Lögmannablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 16
16 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/15 LAGADAGUR Málstofa III: Framtíðarskipan dómsvalds RÖKSTÓLAR UM FRAMTÍÐARSKIPAN dómsvalds var fjölsótt en málstofunni var stjórnað af Rögnu Árnadóttur fyrrum innanríkisráðherra og hófst með ávarpi núverandi innanríkisráðherra, Ólafar Nordal. Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari, nefndarmaður í nefnd um framtíðarskipan dómsmála, var framsögumaður á málstofunni en auk hennar tóku Eiríkur Tómasson hæsta­ réttardómari, formaður réttar fars­ nefndar, Jónas Þór Guðmundsson hrl. formaður Lögmannafélags Íslands, og Skúli Magnússon héraðsdómari, formaður Dómarafélags Íslands, þátt í umræðum. Ólöf lýsti yfir eindregnum vilja til að efla dómskerfið sem hefði verið fjársvelt síðustu ár en hætta væri á að traust á dómskerfinu minnkaði ef ekki yrði hlúð að því með fullnægjandi hætti. Ólöf sagði ennfremur að jafnvel þótt millidómsstigi fylgdi óhjákvæmilega aukinn kostnaður, og lengri málsmeðferð mála sem færu fyrir öll þrjú dómsstigin, þá mættu sjónarmið um skilvirkni og hagræðingu ekki vera réttarörygginu yfirsterkari. Að lokum viðurkenndi ráðherra að vinnan við að koma á millidómsstigi hefði gengið of hægt en verkefnið væri þess eðlis að vanda þyrfti til verka. Tillögur um stofnun Landsréttar Hervör Þorvaldsdóttir fór yfir megin­ inntak tillagna nefndar um stofnun nýs áfrýjunardómstóls, svokallaðs Landsréttar. Tillögurnar gera ráð fyrir að Hæstiréttur starfi í einni deild og að dómurum þar verði fækkað í sex (þó þannig að sitjandi dómarar haldi stöðu sinni) en fimm dómarar dæmi hvert mál. Nefndinni var einnig falið að gera tillögur að nýrri stjórnsýslu dómstólanna og útfærslu hennar en fallið var frá því vegna ágreinings innan nefndarinnar um málið. Þá lagði nefndin til að Alþingi þyrfti að samþykkja tillögur ráðherra um skipun hæstaréttardómara. Þannig yrði tryggt að ábyrgð og völd færu saman. Umsögn réttarfarsnefndar Að loknu erindi Hervarar voru aðrir þátttakendur rökstólanna með stutt innlegg. Eiríkur Tómasson tók fyrstur til máls og fjallaði um umsögn réttar­ farsnefndar um frumvarpsdrögin. Hann lagði sérstaka áherslu á mikilvægi málefnalegrar umræðu og að víðtæk samstaða þyrfti að nást meðal þing­ manna, lögfræðinga og þeirra sem starfa að málinu. Eiríkur þvertók fyrir að réttarfarsnefnd væri andsnúin upptöku millidómsstigs. Þvert á móti hefði hún lýst yfir stuðningi við megininntak frumvarpsdraganna, að því gefnu að vandað yrði til verka. Eiríkur kvað gagnrýni réttarfarsnefndar nær eingöngu lúta að breyttri skipan dómara þar sem um yrði að ræða óæskilegt afturhvarf til fortíðar sem stefna myndi sjálfstæði dómstólsins gagnvart framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi í tvísýnu. Eiríkur tók einnig fram að skipun dómara væri umdeilt mál sem fella bæri úr frumvarspdrögunum og fjalla um sérstaklega óháð upptöku millidómsstigs. Þá gagnrýndi Eiríkur tillögur um mikla fækkun hæstaréttadómara sem hefðu í för með sér minni fjölbreytni innan dómarahópsins, óeðlilega aðkomu varadómara og yfirgripsminni þekkingu innan réttarins. Ekki pólitískt bitbein Jónas Þór Guðmundsson tók undir með Eiríki um að skipun dómara væri ekki nauðsynlegur þáttur í því að koma á millidómsstigi. Mjög mikilvægt væri að stofnun millidómsstigs yrði ekki að Málstofuna sátu 120 manns.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.