Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Blaðsíða 10
„SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM TÓKST EKKI AÐ EYÐILEGGJA FERLIГ M ikill meirihluti kjósenda vill að tillögur stjórnlaga- ráðs verði lagðar til grund- vallar nýrri stjórnar skrá. Þetta er niðurstaða ráð- gefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór á laugardag. Niðurstaðan var nokkuð afgerandi þrátt fyrir að kjörsókn hafi verið talsvert lakari en við eigum að þekkja úr alþingiskosn- ingum eða kosningum til sveitar- stjórna. Kjörsókn var um 50 prósent á landinu öllu en það er betri kjörsókn en í kosningunum til stjórnlagaþings sem haldnar voru árið 2010. Óvissa um framhaldið Þó að niðurstöðurnar hafi verið nokkuð afgerandi stendur enn eftir óvissan um hvernig unnið verður með þær. Meirihluti þingsins, sem myndaður er af Samfylkingunni og Vinstri grænum, hefur í kjölfar at- kvæðagreiðslunnar gefið til kynna að farið verði eftir niðurstöðunum og tillögur stjórnlagaráðs lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Þrátt fyrir það er mikil vinna í gangi fyrir utan stjórnlagaráðið en lögfræðinga- teymi sem stjórnskipunar- og eftir- litsnefnd Alþingis skipaði skilar nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar niður- stöðum sínum varðandi tillögurn- ar. Hugsanlega þarf að breyta tillög- um stjórnlagaráðsins í kjölfar þeirra niðurstaðna áður en hægt verður að afgreiða málið á þingi. Eftir að þeirri vinnu lýkur og mál- ið lagt fyrir þingið til afgreiðslu má einnig gera ráð fyrir að hart verði tek- ist á um frumvarpið. Tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir, Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafa ítrekað lýst því yfir að þeir séu ekki sáttir með ferlið sem málið var sett í. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hvatti kjósend- ur til að mæta á kjörstað og segja nei við því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar nýrri stjórnar- skrá. Þá sagði Ólöf Nordal, varafor- maður flokksins, í samtali við Speg- ilinn á RÚV á fimmtudag að nú væri kominn tími til að Alþingi tæki mál- ið í sínar hendur, búið væri að tryggja mikla aðkomu almennings með þjóðfundinum og stjórnlagaráði og að það dygði á þessu stigi í ferlinu. Hún sagði að það væri komið að hinu þjóðkjörna Alþingi að taka mál- ið upp á sína arma og meta hvernig framhaldið ætti að vera. Stjórnarmeirihlutinn ánægður Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráð- herra og formaður Samfylkingarinnar, er á því að niðurstöðurnar séu afger- andi og að ekki verði hægt að hundsa vilja kjósenda. „Við erum náttúrulega mjög bundin af þessari niðurstöðu sem þarna er fengin af því að hún er svo afgerandi í þessum málum,“ sagði hún í Silfri Egils á sunnudag þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna komu saman til að ræða niðurstöðurnar. Í samtali við DV segist hún vera ánægð með kjörsóknina og hafa nokkrir full- trúar í stjórnlagaráði viðrað sömu skoðun í samtali við fjölmiðla og á netinu. „Ég er mjög ánægð og þakklát þjóð- inni fyrir að við skulum fá svona skýra niðurstöðu í þessu máli og mér er ofar- lega í huga þakklæti til stjórnlagaráðs- manna og raunar þeirra þúsunda sem hafa komið að þessu ferli öllu saman, meðal annars með þjóðfundinum. Þetta eru mjög skýr og afdráttarlaus skilaboð. Þetta eru úrslit sem við verð- um að vinna með,“ segir Jóhanna um niðurstöðurnar. „Síðan er líka alveg ljóst í mínum huga, sem er alveg skýrt í þessari niðurstöðu, að Sjálfstæðis- flokknum tókst ekki það ætlunarverk sitt að eyðileggja þetta ferli eins og þeir unnu leynt og ljóst að.“ Þrjár ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðslur hafa áður verið haldnar á Ís- landi en nokkuð er liðið síðan það var síðast gert. Í öllum þremur tilvikunum var það ákvörðun stjórnvalda að fara eftir niðurstöðum kosninganna. Af orðum Jóhönnu að dæma verður ekki gerð breyting á þeirri hefð. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og atvinnuvegaráðherra, segir í samtali við DV að hann telji þjóðina hafa talað og að vilji hennar sé nokk- uð skýr. Hann segir að þó auðvitað geti komið til einhverra breytinga á tillög- um stjórnlagaráðs sé ljóst að þjóðin vilji að þær verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Því má gera fastlega ráð fyrir því að tillögurnar verði lagð- ar fyrir þingið sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Kjörsóknin áhyggjuefni Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins á þingi, virðast vera sammála um að vegna lakrar kjörsóknar sé ekki endi- lega hægt að túlka niðurstöðurnar sem raunverulega afstöðu þjóðarinn- ar til stjórnarskrárbreytinga. DV