Lögmannablaðið - 01.03.2013, Síða 27

Lögmannablaðið - 01.03.2013, Síða 27
UMfJÖllUn Lárus: eFTA dómstóllinn á skilið hrós fyrir að hafa dæmt að lögum vegna þess að hann er undir gríðarlegum þrýstingi. vinir okkar á norðurlöndum voru til dæmis algjörlega á bandi eSA í þessu máli og framkvæmdastjórn eSb var aðili að því. Það er því ekki skrítið að menn hafi óttast niðurstöðuna. lærdómur fyrir litla þjóð Eyvindur: Svo virðist sem gengið hafi verið út frá því í ESB að bankar frá öllum ríkjum, hversu stór sem þau eru, geti keppt á jafnræðisgrundvelli og nýtt sér regluverkið sem einkaaðilar til að starfa. Stjórnvöld í heimaríkinu geti hins vegar lítið gert til að takmarka þá starfsemi en þurfi svo engu að síður að borga ef eitthvað klikkar. Lárus: menn óttuðust mest þá niðurstöðu að við værum að mismuna aðilum og bærum þess vegna ábyrgð á mögulega allri upphæðinni. við bentum á það, sem eFTA dómstóllinn byggði síðar á sína niðurstöðu, að það væri verið að endurreisa fjármálakerfið og þetta væri hluti af þeirri aðgerð. Þetta varðaði ekki beitingu á innistæðutryggingakerfinu heldur fyrst og fremst það að fjármálakerfið væri hrunið og að þetta væri hluti af endurreisn þess. við vorum að flytja innistæðurnar yfir í nýja banka til að tryggja starfhæft fjármálakerfi í landinu. Eyvindur: Hver er lærdómur Icesave málsins fyrir Ísland í samskiptum við önnur ríki? Lárus: við erum lítil þjóð og hinar stærri og sterkari hafa mun meiri áhrif en við, það er augljóst. Holland og bretland eiga auðveldara með að fá aðrar þjóðir til fylgilags við sig en við og meira að segja norðurlandaþjóðirnar töldu standa sér nær að styðja við kröfur þeirra en okkar. Íslendingar þurfa að hefja umræðu um stöðu smáríkja á alþjóðlegum vettvangi. Að lenda í þeirri stöðu að stórþjóðir komist upp með að nýta sér það ástand sem hér var til að ná fram óeðlilegri niðurstöðu í máli er eitthvað sem þarf að velta fyrir sér. Stefán Már: við þurfum einhvers konar neyðarhnapp, þannig að hægt væri að leita óháðs lögfræðilegs álits lögfræðinga utan kerfisins, hvort heldur innlendra eða erlendra. AÐ HVERJU ÞARF ÉG AÐ HUGA? Almenni lífeyrissjóðurinn veitir faglega og persónulega ráðgjöf og fer vel yfir þín mál. Hafðu samband við okkur og við finnum hentuga leið fyrir þig og þína • lífeyrissjóði og eftirlaunum • vörn gegn tekjumissi vegna veikinda eða slysa • skipulegum sparnaði • uppbyggingu eigna Borgartúni 25 • sími 510 2500 • www.almenni.is A N TO N & B ER G U R

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.