Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Blaðsíða 8
S éra Bryndís Valbjarnardóttir er hætt sem prestur í Frí- kirkjunni. Safnaðarráð kirkj- unnar sagði Bryndísi upp störfum stuttu eftir aðalsafnaðar- fund sem haldinn var í maí síðast- liðinn. DV hefur greint frá deilum innan safnaðar Fríkirkjunnar og mikilli ólgu í kringum séra Hjört Magna Jóhannsson, forstöðumann kirkjunnar. Heimildarmaður DV úr söfnuðinum kemst svo að orði að Hjörtur hafi „bolað Bryndísi úr kirkjunni“ og segir hann þjást af „valdasýki“. „Mér finnst sorglegt að prestur- inn átti sig ekki á því að hann á ekki kirkjuna, hann er aðeins þjónn hennar.“ Samstarfsörðugleikar og einelti Ekki er langt síðan annar prestur var látinn taka pokann sinn eftir deilur við Hjört. Séra Ása Björk Ólafsdóttir lét af störfum sem prestur við Fríkirkjuna árið 2008. Að eigin sögn hraktist Ása frá störf- um vegna framkomu Hjartar í sinn garð og lýsti hún meintu einelti Hjartar í viðtali við DV. Bryndís var látin hætta störf- um umsvifalaust þrátt fyrir að eiga rétt á þriggja mánaða uppsagnar- fresti. „Skýringin sem er gefin upp er að þetta sé vegna rekstrarhag- ræðingar,“ segir Bryndís. Hún tel- ur þó augljóst að fleira búi að baki. „Hann vill ekki vinna með mér,“ segir hún og tekur fram að mál- inu svipi til uppsagnar Ásu Bjarkar. „Þetta er bara samsvarandi. Hann virðist ekki geta unnið með fólki.“ „Óásættanleg framganga“ Á aðalfundi Fríkirkjunnar í maí var kosið nýtt safnaðarráð. Skömmu áður höfðu fjórir af sjö meðlimum ráðsins sagt sig úr því vegna „ óásættanlegrar framgöngu Hjartar Magna Jóhannssonar í mörgum málum, bæði gagnvart starfsfólki safnaðarins og okkur í safnaðarráðinu í langan tíma,“ að því er sagði í tilkynningu frá hópnum. Samkvæmt heimildum var það kornið sem fyllti mælinn hjá meirihluta safnaðarráðsins að Hjörtur hafi viljað losna við Bryn- dísi úr kirkjunni. „Hann var búinn að safna öllu sínu já-fólki allt í kringum sig á fundinum. Það var allt afgreitt einn, tveir og sjö, keyrt í gegn og allir klöppuðu. Þetta var alveg ótrúlegt,“ sagði Ingunn Hafdís Þor- láksdóttir, fyrrverandi varafor- maður safnaðarráðsins, um að- alfundinn í samtali við DV. Nýja safnaðarráðið fékk það hlutverk að stofna nefnd innan kirkjunnar til þess að rannsaka áðurnefndar ásakanir og deilurnar innan kirkj- unnar. Það gerði ráðið ekki en sagði Bryndísi í kjölfarið upp störf- um vegna aðhaldsaðgerða kirkj- unnar. Á undanförnum árum hefur Fríkirkjan yfirleitt verið með tvo presta á sínum snærum. Ekki ligg- ur fyrir hvort annar prestur verð- ur ráðinn í stað Bryndísar en verði það ekki gert verður Hjörtur eini prestur kirkjunnar. Ekki náðist í Hjört Magna við vinnslu þessarar fréttar. n 8 Fréttir 22. október 2012 Mánudagur Íbúðaverð hækkaði Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7 prósent í septem- ber frá fyrri mánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands sem birtar voru á fimmtudag. Íbúðir í fjölbýli hækkuðu um 0,8 prósent frá fyrri mánuði og íbúðir í sérbýli um 0,3 prósent. Fjallað er um mál- ið á vef Greiningar Íslandsbanka en þar kemur fram að fjölbýli vegi mun þyngra í vísitölunni enda er lunginn úr viðskiptum á íbúðamarkaði með eignir í fjölbýli eða um 74 prósent af heildinni. „Undanfarna mánuði hef- ur hægt á hækkunartakti íbúðaverðs en í lok síðasta árs var 12 mánaða takturinn kominn upp í 9,9%. Núna er 12 mánaða taktur íbúðaverðs hinsvegar í 6,0%. Verðbólga hefur undanfarna 12 mánuði verið 4,3% og hefur íbúðaverð því hækkað um tæp 2% umfram verðlag undanfarið ár,“ segir í frétt Greiningar Íslands- banka. Þrátt fyrir að hægt hafi á hækk- unartaktinum telur Greining bank- ans að íbúðaverð muni hækka á næstu misserum. Þannig gerir bankinn ráð fyrir að íbúðaverð hækki um 8 prósent umfram verðlag þar til í árslok 2014. „Sú spá er byggð á þeirri forsendu að efnahagsbatinn haldi áfram á næstu árum og m.a. að ráðstöfunartekjur heimilanna haldi áfram að aukast. Auk undir- liggjandi efnahagslegra þátta gerum við einnig ráð fyrir að uppsöfnuð spurn eftir húsnæði muni styðja við verðhækkun íbúðaverðs.“ Dómur fyrir kannabisvörslu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrir helgi karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir fíkniefna- lagabrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í apríl síðastliðnum haft í vörslu sinni 93 kannabis- plöntur og 173 grömm af kanna- bislaufum og hafa um nokkurt skeið ræktað greindar plöntur, eins og segir í dómnum. Maðurinn ját- aði brot sín skýlaust fyrir dómi en hann hefur ekki áður sætt refsingu. Þá var manninum gert að sæta upptöku á fimm gróðurhúsalömp- um, tveimur ljósaperum, þremur spennubreytum, fimm tímarof- um og öðrum búnaði sem notaður var við ræktun kannabisplantn- anna. Dómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til tveggja ára. Auk þess var honum gert að greiða allan sakarkostnað málsins sem nam tvö hundruð þúsund krónum. Bryndís rekin frá fríkirkjunni n Safnaðarráð stofnaði nefnd til að rannsaka deilur en rak prestinn í staðinn „Mér finnst sorglegt að presturinn átti sig ekki á því að hann á ekki kirkjuna, hann er að- eins þjónn hennar Óeining Ekki eru allir á eitt sáttir með vinnulag séra Hjartar Magna Jóhannssonar, forstöðumanns Fríkirkjunnar. Fríkirkjan Bryndís Valbjarnardóttir er annar prestur Fríkirkjunnar á fáum árum sem hættir störfum vegna samstarfsörðugleika við Hjört Magna Jóhannsson. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.