náði tali af þeim Illuga Gunnarssyni, þing- flokksformanni Sjálfstæðisflokksins, og Birgi Ármannssyni, fulltrúa flokks- ins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, á sunnudag þegar ljóst var orðið að mikill meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði styddu tillögur stjórnlagaráðs. Þeim bar saman um að mikilvægt væri að horfa til þess að kjörsókn hafi ekki verið nema í kring- um fimmtíu prósent. „Í fyrsta lagi þá vekur það auð- vitað athygli að meirihluti kjós- enda skuli ákveða að sitja heima og taka ekki þátt í þjóðaratkvæða- greiðslunni,“ segir Birgir aðspurð- ur um viðbrögð við niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. „Ef atkvæða- greiðslan hafði það mikla vægi sem sumir töldu þá birtist það nú ekki beinlínis í kjörsókninni.“ Hann seg- ir að það komi ekki óvart að niður- stöður þeirra sem mættu á kjörstað séu með þeim hætti sem raun bar vitni. „Það sem mestu máli skiptir er hvernig haldið verður á málinu í framhaldinu, það er að segja hvaða vinnu og hugsanlega endurbætur frumvarp af þessu tagi fær og hvern- ig gengur að ná samkomulagi um það. Þar er auðvitað frumkvæðið í höndum meirihluta þingsins sem hefur lýst því yfir að hann vilji leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvall- ar að frumvarpi en það á ennþá eftir að koma í ljós hvað það þýðir.“ Endurspeglar ekki endilega vilja þjóðarinnar Birgir virðist á þeirri skoðun að ekki sé nóg að rýna í niðurstöður þjóðar- atkvæðagreiðslunnar um helgina til að sjá vilja þjóðarinnar heldur verði að túlka hug þeirra sem ekki mættu á kjörstað. Þar segist hann viss um að fáir stuðningsmenn tillagna stjórn- lagaráðs hafi látið sig vanta á kjör- stað. „Ég held að skýringarnar séu fyrst og fremst þrjár, áhugaleysi hjá einhverjum ótilgreindum hópi sem vafalaust er fyrir hendi, í öðru lagi það að margir hafa talið þýðingu þessarar atkvæðagreiðslu óljósa og þess vegna ekki talið ástæðu til að mæta á kjörstað og í þriðja lagi veit ég um fjöldamörg dæmi þess að fólk sat heima vegna þess að það vildi mótmæla þessu ferli,“ segir hann aðspurður hvort hann teldi niður- stöðurnar ekki túlka vilja kjósenda. „Ég held að enginn hafi setið heima hjá sér og hugsað: „ég styð tillögur stjórnlagaráðs og þess vegna sit ég heima“.“ Segir þriðjung vilja tillögur stjórnlagaráðs Illugi tekur í sama streng og flokks- bróðir sinn og segir að skoða verði niðurstöðurnar með það fyrir aug- um að helmingur kosningabærra manna hafi ekki séð ástæðu til að mæta á kjörstað. „Ég held að það sé ástæða til að hlusta eftir því hvað sá stóri hluti þjóðarinnar sem ákvað að mæta ekki á kjörstað er að segja. Vegna þess að þetta er ekki atkvæða- greiðsla þar sem er verið að kjósa af eða á og þeir sem heima sitja gefa frá sér þann rétt til þeirra sem mæta. Þetta var nefnilega ekki þannig,“ seg- ir hann og bætir við að það sé fólgin afstaða í því að mæta ekki á kjörstað. „Þess vegna er mikilvægt að horfa á heildarmyndina, á alla atkvæða- greiðsluna. Bæði á þá sem sátu heima, þá sem sögðu já og þá sem sögðu nei.“ Illugi telur að niðurstöðurnar gefi til kynna að þriðjungur kjós- enda styðji tillögur stjórnlagaráðs en að meirihlutinn sé ekki tilbúinn að samþykkja þær. „Um það bil þriðj- ungur atkvæðabærra manna sagði já og einhver tíu prósent atkvæðabærra manna sögðu nei og við verðum að horfa á alla þessa mynd. Það væri að mínu mati fullbratt að horfa bara á þá sem sögðu já og gera ekkert með skoðanir eða yfirlýsingar annarra þegar um er að ræða sjálfa stjórnar- skrána.“ Þannig að þú telur að þrátt fyrir nokkuð afgerandi niðurstöðu þeirra sem greiddu atkvæði sé ekki hægt að túlka þetta sem skýran vilja þjóðar- innar? „Nei, vegna þess að það er svo stór hluti þjóðarinnar sem mætti ekki á kjörstað og við þessar aðstæð- ur er svo augljóst að í því eru fólgin ákveðin skilaboð.“ Ánægð með kjörsóknina Jóhanna segist vera ánægð með kjör- sóknina og segir vilja þjóðarinnar skýran, ekki sé hægt að setja fyrirvara við niðurstöðuna af því að kjörsókn- in var ekki eins og í þingkosning- um. „Það er auðvitað alveg fráleitt og 10 Fréttir 22. október 2012 Mánudagur n Túlka verður hug þeirra sem mættu ekki n Jóhanna Sigurðardóttir segir að þingið hafi ekki annað val en að klára málið Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Það liggur bara svolítið í eðli lýð- ræðisins að þú ferð ekki á taugum yfir hinum sem ákveða bara að leiða svona lagað hjá sér. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG Kosningar Skiptar skoðanir eru um hvort niðurstöðurnar endurspegli í raun og veru vilja þjóðarinnar. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.