Lögmannablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 23
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2009> 23 54 tímar í vinnu við málið, en tímagjald var kr. 13.000 auk virðisaukaskatts. Hljóðaði reikningurinn því upp á kr. 702.000, auk vsk. að fjárhæð kr. 171.900, eða samtals kr. 873.990. Í forsendum dómsins varðandi ákvörðun málskostnaðar, segir m.a: „Að teknu tilliti til málskostnaðar­ reiknings, umfangs málsins, þ.á.m. fjölda þinghalda og þeirra mikil vægu hagsmuna sem um var deilt, en einnig að virtum dómi Hæstaréttar í máli nr. 139/2009 að því er tímagjald varðar og að nokkru með hliðsjón af reglugerð nr. 715/2009, þykir þóknun lögmannsins hæfilega ákveðin 498.000 krónur og hefur þá ekki verið lagður á virðis­ aukaskattur“. Það sem vekur sérstaka athygli í þessum dómsforsendum er tilvísun í ákvörðun Hæsta réttar Íslands um þóknun til handa verjenda í opinberu máli og beiting dómarans á reglugerð dómsmála­ og mannréttinda ráðu­ neytisins nr. 715/2009, um tímagjald við ákvörðun þóknunar til verjenda og réttargæslumanna. Að því að best verður séð er hvergi að finna laga­ heimild til beitingar þessarar sértæku reglugerðar um ákvörðun þóknunar í sakamálum, varðandi málskostnaðar­ ákvarðanir í einkamálum, enda liggja gjörólíkar forsendur þar að baki. Að mati stjórnar Lögmannafélags Íslands gefur þetta mál og önnur sem upp hafa komið nýverið varðandi málskostnaðarákvarðanir dómstóla, brýnt tilefni til að ákvarð anir um málskostnað fyrir dómi og forsendur þeirra, og þær reglur sem þar um gilda, verði teknar til heildstæðrar endur­ skoðunar. Samhliða telur stjórn félagsins rétt að skoða hvort og þá á hvern hátt endurskoða megi gildandi réttarreglur um málskostnað vegna reksturs stjórnsýslumála. Hefur stjórn félagsins komið þessum sjónarmiðum á framfæri við dómsmála­ og mann­ réttinda ráðherra. Endurskoðun innheimtulaga nr. 95/2008 Eins og áður hefur komið fram í Lögmannablaðinu hefur stjórn Lög­ mannafélagsins ítrekað lagt til við efnahags­ og viðskiptaráðuneytið að gerðar verði breytingar á inn heimtu­ lögum nr. 95/2008, enda lögin að mörgu leyti óskýr, auk þess sem í þeim er að finna meinlegar villur. Ráðuneytið hefur nú upplýst að vinna sé hafin við undirbúning frumvarps til breytinga á innheimtulögunum, sem að öllum líkindum verður lagt fram á vorþingi. Lögmannafélagið hyggst koma á framfæri tillögum sínum varðandi þau atriði sem félagið leggur áherslu á að tekin verði til endurskoðunar. Námskeið sniðin að lögmönnum og lögfræðingum sem starfa í alþjóðlegu umhverfi. Áhersla er lögð á að ná betri tökum á faglegu tungutaki og orðnotkun. Hagnýt þjálfun og reyndir kennarar tryggja miklar framfarir á stuttum tíma. Námskeiðin eru haldin í London, Cambridge eða Wimble- don og hægt er að ljúka prófi í ILEC (International English Certificate) eða TOLES (Test of Legal English Skills). E S S E M M 1 1 /0 9 Sérsni›in tungumálafljálfun og próf í ensku lagamáli.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.