Lögmannablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 21
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2009> 21 Ég tel að það sem hæst hefur borið og mun bera er umræðan um möguleika dómskerfisins hér á landi til að takast á við allan þann málafjölda sem fyrirsjáanlega mun fara fyrir dómstóla í kjölfar hrunsins. Í því sambandi þarf bæði að huga að mönnun dómstólanna, þ.e. fjölgun dómara, og það sem er enn mikilvægara, að tryggja að innan dómstólanna sé nægileg þekking til að leysa úr ágreiningsefnum sem varða flókna fjármálagerninga. Ég hygg að mikið vanti upp á í báðum þessum þáttum. Tvennt er mér efst í huga. Hið fyrra er að loksins, loksins hafa einhverjir stjórnmálamenn skilið það að þjóðin treystir þeim ekki fyrir því að setja sjálfum sér leikreglurnar og ætla nú að kalla til stjórnlagaþings. Vonandi ber þjóðin gæfu til að halda stjórnmálamönnum frá því þingi og skipa það eingöngu fagfólki með sem víðastan bakgrunn. Hitt er samþykkt Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Komi þessi áform til framkvæmda verða hér meiri breytingar á stjórnskipan og lagaumhverfi en áður hefur gerst. Viðbúið er að samnorræn lagahefð á mörgum sviðum réttarins muni víkja fyrir „samevrópskum“ hefðum, einkum á sviði verslunar og viðskipta. Þar verður engilsaxneskur réttur hafinn til öndvegis og er það miður. Þau mál sem tengjast efnahagshruninu ber hæst í íslenskum rétti árið 2009. Réttindi og skyldur kröfuhafa og skuldara og lagaleg úrræði þeirra eru viðfangsefni dagsins, bæði löggjafans og dómskerfisins, s.s. greiðsluaðlögun, lög um ábyrgðarmenn og aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna hrunsins. Í þessum flokki er Icesave­samningurinn sem beinir athyglinni að stjórnskipunarrétti og aðildarumsókninni að ESB. Hvað líður endurskoðun stjórnarskrárinnar og hvað er að vera fullvalda þjóð? Þannig er spurt grund­ vallar spurninga árið 2009. Í refsirétti er markverðast bann við kaupum á vændi. Af vettvangi dómstólanna má benda á dóm Hæstaréttar 14. maí 2009 í málinu nr. 562/2008, um vatnsréttindi sem skilin hafa verið frá jörðum. Ég tel að hæst beri setning laga nr. 44/2009, en með þeim var afnumið bann við málssókn gegn fjármálafyrirtækjum sem fengið höfðu heimild til greiðslustöðvunar. Málssóknarbannið var án nokkurs vafa brot á stjórnar­ skránni nr. 33/1944. Með áðurnefndum lögum var búinn til farvegur fyrir kröfuhafa bankanna til að fá úrlausn um kröfur sínar á hendur bönkunum. Nú liggur fyrir að einhver hundruð dómsmála munu verða rekin um alls kyns kröfur á hendur þeim, þannig að ljóst er að málssóknarbannið var alvarleg meingerð gegn réttaröryggi í landinu. Áhyggjur af dómskerfinu Stjórnlagaþing og aðild að Evrópusambandinu Spurt grundvallarspurninga Alvarleg meingerð gegn réttaröryggi Helgi Jóhannesson hrl. Garðar Garðarsson hrl. Þórður Bogason hrl. Ragnar Halldór Hall hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.