Lögmannablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 24
24 lögMannaBlaðið tBl 01/13
Eyvindur: Því hefur verið hreyft að
niðurstaða Icesave málsins sé að
vissu leyti sigur réttarríkisins og
fyrirsjáanleika laga, m.ö.o. geti menn
ekki komist að öðrum niðurstöðum
eftirá. Hvernig kom til að þið hófuð
afskipti af Icesave málinu?
Stefán Már: við höfum starfað saman á
ýmsum vettvangi í mörg ár og strax eftir
hrun fannst okkur eitthvað skrítið við
þetta mál sem þyrfti að athuga nánar.
Í fyrstu grein okkar í morgunblaðinu
tókum við fyrir hvort okkur bæri skylda
til að greiða innstæðurnar eins og allir
töldu á þessum tíma. niðurstaða okkar
var sú að okkur bæri engin skylda til
þess samkvæmt regluverkinu nema ef
Ísland hefði vanrækt einhverja skyldu
sína í sambandi við lögleiðingu sem
var ekki.
Lárus: Þegar við birtum greinina réttri
viku eftir hrun var búið að skrifa undir
viljayfirlýsingu gagnvart Hollendingum
um að ganga frá málinu. við vorum að
skuldbinda okkur til að endurgreiða
670 milljarða plús mjög háa vexti og
það þarf ekki mikinn reikningshaus
til að sjá hvaða áhrif það hefði getað
haft á íslenskt samfélag. menn mega
ekki heldur gleyma því að á þessum
tímapunkti voru allir mjög svartsýnir
á endurheimtur úr búinu og það var
engan veginn fyrirséð að heimtur yrðu
100% af höfuðstól þessara krafna eins
og síðar varð. Skuldbindingin var því
gríðarleg og full ástæða til að skoða
Margt hEfur vErið ritað um icesave en þeir fyrstu til að benda á að eitthvað gæti verið bogið við málið á sínum tíma
voru lárus Blöndal hrl. og stefán Már stefánsson prófessor við lagadeild háskóla Íslands. það gerðu þeir með grein í
Morgunblaðinu 15. október 2008 undir yfirskriftinni „Ábyrgð ríkisins á innlánum“. næstu mánuði skrifuðu þeir hátt í 20
greinar um icesave og til að byrja með virðist lítið hafa verið hlustað á hvað þeir höfðu fram að færa. það væri að æra
óstöðugan að rekja sögu þessa máls í smáatriðum. Í stuttu máli er sagan sú að eftir að landsbankinn féll tóku Bretar og
hollendingar að sér að greiða innstæðueigendum í útibúum bankans í þessum löndum. Bretar og hollendingar gerðu
því næst kröfu til þess að íslenska ríkið endurgreiddi þeim þessa fjárhæð. samið var um lúkningu málsins á árunum 2009
til 2010 en tvisvar sinnum synjaði forseti Íslands lögum um greiðslur samkvæmt samningunum staðfestingar. lárus var
í samninganefnd Íslands, undir stjórn lee C. Bucheit, sem gerði lokatilraun til samninga við Breta og hollendinga (icesave
iii). Í framhaldinu höfðaði Esa mál á hendur íslenska ríkinu vegna ætlaðs brots á EEs-samningnum. annars vegar var
byggt á því að um brot á innstæðutilskipun 94/19/EB væri að ræða og hins vegar á því að jafnræðisreglan hefði verið
brotin með því að erlendum innstæðueigendum hefði verið mismunað. Með dómi Efta-dómstólsins 28. janúar var íslenska
ríkið sýknað. af niðurstöðu dómsins má ráða að rökstuðningurinn er sambærilegur rökstuðningi þeirra lárusar og stefáns
Más þegar í upphafi. lögmannablaðið fékk Eyvind g. gunnarsson, dósent við lagadeild háskóla Íslands, til að ræða við
lárus og stefán Má.
UMfJÖllUn
sigur lögfræðinnar í
icesave málinu
Eyvindur g. gunnarsson.