þróunin á sér vafalaust skýringar í því ástandi sem nú ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar en það breytir ekki eðli málsins. Í ársbyrjun 2008 tóku gildi reglur sem skertu mjög heimildir til að veita einstaklingum gjafsókn m.a. þannig að tekjuviðmið voru lækkuð til muna. Nú í haust var viðmiðunargjald við ákvörðun þóknunar til verjenda og réttargæslumanna í sakamálum lækkað umtalsvert eftir að hafa skömmu áður verið fryst þannig að vísitölubundin hækkun skilaði sér ekki. Viðmiðunar­ gjaldið hefði að óbreyttu átt að nema 12.300 kr. í dag en er þess í stað 10.000 kr. Þá berast fregnir af því að dómarar virðast hafa ákveðið, a.m.k. sumir hverjir, að miða tímagjald í gjaf­ sóknarmálum einnig við ofangreint viðmiðunargjald. Ég verð að játa að ég kannast ekki við lagaheimild fyrir því að taka svona ákvörðun um máls­ kostnað fyrirfram og varð reyndar nokkuð hvumsa þegar dómari tilkynnti mér fyrir málflutning sl. vor í gjaf­ sóknarmáli að þetta gjald yrði notað í stað tímagjalds samkvæmt gjaldskrá minni og að það væri gert samkvæmt „innanhússreglu“. Nú síðast gerist það svo að dómsmálaráðherra leggur til gríðarlega hækkun á dómsmálagjöldum sbr. nýlegt frumvarp til breytinga á lögum um aukatekjur ríkissjóðs (239. mál: Ráðstafanir í skattamálum). Svo dæmi séu tekin er fyrirhuguð hækkun á þingfestingargjaldi úr 3.900 kr. í 15.000 – 90.000 kr. eftir hagsmunum og fyrir kæru til Hæstaréttar mun þurfa að greiða 50.000 kr. í stað 12.700 kr. nú. Allar þessar aðgerðir fela í sér skert aðgengi að dómstólum. Það sem er þó sýnu alvarlegast er að þær bitna fyrst og fremst á efnaminna fólki. Sú tenging er augljós varðandi gjafsóknarheimildir og réttargjöld. Hið sama á að mínu mati einnig við um viðmiðunargjaldið. Ég veit ekki hvort við séum nú þegar komin að einhverjum þolmörkum en tel þó augljóst að ef þessi þróun varðandi gjaldið heldur áfram þá sé hægt að færa gild rök fyrir því að slíkt muni á endanum bitna á gæðum þjónustunnar og koma fyrst og fremst niður á þeim efnaminni. Stjórn Lögmannafélags Íslands hefur ítrekað mótmælt öllum þessum ráðstöfunum bæði á fundum með stjórnvöldum og með bréfum auk þess sem sérfræðingar úr okkar röðum hafa tekið saman rökstuddar greinargerðir um gjafsóknarþáttinn og verjenda­ störfin. Vonandi hefur það orðið til að milda í einhverjum tilvikum ráðstafanir stjórnvalda en mikilvægast er að mínu mati að alls ekki verði gengið hér lengra heldur hafist handa fyrr en síðar þegar hagur vonandi vænkast að snúa þessari þróun við. Aðgengi að dómstólum Lárentsínus Kristjánsson hrl. Formannspistill

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.