Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Blaðsíða 4
Búast við eftirskjálftum n Fleiri hundruð jarðskjálftar um helgina á Norðurlandi Þ að verða örugglega eftir­ skjálftar þarna á næstu dög­ um sem gætu orðið þrír til fjórir að stærð þess vegna, segir Sigþrúður Ármannsdóttir, jarðvísindamaður á Veðurstofu Ís­ lands. Nokkuð snörp jarðskjálfta­ hrina reið yfir Norðurland um helgina en skjálftarnir áttu upp­ tök sín um tuttugu kílómetra norð­ austur af Siglufirði á þekktu jarð­ skjálftasvæði. Frá því skömmu fyrir mið­ nætti á laugardagskvöld og fram á sunnudagsmorgun höfðu mælst fleiri hundruð skjálftar en nokkuð dró úr skjálftavirkninni þegar líða tók á sunnudaginn. Íbúar á Norð­ urlandi, meðal annars á Akureyri, Siglufirði, Blönduósi og Dalvík, fundu vel fyrir skjálftunum. Aðspurð hvort skjálftavirkni sem þessi sé óvenjuleg segir Sig­ þrúður: „Þetta er ansi stórt en það hafa komið skjálftar í Tjörnes­ brotabeltinu upp á 7.“ Sigþrúður bætir við að þó svo að fyrstu mæl­ ingar hafi bent til þess að stærsti skjálftinn hefði verið 5,2 hafi hann að öllum líkindum verið aðeins stærri. Þegar hún er spurð hvort eitthvað megi lesa úr virkninni og hvort skjálftarnir séu hugsanlega undanfari eldgoss segir Sigþrúður að svo sé ekki. „Þetta er sigdalur og það eru engin merki um elds­ umbrot eða neitt slíkt. Þetta er náttúrulega Tjörnesbrotabeltið þar sem mikið er um skjálfta og er þekkt skjálftasvæði. Það verð­ ur ábyggilega eftirskjálftavirkni á næstu dögum. Það var þarna hrina í september og þá mældust hátt í hundrað skjálftar og þetta er á mjög svipuðum slóðum.“ n einar@dv.is 4 Fréttir 22. október 2012 Mánudagur Mikil skjálftavirkni Eins og sést var mikil virkni á Tjörnesbrotabeltinu. Grænu stjörnurnar merkja skjálfta yfir 3 á Richer að stærð. MYND VEÐURSTOFA ÍSLANDS Sameining sveitarfélaga: Bessastaðir í Garðabæ Það var naumur meirihluti fyrir því í Garðabæ að Álftanes og Garðabær sameinuðust, en á Álftanesi voru skilaboðin um sameiningu skýr og mikill meirihluti samþykkur henni. Íbúar sveitarfélaganna gengu til kosninga um sameiningu sveitar­ félaganna samhliða kosningu um tillögur stjórnlagaráðs á laugar­ dag. Sveitarfélögin ættu því að sameinast fyrir áramót og verður Álftanes þá hverfi í Garðabæ. Bessastaðir, aðsetur forseta Ís­ lands, verða því frá og með ára­ mótum í Garðabæ. Íbúar í bæjarfélögunum greiddu atkvæði í þjóðaratkvæða­ greiðslu og í íbúakosningu á laugardag. Sameining sveitarfé­ laganna var samþykkt en tölurn­ ar voru svohljóðandi: Á Álftanesi voru 1.658 manns á kjörskrá, af þeim greiddu 1.248 atkvæði. Já sögðu 1.093, eða 87,6 prósent. Nei sögðu 144, eða 11,5 prósent. Auðir og ógildir seðlar voru 11, eða tæpt prósent. Meirihlutinn var naumur í Garðabæ. Þar voru 8.506 manns á kjörskrá og greiddu 5.417 þeirra atkvæði. 53,11 prósent sögðu já. Nei sögðu 46,8 prósent. Auðir og ógildir seðlar voru 103. Nöfn mannanna sem létust: Óvíst hvað olli slysinu Mennirnir sem létust í flugslysi á Njarðvíkurheiði á laugar­ dag hétu Hans Óli Hansson, til heimilis í Kópavogi, og Ólafur Felix Haraldsson, til heimils á Patreksfirði. Hans Óli var fædd­ ur árið 1946 en Ólafur Felix var fæddur árið 1970. Þeir láta báð­ ir eftir sig sambýliskonu og þrjú börn. Rannsóknardeild flug­ slysa og rannsóknardeild lög­ reglunnar á Suðurnesjum geta ekki veitt upplýsingar um hvað það var sem orsakaði slysið. Vélin, fisflugvél, brotlenti í mó­ lendi um kílómetra suðaustur af flugvellinum. Lögreglan fór á vettvang ásamt sjúkrabifreið og lækni og var slökkvibifreið send á vettvang. Tilkynning barst til neyðarlínunnar klukkan 15.20. Mennirnir voru báðir úrskurð­ aðir látnir þegar að var komið. Æ tti eg að spá um nán­ ustu framtíð íslenzku Þjóðkirkjunnar í svip­ aðri mynd og núlifandi kynslóðir Íslendinga þekkja hana, gef eg henni áratug eða tylft lífdaga, vel vitandi um spásagn­ ir lækna um líklegan líftíma ban­ vænna krabbameinssjúklinga,“ sagði séra Geir Waage, sóknar­ prestur í Reykholti, í ræðu sem hann hélt í Hallgrímskirkju á miðviku­ daginn í síðustu