Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Blaðsíða 11
„SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM TÓKST EKKI AÐ EYÐILEGGJA FERLIГ Fréttir 11Mánudagur 22. október 2012 það er bara ekki hægt að bera þetta saman við þingkosningar og sveitar­ stjórnarkosningar þar sem allir flokkar eru í gangi í því að hvetja fólk á kjörstað og vinna að málum eins og gert er í þingkosningum og sveitar­ stjórnarkosningum,“ segir hún og blæs á þá gagnrýni þingmanna Sjálfstæðisflokksins að niðurstöður kosninganna endurspegli ekki vilja þjóðarinnar. „Þetta eru úrslit sem eru mjög skýr og sem á að virða.“ Er vilji þjóðarinnar þá skýr? „Já, ég tel það. Hann er mjög afgerandi í öll­ um þessum málum.“ Jóhanna segir einnig að þjóðin hafi líka svarað mik­ ilvægum spurningum um mál sem hefur verið deilt um lengi. „Ekki síst er ég ánægð með auðlindaákvæðið, tæplega 82 prósent sem studdu það. Þarna erum við að fá mjög skýrar lín­ ur í deilumál sem hafa verið marga áratugi á Alþingi, eins og þetta með náttúruauðlindirnar. Ég held að það sé alveg ljóst að við erum búin að búa við, raunverulega mestan tíma frá lýðveldisstofnun, bara bráða­ birgðastjórnarskrá sem gerður hefur verið fjöldi tilrauna til að ná fram heildarendurskoðun á. Þingið hefur ekki borið gæfu til þess að gera það, hefur ekki megnað að klára stjórnar­ skrána.“ Jóhanna segir að hún vilji að þjóðin fái að greiða atkvæði um full­ mótaða stjórnarskrá samhliða næstu alþingiskosningum. Gott fyrir ráðgefandi atkvæðagreiðslu Steingrímur segir að kjörsóknin hafi verið nokkuð góð miðað við að um ráðgefandi atkvæðagreiðslu hafi ver­ ið að ræða. Hann telur að horfa verði á niðurstöðu þeirra sem greiddu at­ kvæði. „Leiðsögnin er tiltölulega af­ dráttarlaus og það náttúrulega auð­ veldar eftirleikinn að vinna með n Túlka verður hug þeirra sem mættu ekki n Jóhanna Sigurðardóttir segir að þingið hafi ekki annað val en að klára málið Ánægður með kjörsóknina n Þorvaldur Gylfason segir niðurstöðuna vera skýra L augardagurinn var fagnaðar­ dagur. Ég er himinlifandi yfir niðurstöðunum,“ segir Þorvald­ ur Gylfason stjórnlagaráðsfull­ trúi um niðurstöður atkvæðagreiðsl­ unnar. „Bæði yfir því hversu skýran og afgerandi stuðning frumvarpið fær ásamt helstu ákvæðum frumvarpsins í aukaspurningunum og einnig yfir kjörsókninni, sem er mjög góð mið­ að við það sem búast mætti við í ljósi reynslunnar af sambærilegum at­ kvæðagreiðslum bæði hér heima og í útlöndum og fyrri tíð.“ Þorvaldur er ekki sammála því að um 50 prósenta kjörsókn þýði að niðurstöðurnar endurspegli ekki vilja þjóðarinnar. „Nei, alls ekki. Þjóðar­ atkvæðagreiðslur um afmörkuð mál eins og þessi, þær eru hálfgerð­ ir munaðarleysingjar í þeim skilningi að stjórnmálaflokkarnir sýna þeim engan sérstakan áhuga og hvetja þess vegna ekki kjósendur sína til að koma á kjörstað,“ segir hann. Þorvald­ ur bendir á að stjórnmálaflokkarnir eyði umtalsverðu fé í kosningabaráttu fyrir þing­ og sveitarstjórnarkosningar en að ekkert slíkt hafi verið gert núna. „Kosningar til Alþingis og sveitar­ stjórna eru þannig vaxnar, samkvæmt eðli málsins, að þar hafa stjórnmála­ flokkarnir sína frambjóðendur í kjöri og hafa þess vegna hag af því að smala sínum kjósendum á kjörstað og verja til þess miklu fé. Það er þess vegna sem kjörsókn í alþingis­ og sveitar­ stjórnarkosningum, bæði hér heima og í öðrum löndum, er alltaf miklu mun meiri en kjörsókn í þjóðar­ atkvæðagreiðslum.