Lögmannablaðið - 01.03.2009, Page 19

Lögmannablaðið - 01.03.2009, Page 19
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 > 19 Tækifæri Wilkins sagði að starfsemi lög manns stofa kynni að breytast og ný tækifæri að myndast. Til dæmis yrði skiptastjórn og þekking á sviði gjaldþrotaréttar eftir­ sóttari en áður og kunnátta í félagarétti verð mætari. Ein afleiðing kreppunnar væri óhjákvæmilega sú að rannsaka þyrfti mörg hlutafélög og háttsemi stjórnenda þeirra með tilliti til refsi verðrar háttsemi. Wilkins nefndi einnig að atvinnuleysi myndi aukast nú í kjölfarið og því yrði meiri þörf á lög fræð ingum með sérþekkingu á vinnurétti. Í kjölfar kreppunnar Wilkins sagði að búast mætti við samruna lögmannsstofa í kjölfar þess að fyrirtæki sameinuðust. Lögmenn yrðu að vera sveigjanlegri en áður og duglegir að tileinka sér þekkingu á öðrum svið­ um en þeir hefðu starfað á hingað til. Einnig yrðu lögmenn að rækta betur tengsl við viðskiptavini t.d með reglu­ legum heimsóknum, þátttöku í upp­ byggingu fyrirtækjanna á ný og síðast en ekki síst með því að sýna stuðning í þeim erfiðleikum sem mörg fyrirtæki eru að ganga í gegnum. Wilkins nefndi eftirfarandi punkta sem afleiðingu hrunsins: 1. Auknu regluverki um viðskipti á markaði yrði örugglega komið á þar sem krafa væri um meira gagnsæi. 2. Aukin skylda yrði lögð á skýrslugjöf frá fagfólki þ.m.t. lögmönnum. 3. Auknar skyldur yrðu lagðar á sér­ fræðinga sem aðstoða við skatta ­ ráðgjöf í þeim tilgangi að aðskilja hagsmuni sérfræðinga betur frá hagsmunum skjólstæðinga. Í lokin Wilkins var spurður að því um hvort tímagjaldsviðmiðun við þóknun lögmanna væri á undanhaldi í Banda­ ríkjunum. Hann upplýsti að menn væru alltaf að reyna að þróa eitthvað annað form eins og fast gjald fyrir tiltekna verkþætti og stærri lögmanns stofur hefðu vissulega getað krafist þess að fá greitt fast gjald fyrir tiltekna verk þætti a.m.k. fyrir hrunið. Hann taldi þó að tímagjaldið yrði áfram ríkjandi viðmið við gjaldtöku lög manna en nefndi að erfiðara væri fyrir lögmenn að fá greitt fyrir sína þjónustu en áður. Magnús Haukur Magnússon, hrl. Wilkins taldi einsýnt að upp kynnu að koma hagsmunaárekstrar. Lögmenn sem unnu áður fyrir stórfyrirtæki og banka færu e.t.v. að liðsinna stjórn völdum nú eftir kreppuna. mikilvægt væri að huga að því að menn sætu ekki beggja vegna borðs við þær aðstæður. Á fremra borði sitja frá vinstri: Páll arnór Pálsson, magnús Haukur magnússon, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Viðar Lúðvíksson og Ragnar aðalsteinsson.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.