Lögmannablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 31

Lögmannablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 31
lögMannaBlaðið tBl 01/13 31 UMfJÖllUn sér kostnaðarhliðinni áður en farið er af stað með dómkvaðningu. málskostnaður vegna matsgerðar lendir í bráð á þeim sem biður um gerð hennar og matsmaður þarf ekki að afhenda matgerð nema gegn greiðslu. vinni sá sem óskar matsbeiðnar mál fyrir dómi, fær hann almennt séð útlagðan matskostnað tildæmdan úr hendi gagnaðilans sem hluta af málskostnaði. Tapi hann á hinn bóginn málinu, situr hann að jafnaði uppi með útlagðan matskostnað. Sem dæmi má nefna dómsmál vegna galla, þ.m.t. hönnunargalla í stóru fjölbýlishúsi þar sem meintir gallar voru metnir á rúmar 30 milljónir. Dæmdar bætur í málinu í Hæstarétti voru svipaðar og málskostnaður málshefjanda og er þá ekki talinn með málskostnaður varnaraðila. rétt unnið matsferli mikilvægt er að matsferlið sé rétt unnið og að matsmenn gæti fyllsta hlutleysis í störfum sínum. Þeir þurfa að gæta þess að matsaðilar og fulltrúar þeirra fái boðanir á matsfundi, eigi þess jafnan kost á að leggja fram gögn og koma fram sjónarmiðum sínum. Fundargerðir matsfunda eru gríðarlega mikilvæg skjöl og gott að gefa aðilum kost á að reifa málin munnlega fyrir matsmönnum. Þá er mjög mikilvægt að dagssetja matsgerð og undirrita hana en á því er stöku sinnum misbrestur. fErill dóMKvaddra Mata • Matsbeiðni skrifuð. Áður hafa aðilar komið sér saman um matsmenn. • Orðalag spurninga. Matsmenn svara einungis því sem spurt er um. • Matsbeiðni send dómara í viðkomandi umdæmi eða héraðsdómi. • Fyrirtaka máls hjá dómara. Dómari boðar áður aðila skriflega til fyrirtöku í dómi. ef aðilar eru sammála um matsmenn eða matsmann tekur dómari það að öllu jöfnu til greina. umræður um matsmenn. máli hugsanlega frestað til frekari skoðunar og síðan önnur fyrirtaka. dómari hafnar dómkvaðningu. mótmæli gegn dómkvaðningu. Kæra til Hæstaréttar. • Dómkvaðning matsmanna eða matsmanns. • Matsbeiðandi eða umboðsmaður hans kemur útskrift úr þingbók um dómkvaðningu, matsbeiðni og öðrum gögnum til matsmanna. • Matsmaður fær gögn í hendur og bókar hvenær hann fær gögnin. Matmaður kannar hæfi sitt ef það er ekki þegar búið. • Matsmaður boðar skriflega til fundar þá aðila sem kveðja á til matsfundar. • Matsfundur og framhalds matsfundir. • Ný gögn. Ef eitthvað nýtt kemur fram skal kynna málsaðilum það. • Matsgerð samin. Niðurstöður þarf að rökstyðja. • Matsgerð undirrituð og dagsett. • Matsgerð skilað til matsbeiðanda. Eintak fer ekki til gagnaðila. Fjöldi eintaka ræðst af aðstæðum í hverju máli. • Greiðsla fyrir matsgerð. Ekki þarf að afhenda matsgerð nema gegn greiðslu. • Matsgerð kynnt gagnaðila eða lögð fram í dómsmáli. • Niðurstaða matsgerðar þess eðlis að mál er fellt niður. Sættir takast á grundvelli matsgerðar. greitt á grundvelli matsgerðar. einkamáli haldið áfram. dómsmál höfðað. beðið um yfirmat. • Skýrslur matsmanna fyrir dómi. • Dómur. • Áfrýjun til Hæstaréttar. • Dómur Hæstaréttar.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.