Lögmannablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 11
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/15 11 LAGADAGUR og öðrum kringumstæðum en ekki bara ummælin sjálf. Þá er ljóst að horfa þarf til fyrirmæla stjórnarskrárinnar í þessum efnum og fylgja túlkunum MDE. Að lokum velti Björg því upp hvort farsælla væri frá sjónarhóli lýðræðis að takast á við hatursorðræðu og fordóma með opnum skoðanaskiptum og rökstuddum andsvörum. Hatursorðræða í fjölmiðlum Síðastur tók til máls Páll Þórhallsson sem fjallaði um hatursorðræðu í fjölmiðlum og réttindi og skyldur fjölmiðla. Hann nálgaðist viðfangsefnið út frá pólitískum og sögulegum forsendum sem og lögfræðilegum. Páll vísaði til nokkurra sögulegra dæma þar sem fjölmiðlar hafa verið nýttir til að setja fram áróður gegn ákveðnum hópum, s.s. í Þýskalandi nasismans og í þjóðernishreinsunum í Rúanda árið 1994. Páll nefndi þann flókna veruleika sem við lifum við þar sem sjónvarpsstöðvar starfa þvert á landamæri og netið hefur opnað flóðgáttir óheftrar tjáningar þar sem allir geta gert athugasemdir á fréttir á netmiðlunum. Meginreglan varðandi tjáningarfrelsið er sú að mönnum er frjálst að tjá sig án ritskoðunar en þeir þurfa að sæta ábyrgð eftir á. Í fjölmiðlalögum er að finna ákveðin form ritskoðunar, s.s. með leyfisveitingum til ljósvakamiðla og heimild til að stöðva útsendingar frá öðrum löndum sem kynda undir hatri. Þá vísaði hann til 27. gr. fjölmiðlalaga sem væri af sama meiði og 233. gr. a almennra hegningarlaga. Páll vakti þó athygli á því að óljóst væri hvort fjölmiðlanefnd hefði fullnægjandi heimildir til að beita ákvæðinu. Önnur sjónarmið eru meðal annars sjónarmið sem varða sérstöðu fjölmiðla s.s. því hlutverki þeirra að vera „varðhundur almennings“, þ.e. að þeim ber að fjalla um málefni sem varða almenning s.s. um að öfgafull viðhorf séu að skjóta rótum. Einnig eru gerðar misstrangar kröfur til fjölmiðlaefnis eftir því í hvaða formi það er sett fram, t.d. eru gerðar strangari kröfur til ljósvakamiðla en netmiðla. Í 26. gr. fjölmiðlalaga væri að finna ákvæði sem vísaði til grunngilda fréttamennsku um hlutlægni og nákvæmni í fréttum ásamt því að mismunandi sjónarmið komi fram. Páll fór einnig yfir sjónarmið sem varða stuðning ríkisvaldsins við að fjölmiðlar þrói eigið ábyrgðarkerfi, skilvirkt og lagalegt ábyrgðarkerfi og mikilvægi sjálfstæðis stjórnvalda á þessu sviði, s.s. með stofnun fjölmiðlanefndar hér á landi. Þá væri alþjóðlegt samstarf mikilvægt sjónarmið í þessum efnum til að hægt væri að átta sig á beitingu reglnanna og til að læra af því hvernig önnur lönd hafa tekist á við nýjar áskoranir. Umræður í lokin Að þessu loknu var opnað fyrir spurningar úr sal og urðu nokkuð líflegar umræður hjá fundargestum. Í tilefni af spurningu sem beint var til Bjargar Thorarensen í tengslum við hvort að rökræða væri svarið við hatursfullri umræðu, þá áréttaði hún að hennar fókus hefði einkum verið að gagnrýna hversu lítil leiðbeining væri fólgin í ákvæði 233. gr. a almennra hegningarlaga. Einnig var farið yfir hvernig skýra bæri það ákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar sem mælir fyrir um að ábyrgjast verði ummæli fyrir dómi og hvernig það fari saman við heimildir fjölmiðlanefndar um sektargreiðslur. Var nefnt í því sambandi að ákvæðið yrði að skýra á þann veg að undir það félli einnig sektarákvarðanir fjölmiðlanefndar en að mönnum gæfist að sjálfsögðu kostur á að skjóta slíkum ákvörðununum til dómstóla. Ingvi Snær Einarsson hdl. Aðalmálstofuna sátu um 470 manns.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.