viku. Ræða Geirs var einn dagskrárliður á örþingi sem Kvennakirkjan hélt um breytta starfsmöguleika presta á Íslandi. Í ræðunni fór Geir með gagnrýn­ um hætti yfir þær breytingar sem orðið hafa á starfsemi og eðli Þjóð­ kirkjunnar á liðnum áratugum. Telur Geir stöðu kirkjunnar vera með þeim hætti í dag að hann sjái ekki fram á að hún eigi sér langan líftíma. „Eg hefi elskað þessa kirkju og þjónað embætti hennar eins og ég hjet bisk­ upi mínum á vígsludegi. Nú kannast eg varla við hana. Eg er lútherskur Guðfræðingur og þar af leiðandi bölhyggjumaður. Sem slíkur veit eg vel að án Guðs náðar er ekkert líf og engin framtíð. Því sel eg alla von mína undir Guðs náð og verk Heilags Anda í þessu efni eins og öðru,“ sagði Geir í lokaorðum sínum í ræðunni. Gagnrýnir veraldarvæðingu kirkjunnar DV hafði samband við Geir til að spyrja hann nánar út í hvað hann hefði átt við með þessum orðum sín­ um í ræðunni. Geir segir að hann eigi meðal annars við fækkun presta­ kalla í landinu, breytingar á prest­ setraskipan, færslu prestsstarfa af landsbyggðinni og til Reykjavíkur og minnkandi starfsöryggi presta. „Breytingarnar á starfsemi Þjóð­ kirkjunnar gerast svo ört; niðurbrot­ ið í henni er svo hratt, einkum og sér í lagi niðurbrotið í embættaskipan hennar. Ég tek svona sterkt til orða til að ýta við mönnum, vekja viðbrögð.“ Í ræðu sinni segir Geir meðal annars að niðurbrotið sé vegna þess að kirkjan hafi á síðustu árum orðið veraldarhyggju að bráð. „Öll þessi þróun er í einum farvegi vaxandi miðstýringar og stofnunarvæðingar biskupskirkju. Ekki er mjer með öllu grunlaust um, að fyrirmyndin gæti einfaldlega verið deildaskipt stórfyr­ irtæki með draumsýn um duglegan forstjóra. Kirkjan gleypti hráa sýn­ ina, sem varð grundvöllur útrásar­ innar, varð hreinni veraldarhyggju að bráð. Hún hvílir enn í þeirri hug­ sjón hvað rekstur og þar af leiðandi skipulag varðar, og ánetjaðist um leið einnig þeirri veraldarhyggju sem hæst bar um sama leyti í fjelagstízku­ legu tilliti. Herra Karl Sigurbjörns­ son var ekki fyrsti lýðhyllibiskupinn (eða popularistinn á biskupsstóli). „Kirkjan er ekki stofnun, heldur grasrótarhreyfing“, kenndi hann um árabil, og beitti sjer fyrir niðurbroti grunnstoða stofnunarinnar, einkum sóknarprestsembættisins.“ Trúir á inngrip heilags anda Aðspurður segir Geir að hann vilji vekja athygli á þeim grunnstoðum sem þjóðkirkjan stendur á; grunn­ stoðum sem ekki eru veraldlegar eða félagslegar. „Ég vil að menn gái að því á hvaða grunnstoðum kirkjan stendur. Kirkjan stendur ekki bara fyr­ ir byggingum, félagsmálaumsvifum og öllum þessum hlutum sem ein­ kenna kirkjuna í nútímanum. Þetta er allt gott og þarft en þetta er ekki meginerindi kirkjunnar. Megintil­ gangur kirkjunnar er predikun fagn­ aðarerindisins; predikun hins kross­ festa og upprisna Drottins og það er þetta sem við eigum að vitna um í öllu sem við segjum af stólnum: Við eigum að opna fólki skilning á ritn­ ingunni og því sem Kristur kenndi. Við prestar eigum ekki að predika hugðarefni okkar sjálfra, hvort sem þau eru pólitísk eða eitthvað annað.“ Geir segist hins vegar trúa því að heilagur andi grípi inn í og leiðrétti þessa óheillaþróun í sögu kirkjunn­ ar: „Ég álít kirkjuna vera verk heilags anda og hún er alltaf kraftaverk. Mér sýnist stefna í brimgarðinn, skipbrot­ ið, upplausnina en ég á engu að síð­ ur von á því að heilagur andi muni taka í taumana og lagfæra þetta. Ég predika syndina áður en ég tala orð náðarinnar. Ég vísa þó til ljóss og framtíðar í trúnni,“ segir Geir. Ræðu Geirs má lesa í heild sinni á DV.is. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Geir Waage telur Þjóðkirkjuna eiga stuttan líftíma eftir LÍKIR ÞJÓÐ- KIRKJUNNI VIÐ KRABBA- MEINSSJÚKLING „Eg er lútherskur Guðfræðingur og þar af leiðandi bölhyggjumaður Kirkjan er kraftaverk Geir Waage segir að kirkjan sé kraftaverk og þó að hann sjái ýmislegt gagnrýnivert við hana þá trúi hann því að heilagur andi grípi inn í og lagi það sem þarf að laga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.