Lögmannablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 22
22 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2009 Enn höggvið að rótum réttarríksins Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri LMFÍ Samkvæmt frumvarpi til laga um breytingu lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkis sjóðs, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi, er m.a. að finna tillögur um hækkun margvís legra gjalda. Í almennum athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að um sé að ræða tillögur um hækkun gjalda sem flest hver hafa haldist óbreytt að krónutölu frá árinu 2004, á sama tíma og vísitala neysluverðs hafi hækkað um tæplega 51%. Jafn framt kemur fram að lagt sé til að gjöldin hækki að jafnaði um 50%, þó þannig að fjárhæð þeirra standi, eftir atvikum, á hálfu eða heilu hundraði. Þó sé lagt til að dóms mála­ gjöld hækki hlutfallslega meira en önnur gjöld til þess að mæta auknum kostnaði við rekstur dómskerfisins og einnig til þess að draga úr þeim mikla fjölda smærri mála sem því berast. Þrátt fyrir að stjórn Lögmannafélags Íslands hafi í bréfi til stjórnvalda fyrr á þessu ári, bent á nauðsyn þess að tryggja dómstólum fjárhagslegan og faglegan stuðning til að takast á við gríðarlega aukið álag á dómstólunum og réttarvörslukerfinu í heild á næstu misserum, telur stjórn félagsins fram­ komnar tillögur um hækkun dómsmála­ gjalda afleita leið að því markmiði. Telur stjórnin að boðaðar hækkanir einstakra gjalda, sem numið geta vel yfir 2.000%, verði með engu móti réttlættar með því að þannig megi draga úr fjölda smærri mála sem berast dómskerfinu. Telur stjórn félagsins að slíkt geti falið í sér takmörkun á aðgengi almennings að dómstólum, sem er brot gegn 65. og 70. gr. stjórnarskrárinnar, en þessi ákvæði tryggja jafnan rétt allra til að fá úrlausn um rétt indi sín og skyldur með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli, óháð efnahag. Telur stjórn Lögmannafélags Íslands að með framkomnum hækkunartillögum séu ís lensk stjórnvöld að gera enn eina atlöguna að íslensku réttarkerfi og í reynd réttarrík inu, en á undanförnum árum hafa stjórnvöld ítrekað gripið til aðgerða sem takmarkað hafa aðgengi almennings að dómstólum, m.a. með strangari skilyrðum fyrir gjafsókn eða gjafvörn í málum. Með þeim tillögum sem nú liggja fyrir þinginu er enn höggvið í sama knérunn og um leið að rótum réttarríksins. Stjórn Lögmannafélagsins hefur komið framangreindum sjónarmiðum á framfæri við ráðherra dóms­ og mann­ réttindamála og fjármálaráðherra, sem og fjárlaga­ og alls herjarnefnda Alþingis. Sérstakur rökstuðningur málskostnaðarákvörðunar Nýlega var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í forsjármáli, þar sem m.a reyndi á ákvörðun um þóknun lögmanns vegna gjafsóknar/gjafvarnar, sem stefnda hafði verið veitt í málinu. Samkvæmt fram­ lögðum málskostnaðarreikningi og ítarlegri tímaskýrslu lögmannsins fóru Af vettvangi félagsins

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.