“ Fyrir atkvæðagreiðsluna hafði Þorvaldur gert ráð fyrir því að kjör­ sókn yrði í kringum 45 prósent. Hann bendir á að í Sviss, þar sem reglulega eru haldnar þjóðarat­ kvæðagreiðslur um einstök mál, sé kjörsókn að jafnaði 45 prósent. „Þetta er bara eðlilegt og liggur í hlutarins eðli og þeir sem halda öðru fram, þeir bara veifa röngu tré,“ segir hann. n Bjóst við 45 prósenta kjörsókn Þorvaldur segist fyrir atkvæðagreiðsluna hafa búist við um það bil 45 prósenta kjörsókn. MYND EYÞÓR ÁRNASON niðurstöðurnar. Ég tel að þetta sé mjög sterk krafa frá þjóðinni um að halda áfram og ljúka þessu verki. Þjóðin vill nýja stjórnarskrá og sendir sterk skilaboð í þeim efnum,“ segir hann en bætir við að skila­ boðin séu auðvitað missterk og það verði að hafa í huga þegar lesið er úr niðurstöðunum. „Það er veruleiki sem við búum við að það nýta sér aldrei allir kosn­ ingarétt sinn og þó að vissulega stöndum við tiltölulega vel að vígi, við Íslendingar, að almenningur sé virkur og nýti sér rétt sinn en þessi prósenta, fimmtíu prósent kosn­ ingaþátttaka, þætti sums staðar bara alveg ágæt í alþingiskosningum eða forsetakosningum. Þannig að hún er há í samanburði við það sem gengur og gerist víða annars staðar,“ segir Steingrímur. „Ég tel að þetta séu miklu meira en nógu marktæk skilaboð þegar helmingur kosningabærra manna fer á kjörstað og sendir þetta skýr skilaboð, að mestu leyti. Og þannig er nú bara lýðræðið, við neyðum fólk ekki á kjörstað, við tökum mark á afstöðu þeirra sem koma og kjósa, það eru jú þeir sem ákveða að reyna að hafa áhrif en ekki hinir,“ segir hann og bætir við, „það liggur bara svolítið í eðli lýðræðisins að þú ferð ekki á taugum yfir hinum sem ákveða bara að leiða svona lagað hjá sér.“ Samstaða um að gera einhverjar breytingar Þrátt fyrir skiptar skoðanir varð­ andi niðurstöður atkvæðagreiðsl­ unnar, kjörsókn og hvernig eigi að lesa úr niðurstöðunum virðast flest­ ir stjórnmálamenn sammála um að skýr krafa sé gerð um breytingar. Ill­ ugi tekur undir að skilaboðin séu þau að breyta þurfi stjórnarskránni. „Það er líka ljóst í mínum huga að það er ríkur vilji til þess að það verði gerðar breytingar á stjórnarskránni og allir stjórnmálaflokkarnir á Al­ þingi hafa lýst því yfir að þeir vilji gera það. Þess vegna hef ég til þess miklar væntingar að það takist nú í vetur að vinna að slíkum breyting­ um og vonast til að það verði gert í góðri sátt og samlyndi,“ segir hann og bætir við að hann telji mikil­ vægt að nota hugmyndir sem kom­ ið hafa fram hjá stjórnlagaráði, öðr­ um í samfélaginu og þær sem komu fram í vinnu þingsins á árunum 2005 til 2007 um breytingar á stjórn­ arskránni. Steingrímur er bjartsýnn á að þingið geti sameinast um að gera breytingar á grunni tillagna stjórn­ lagaráðs. „Ég held að þeir sem hafi fyrirfram ímyndað sér að þessi kosning hefði lítið sem ekkert gildi gagnvart framhaldinu hljóti núna einfaldlega að endurskoða hug sinn. Við hljótum öll að mæta eftir helgi sameinuð um það að virða vilja þjóðarinnar eftir því sem mögulegt er og það felst í því að vinna úr þessu og hafa til hliðsjónar að stjórnar­ skráin byggi á þeim grunni sem fyr­ ir liggur í tillögum stjórnlagaráðs,“ segir hann en bendir þó á að alltaf hafi legið fyrir að Alþingi gæti gert breytingar á tillögunum í meðferð sinni á málinu. „Það er óumflýjan­ legt að Alþingi hafi visst svigrúm í þeim efnum því það er jú stjórnar­ skrárgjafinn en ég tel að megin­ spurningum sé svarað það skýrt að það sé hægt að vinna vel úr því.“ Jóhanna tekur í sama streng: „Ég held að þingið hafi ekkert val um annað en að klára þessa stjórnar­ skrá. Þetta er prófraun á þingið sem þjóðin hefur lagt fyrir hana núna, að klára hana á þessum grundvelli sem niðurstöður í þessum kosningum sýna.“ n Hefur áhyggjur af kjörsókninni Birgir segir að mikilvægt sé að reyna að túlka hug kjósenda sem mættu ekki á kjörstað en kjörsókn var aðeins um fimmtíu prósent. Ekki endilega vilji þjóðarinnar Illugi telur niðurstöðuna ekki eina og sér endur- spegla vilja þjóðarinnar. MYND GUNNAR GUNNARSSON Hlusta á þá sem mættu Steingrímur segir að ekki sé hægt að gera annað en að taka mark á afstöðu þeirra sem kusu. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON Afgerandi niðurstaða „Ég er mjög ánægð og þakklát þjóðinni fyrir að við skulum fá svona skýra niðurstöðu í þessu máli,“ segir Jóhanna í samtali við DV. „Ég held að enginn hafi setið heima hjá sér og hugsað: „ég styð tillögur stjórnlaga- ráðs og þess vegna sit ég heima“. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.