Lögmannablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 15
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/15 15 LAGADAGUR enn frekar í almenningsáliti. Þá veltu þátttakendurnir því fyrir sér og komu með hugmyndir um hvernig hægt væri að forgangsraða betur og hvort of miklar kröfur væru gerðar til stjórnsýslunnar. Skýr og góð stefnumörkun væri nauðsynleg. Verstu tímaþjófarnir væru svo slökkviliðsstörfin því það kemur alltaf niður á stjórnsýslunni þegar ekki hefur verið nægjanlega vandað til undirbúnings. Síðan var farið vel yfir ráðgjafar­ og trúnaðarskyldu starfsmanna ráðu ­ neyta en nýju lögin innihalda áður óskráða reglu um það efni. Af máli Trausta Fannars mátti ráða að starfs­ mönnum hins opinbera beri að fylgja fyrirmælum ráðherra og aðstoða þá við að koma stefnumálum sínum og vilja til framkvæmdar. Ráðherrann fer með yfirstjórnina og hefur umboð til þess. Breytir almennt engu hvort starfsmenn hins opinbera eru sammála ráðherranum. Á hinn bóginn er holl­ ustu­ og hlýðniskyldan gagnvart ráð­ herra ekki án takmarkana. Síðan var hlutverk aðstoðarmanna ráðherra rætt sem og hlutur þeirra í stefnumörkun og stjórnsýslu. Að lokum var farið yfir ábyrgð ráðherra. Lagarammi svipaður og í Noregi Frá sjónarhorni lögfræðings sem starfar í norska Stjórnarráðinu var þessi málstofa afar fróðleg. Ég komst m.a. að því að stjórnsýslan og lagaramminn er að mestu leyti eins á Íslandi og í Noregi. Stærsti munurinn er auðvitað hve fámennt íslenska Stjórnarráðið er í samanburði við það norska sem telur u.þ.b. 5000 manns. Í ljósi smæðar sinnar og þeirra verkefna sem þarf að inna af hendi er það greinilega einvala hópur fólks sem vinnur í íslenska Stjórnarráðinu. Margrét Gunnarsdóttir, Osló Ásar – þýðingar og túlkun slf Eftirfarandi þýðendur og túlkar starfa innan vébanda Ása – þýðinga og túlkunar slf: Ellen Ingvadóttir, lögg. dómtúlkur og skjalaþýðandi Bjarni Gunnarsson, lögg. dómtúlkur og skjalaþýðandi Niels Rask Vendelbjerg, lögg. dómtúlkur og skjalaþýðandi Matthías M. Kristiansen, þýðandi Daniel D. Teague, skjalaþýðandi Gísli S. Ásgeirsson, þýðandi Almennar og löggiltar þýðingar, dóm- og ráðstefnutúlkun, textaráðgjöf. Aðili að rammasamningi Ríkiskaupa (RK-14.10). Ásar – þýðingar og túlkun slf » Skipholti 50b » sími: 562-6588 » netf: ellening@simnet.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.