Lögmannablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 27
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2009> 27 Í þessu síðasta tölublaði ársins er rétt að skauta aðeins yfir félagsstarf lögmanna anno 2009 en það hefur verið einkar öflugt og skemmtilegt. Um þessar mundir fer fram meistaramót LMFÍ í fótbolta en á síðasta ári var ákveðið að hafa eitt mót árlega í stað tveggja. Þar taka um 40 lögmenn þátt. Sem fyrr er golfnefnd félagsins ákaf lega virk og hélt hún úti fimm golfmótum í sumar. Fjölmennasta mótið var meist­ ara mót félagsins, með 23 keppendur. Meistaramóti LMFÍ í skák er nýlokið en þar komust fleiri að en vildu. Nú verður legið undir feldi í meira en þrjú dægur og hugsað um hvort slík mót hafi runnið sitt skeið. Það sama var ekki uppi á teningnum þegar gönguferð ársins var farin á sjálfa Heklu en þar voru 40 lögmenn og fylgifiskar á ferð. Hópurinn var vart kominn niður þegar Almannavarnir sögðu slíkar ferðir vera glæfraspil vegna goshættu. Nú látum við okkur dreyma um Herðubreið sumarið 2010, drottningu fjallanna og Stefáns frá Möðrudal. Ekki má svo gleyma því að á fallegu vorkvöldi var siglt um sundin blá og veitt í soðið. Þorskur, ýsa og ufsi var veiddur, slægður og etinn af bestu lyst. Kleinufundir Tekin var upp sú nýjung í haust að halda svokallaða kleinufundi um þau mál sem eru í umræðunni. Fundirnir eru oftast haldnir á föstudagsmorgnum og einungis auglýstir meðal lögmanna. Í ágúst var fjallað um innheimtulögin, september um fjöldamálsóknir, október um málssókn Kaupþings fyrir breskum dómstólum og í desember kemur sérstakur saksóknari og ræðir um málefni embættisins. Að meðaltali hafa 30 manns sótt fundina og gætt sér á kaffi og kleinum en þessari nýjung hefur verið afar vel tekið. 60% fleiri hafa sótt námskeið Um 340 manns hafa sótt námskeið félagsins árið 2009 en það er 60% aukning frá fyrra ári. Verið er að skipuleggja námskeið vorannar og er von okkar að svo haldi fram sem horfi. Stjórn fræðslusjóðs vinnur gott starf við að koma með tillögur að áhugaverðum námskeiðum fyrir hvert misseri en einnig eru þátttakendur námskeiðanna duglegir að stinga upp á nýjum námskeiðum. Stjórn fræðslusjóðs sér einnig um að velja bækur á bókasafnið en þess má geta að ekki hafa verið keyptar inn erlendar bækur frá efnahagshruninu að undanskilinni áskrift að Ufr í blaða­ formi. Síðustu ár hefur félagið verið með rafræna áskrift að Karnov og Ufr en hætti því þegar kostnaður var orðinn óheyrilega hár. Nefndir Á sjöunda hundrað manns hafa sótt viðburðina sem taldir eru upp hér að framan en þá eru ekki teknir með stórviðburðir eins og Lagadagurinn, þar sem 200 lögfræðingar mættu, og jólahlaðborðið, með 120 þátttakendum, sem eru sameiginlegir með Lögfræð­ inga félagi Íslands og Dómarafélagi Íslands. Ég óska lögmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Fréttir frá félagsdeild Eyrún Ingadóttir Öflugt félagsstarf Auglýsing á Miðlaranum á heimasíðu LMFÍ: Ritari óskast á lögmannsstofu tímabundið frá 1.janúar til 1.júlí. Möguleiki á hlutastarfi. Reynsla æskileg. Umsóknir sendist til legis@legis.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.