Lögmannablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 26
26 lögMannaBlaðið tBl 01/13 UMfJÖllUn Eyvindur: Var þetta stórahagsmunamáli okkar Íslendinga rætt út og suður án þess að greina hinn lögfræðilega kjarna? Má segja að aðrir en lögfræðingar hafi verið atkvæðamestir í máli sem hefði í raun átt að vera á verksviði lögfræðinga? Lárus: Okkur fannst oft að menn væru að tala máli gagnaðilans. Fyrirsögn einnar greinar okkar var „Í hvaða liði eru stjórnvöld?“. Auðvitað kunna að vera einhverjar skýringar að baki því en okkur fannst þetta blasa við að stjórnvöld væru ekki í sama liði og við. Þannig var þetta í þjóðfélagsumræðunni. Hver var í kapp við annan að koma þeirri skoðun á framfæri að við yrðum að borga. Stefán Már: Stjórnvöld verða, þrátt fyrir pressu, að afla sér bestu lögfræðilegrar vitneskju til að taka á hlutum. deilan varð þjóðréttarleg Eyvindur: Í seinni umferð Icesave, þegar Lee C. Buchheit kom til sögunnar, þá virðist sem Íslendingar hafi reynt að stilla saman strengi sína. Hvað gerðist? Lárus: mín upplifun er sú að fram að fyrsta Icesave samningi þá hafi flestir viljað ljúka málinu eins hratt og hægt væri. Síðan þegar menn áttuðu sig á því hver herkostnaðurinn var, og voru byrjaðir að fjarlægjast fyrsta tímapunkt hrunsins, þá fóru sjónarmið okkar að fá hljómgrunn. Stefán Már: Þá var deilan orðin þjóðréttarleg og því varð mikill munur á Icesave II í Icesave III. Lárus: Fyrri samningur var einhvers konar uppgjörsmál, til að gera upp skuldir. Í síðasta samningi voru menn að deila, m.a. um af hverju ekki væri hægt að setja málið fyrir dómstól. Stefán Már: við náðum því aldrei fullkomlega hvers vegna íslenskir skattborgarar ættu að blæða og veltum fyrir okkur skaðabótaábyrgð eSb, hverjir settu tilskipunina, hvernig hún var og hvað eSb fullyrti um pottþétt kerfi. nú hefur eFTA komist að því að þetta er allt í molum, og jafnvel eftir nýjustu endurbætur á tilskipuninni er þetta ennþá í molum. Þá er spurningin: Getur ekki verið að eSb beri ábyrgð á öllu saman? Lárus: Ég held að það hafi verið undirliggjandi ótti við að bankakerfið í evrópu myndi þurfa að taka á sig verulegt högg ef ekki væri talað þannig á vettvangi eSb að þetta væri allt saman skothelt og augljóst. Þetta var línan sem var gefin og frændur okkar á norðurlöndum tóku m.a. undir það. Stefán Már: Það er ótrúlegt að ekki var einu sinni hægt að fá gagnaðila til að fara inn í alþjóðlega gerðardómsmeðferð. Slíkt var slegið út af borðinu! óttinn við niðurstöðuna Eyvindur: Margir óttuðust fyrirfram niðurstöðu EFTA­dómstólsins. Ég velti aftur fyrir mér réttarríkinu og fyrirsjáanleika laga. Hvað með sjónarmið um að dómstólar hafi nánast vald til að setja reglur eftirá eða komast að „hagkvæmum niðurstöðum“? Lárus: eins og málatilbúnaður eSA var fyrir eFTA dómstólnum þá var verið að byggja á því að það sé einhver ábyrgð langt umfram það sem kemur fram í lagasetningunni og tilskipuninni, að það komi ekki í ljós fyrr en síðar hvaða skuldbinding felst gagnvart ríki eins og í þessu tilviki. Sem betur fer komst eFTA dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að það ætti ekki við í þessu tilviki. Stefán Már: Það er undirliggjandi að bæði dómstólar eSb og eFTA hafa verið að beita framsækinni lagatúlkun í stórum stíl sem leiðir til þess að textinn verður minna áberandi en það markmið eSb með lögunum sem á að nást. Ég held að hræðsla manna hér við að dómurinn myndi dæma okkur í óhag byggist einmitt á þessu. Það gerðist ekki og er sigur fyrir eFTA dómstólinn og réttarríkið sem slíkt. stefán Már stefánsson. lárus Blöndal.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.