Lögmannablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 25
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2009> 25 þegum en ekki þeim sem undan farin þrjú ár hafa borið ótakmarkaða ábyrgð á atvinnustarfsemi, hvort sem þeir hafa starfað einir eða í samstarfi við aðra. Heimildin nær auk þess ekki til félaga eða lögaðila. Með greiðsluaðlögun má samkvæmt lögunum kveða á um algera eftirgjöf samningskrafna, hlutfallslega lækkun þeirra, gjaldfrest, greiðslu þeirra með hlutdeild í afborgunarfjárhæð í einu lagi eða með ákveðnu millibili á nánar tilteknu tímabili. Lögin gera ráð fyrir að beiðni um greiðsluaðlögun sé send héraðsdómi sem úrskurðar síðan um hvort heimild til að leita greiðsluað­ lögunar skuli veitt og skipar umsjónar­ mann. Lög nr. 32/2009. Lög um ábyrgðarmenn Lögin kveða á um vernd ábyrgðarmanna og formfestu og fagleg vinnubrögð við gerð lánasamninga þar sem krafist er ábyrgðarmanna. Lögin taka jafnt til þess þegar einstaklingar gangast persónulega í ábyrgðir og þegar þeir veita veð í tilgreindum eignum sínum til tryggingar á efndum lántaka. Sam­ kvæmt ákvæðum laganna er fasteign ábyrgðarmanns, þar sem hann heldur heimili, þó undanþegin aðför og gjaldþrotaskipta verði ekki krafist á búi ábyrgðarmanns ef krafa hans á rót að rekja til persónulegrar ábyrgðar nema lánveitandi geri sennilegt að um svik­ samlegt undanskot eigna ábyrgðar­ manns hafi verið að ræða. Þessi nýmæli eru þannig einskorðuð við persónulegar ábyrgðir en eiga ekki við þegar ábyrgð­ armaður veitir veð í tilgreindri eign. Lög nr. 37/2009. Breyting á lögum um atvinnuleysistryggingar Samkvæmt lögunum hefur gildistími bráðabirgðaákvæðis um heimildir til að greiða hlutfallslegar atvinnuleysisbætur á móti skertu starfshlutfalli launamanna verið framlengdur til 31. desember 2009. Skerðing starfshlutfalls þarf að vera 10% að lágmarki til þess að viðkomandi eigi rétt til hlutabóta. Þá kveða lögin á um ákveðnar breytingar sem ætlað er að færa rétt sjálfstætt starfandi einstaklinga til atvinnu­ leysisbóta til betra samræmis við rétt launamanna. Að auki fær Vinnumála­ stofnun skýrari heimildir en áður til að sinna eftirliti með framkvæmd laganna s.s. með því að tilteknum opinberum stofnunum og skólum á háskólastigi er gert að senda þeim upplýsingar til að stemma stigu við misnotkun á kerfinu. Lög nr. 46/2009. Skattframkvæmd styrkt og reglur sem hamla gegn skattundanskoti Lögin breyta ákvæðum tekjuskattlaga og mæla m.a. fyrir um að aðilar sem ekki hafa heimilisfesti hér á landi, og bera því takmarkaða skattskyldu, sæti hér skattlagningu vegna vaxta sem þeir fá greidda hér á landi. Auk þess er nú lögfest ákvæði um skattlagningu aðila sem eiga beina eða óbeina eignaraðild að félögum, sjóðum eða stofnunum sem eru heimilisföst í lágskattaríkjum. Markmið er að hamla gegn skatta­ sniðgöngu sem fram fer með þeim hætti að innlendir aðilar leyna eignum sínum og flytja tekjur úr landi í félög sem þeir stofnsetja í lágskattaríkjum án þess að hafa í reynd nokkra starfsemi þar. Lögin kveða einnig á um skyldu fjár­ málastofnana sem starfa hér á landi til að veita upplýsingar um viðskipti sem íslenskir skattaðilar hafa við útibú þeirra erlendis eða dótturfélög þar. Breyt­ ingunni er ætlað að koma í veg fyrir að eignarhald í félögum sé falið með því að skrá félög í lágskattaríkjum og tekjum þar með skotið undan réttmætri íslenskri skattlagningu. Þá leggja lögin þá skyldu á aðila, sem starfa við skatta­ ráðgjöf og fjármálaþjónustu, að halda lista yfir viðskiptavini sína varði þjón­ ustan beina eða óbeina eignaraðild að

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.