Lögmannablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 11
lögMannaBlaðið tBl 01/13 11 Lítil sem engin umræða hefur verið í gangi um breytingar á núverandi vinnulagi Hæstaréttar enda þyrfti að breyta lögum til að taka við munnlegum málflutningi frá héraðsdómi sem og að taka við skjölum rafrænt. Að sögn Þorsteins A. jónssonar, skrifstofustjóra, er nóg geymslupláss fyrir gögn í Hæstarétti: „við geymum eitt eintak af hverju máli í skjalageymslu réttarins og þurfum að geyma þau í 30 ár áður en Þjóðskjalasafnið tekur við þeim. Til þess höfum við nóg pláss enda er skjalamagnið minna en menn halda,“ sagði hann. Staðan er verri í Héraðsdómi reykjavíkur þar sem hver kytra er nýtt til geymslu málsgagna. Til stóð að setja fjármagn í grisjun þeirra á þessu ári en sú framkvæmd lenti undir niðurskurðarhnífnum. rafrænt réttarkerfi í nágrannalöndum norðmenn og Svíar eru mun lengra komnir en Íslendingar í að tölvuvæða sitt réttarfar. Í noregi vinna dómarar meira og minna með rafræn gögn og hafa m.a. um nokkurt skeið tekið á móti öllum gögnum frá ákæruvaldinu í rafrænu formi auk þess sem þeir úthluta sakamálum til dómara á sama hátt. Sænskir dómstólar taka sömuleiðis rafrænt á móti öllum gögnum ákæru­ valdsins og eru að þróa kerfi sem ætlað er að taka við gögnum frá lögmönnum á sama hátt. Þá hafa þeir látið útbúa fullkomið upptökukerfi í máli og mynd fyrir skýrslutökur í dómsmálum sem vistast rafrænt sem hluti málsgagna. Upptökurnar eru svo nýttar ef máli er áfrýjað til æðra dómstigs. Þá styðjast þeir einnig við fjarfundabúnað, t.d. við framlengingu gæsluvarðhalds þannig að ekki er þörf á að flytja fanga um langan veg til að koma fyrir dómara. Slíkt kerfi er ákaflega dýrt og ekki fyrirséð að það komi í bráð á Íslandi. Þegar Lögmannafélagið fór í námsferð til eistlands árið 2010 fannst þátttakendum mikið til koma hversu tæknivæddir dómstólarnir voru þar í landi. Teknar höfðu verið upp rafrænar undirskriftir og svo til öll samskipti lögmanna og dómstóla, s.s. sending málsgagna, fór fram rafrænt. Hver lögmaður hafði sitt heimasvæði hjá dómstólunum þar sem fram komu upplýsingar um hvenær mál væru tekin fyrir, dómur gengi sem og fyrri dómar í málum sem þeir höfðu flutt. Lögmenn nýttu svo rafrænar undirskriftir til að komast inn á sitt heimasvæði, undirrita gögn og samninga svo fátt eitt sé nefnt. rafrænar undirskriftir Þegar notkun rafrænna skilríkja verður algengari verður hægt að tryggja að UMfJÖllUn skjalageymslur héraðsdóms reykjavíkur eru fullar svo til vandræða horfir. þingBóKin Ég myndi vilja komast inn í þingbókina með lesaðgang og að það væri haldið rafrænt utan um öll skjöl í málum. Í stærri sakamálum er verið að ljósrita mikið magn af skjölum sem ætti að vera óþarfi. Sumir dómarar biðja um greinargerð og stefnu rafrænt en reglan er sú að farið er með ljósrit fyrir gagnaðila og annað fyrir dóminn og enn fleiri ljósrit sé dómur fjölskipaður. Kristín edwald hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.